Margrét Lára: Ég þurfti að breyta um lífsstíl Kolbein Tumi Daðason skrifar 19. desember 2013 08:30 Margrét Lára Viðarsdóttir. Mynd/E.Stefán „Mér finnst ég eiga mikið inni á erlendri grundu. Sérstaklega í ljósi þess að ég er laus við meiðslin,“ segir Margrét Lára Viðarsdóttir. Markadrottningin er samningslaus en hún varð þriðji til fjórði markahæsti leikmaður sænsku deildarinnar með Kristianstad á síðustu leiktíð með 13 mörk. Samningur hennar rann út í kjölfarið og kaus hún að endurnýja hann ekki að svo stöddu. Margrét Lára hefur verið á Íslandi undanfarnar vikur og notið þess að vera í fríi frá fótbolta. „Maður er svo sem aldrei í fríi. Þegar maður er atvinnumaður æfir maður allt árið,“ segir Margrét Lára. Hún fagnar því að geta loksins gert æfingar sem hafa reynst henni erfiðar undanfarin ár sökum langvinnra meiðsla. Hún vill ekkert gefa upp um líklegan áfangastað en segir þó að spennandi tímar séu framundan.Þurfti að breyta um lífsstíl „Það má segja að ég sé að fá mitt annað tækifæri á ferlinum til þess að spila fótbolta. Ég þarf að nýta það rétt,“ segir framherjinn sem spilaði meidd í heil fimm ár og gat ekki beitt sér að fullu. Sökum þess yfirgaf hún mikið æfingaálag hjá þýska félaginu Turbine Potsdam og gekk í raðir Kristianstad sumarið 2012. Elísabet Gunnarsdóttir þjálfar liðið og mætti Margrét Lára miklum skilningi hvað meiðslin varðaði og æfingaálagið minnkaði til muna. „Ég þurfti að breyta um lífsstíl. Ég var vön að æfa tíu til tólf sinnum í viku en æfi nú sex til sjö sinnum. Þannig verður mín framtíð ef ég ætla að spila fótbolta,“ segir Eyjamærin 27 ára. Hún þurfi að æfa minna en einfaldlega nýta æfingarnar betur. „Ef ég fer í nýtt umhverfi þarf að vera skilningur á þessu svo ég geti notið mín og blómstrað.“ Margrét Lára er ekki sú eina í fjölskyldunni sem liggur undir feldi þessa dagana. Elísa, yngri systir hennar, sem spilað hefur undanfarin sjö sumur með uppeldisfélagi sínu, ÍBV, er með tilboð frá fleiri íslenskum félögum að sögn Margrétar. Þá hafi erlend félög sýnt henni áhuga.Margrét Lára Viðarsdóttir og Elísa Viðarsdóttir.Mynd/ÓskarÓLaunin skipta ekki mestu „Hún er metnaðarfull og langar eins og marga að reyna fyrir sér erlendis,“ segir Margrét um Elísu sem er 22 ára. Elísa hefur spilað mest sem hægri bakvörður en einnig miðvörður með Eyjaliðinu. Hlaupageta hennar er með ólíkindum og var hún í landsliðshópi Íslands á EM síðastliðið sumar. „Hún verður að halda áfram að sýna sig og standa sig vel,“ segir Margrét. Elísa þurfi að passa að taka rétt skref ætli hún í nýtt umhverfi og skoða hlutina í víðu samhengi. Þjálfarateymi, samherjar og umhverfið skipti meiru máli en launin. „Fólk má auðvitað samt ekki svelta í hel,“ segir Margrét Lára. Hún reiknar með því að þær systur taki ákvörðun um framtíð sína áður en árið er úti. „Það er alltaf rosalega gott að vera búin að ákveða sig þegar nýtt ár gengur í garð. Vera búin að setja sér markmið og geta skálað fyrir þeim og góðu ári. Við systurnar munum gera það.“ Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Fótbolti Rifust um olnbogaskot Drungilas Körfubolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Handbolti Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Fleiri fréttir Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka „Ekki alltaf hægt að tala vel um mann“ Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu „Staða mín er svolítið erfið“ Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Sjá meira
„Mér finnst ég eiga mikið inni á erlendri grundu. Sérstaklega í ljósi þess að ég er laus við meiðslin,“ segir Margrét Lára Viðarsdóttir. Markadrottningin er samningslaus en hún varð þriðji til fjórði markahæsti leikmaður sænsku deildarinnar með Kristianstad á síðustu leiktíð með 13 mörk. Samningur hennar rann út í kjölfarið og kaus hún að endurnýja hann ekki að svo stöddu. Margrét Lára hefur verið á Íslandi undanfarnar vikur og notið þess að vera í fríi frá fótbolta. „Maður er svo sem aldrei í fríi. Þegar maður er atvinnumaður æfir maður allt árið,“ segir Margrét Lára. Hún fagnar því að geta loksins gert æfingar sem hafa reynst henni erfiðar undanfarin ár sökum langvinnra meiðsla. Hún vill ekkert gefa upp um líklegan áfangastað en segir þó að spennandi tímar séu framundan.Þurfti að breyta um lífsstíl „Það má segja að ég sé að fá mitt annað tækifæri á ferlinum til þess að spila fótbolta. Ég þarf að nýta það rétt,“ segir framherjinn sem spilaði meidd í heil fimm ár og gat ekki beitt sér að fullu. Sökum þess yfirgaf hún mikið æfingaálag hjá þýska félaginu Turbine Potsdam og gekk í raðir Kristianstad sumarið 2012. Elísabet Gunnarsdóttir þjálfar liðið og mætti Margrét Lára miklum skilningi hvað meiðslin varðaði og æfingaálagið minnkaði til muna. „Ég þurfti að breyta um lífsstíl. Ég var vön að æfa tíu til tólf sinnum í viku en æfi nú sex til sjö sinnum. Þannig verður mín framtíð ef ég ætla að spila fótbolta,“ segir Eyjamærin 27 ára. Hún þurfi að æfa minna en einfaldlega nýta æfingarnar betur. „Ef ég fer í nýtt umhverfi þarf að vera skilningur á þessu svo ég geti notið mín og blómstrað.“ Margrét Lára er ekki sú eina í fjölskyldunni sem liggur undir feldi þessa dagana. Elísa, yngri systir hennar, sem spilað hefur undanfarin sjö sumur með uppeldisfélagi sínu, ÍBV, er með tilboð frá fleiri íslenskum félögum að sögn Margrétar. Þá hafi erlend félög sýnt henni áhuga.Margrét Lára Viðarsdóttir og Elísa Viðarsdóttir.Mynd/ÓskarÓLaunin skipta ekki mestu „Hún er metnaðarfull og langar eins og marga að reyna fyrir sér erlendis,“ segir Margrét um Elísu sem er 22 ára. Elísa hefur spilað mest sem hægri bakvörður en einnig miðvörður með Eyjaliðinu. Hlaupageta hennar er með ólíkindum og var hún í landsliðshópi Íslands á EM síðastliðið sumar. „Hún verður að halda áfram að sýna sig og standa sig vel,“ segir Margrét. Elísa þurfi að passa að taka rétt skref ætli hún í nýtt umhverfi og skoða hlutina í víðu samhengi. Þjálfarateymi, samherjar og umhverfið skipti meiru máli en launin. „Fólk má auðvitað samt ekki svelta í hel,“ segir Margrét Lára. Hún reiknar með því að þær systur taki ákvörðun um framtíð sína áður en árið er úti. „Það er alltaf rosalega gott að vera búin að ákveða sig þegar nýtt ár gengur í garð. Vera búin að setja sér markmið og geta skálað fyrir þeim og góðu ári. Við systurnar munum gera það.“
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Fótbolti Rifust um olnbogaskot Drungilas Körfubolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Handbolti Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Fleiri fréttir Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka „Ekki alltaf hægt að tala vel um mann“ Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu „Staða mín er svolítið erfið“ Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Sjá meira