Viðar: Menn hafa mikla trú á mér hérna Henry Birgir Gunnarsson skrifar 20. desember 2013 07:00 Viðar Örn Kjartansson. Mynd/Heimasíða Vålerenga Hinn 23 ára gamli Selfyssingur, Viðar Örn Kjartansson, mun reyna fyrir sér í atvinnumennsku á nýju ári. Hann sló í gegn í Pepsi-deildinni síðasta sumar með Fylki þar sem hann skoraði þrettán mörk rétt eins og Atli Viðar Björnsson og Gary Martin. Viðar fékk að launum silfurskóinn en Atli Viðar fékk gullskóinn þar sem hann lék færri leiki en Viðar og Martin. Þessi flotta frammistaða hans síðasta sumar fór ekki fram hjá erlendum félögum enda verður Viðar búinn að skrifa undir atvinnumannasamning síðar í dag. „Við höfum náð saman um þriggja ára samning og ég er virkilega spenntur fyrir þessu,“ segir Viðar en hann fór til reynslu til félagsins í október og allt síðan þá var mjög líklegt að hann færi til félagsins.Viðar Örn er að uppskera eftir frábært sumar með Fylki og verður gaman að fylgjast með honum í Noregi.Mydn/ArnþórHafa mikla trú á mér „Ég var hjá þeim í tíu daga og gekk mjög vel. Þeir vildu samt ekki gera neitt fyrr en þeir væru búnir að tryggja sér úrvalsdeildarsæti. Það gekk sem betur fer og ég vissi alltaf að þá yrði af þessu.“ Þjálfari liðsins er gamla kempan Kjetil Rekdal. Hann ætlar Viðari Erni stórt hlutverk í liðinu en hann mun leysa Torgeir Børven af hólmi en sá er á leið til Twente í Hollandi. „Menn hafa mikla trú á mér hérna. Þetta er flottur klúbbur og sá eini í Ósló. Það er mikil stemning í kringum félagið. Rekdal er flottur. Svolítið sérstakur sem er alls ekki verra. Hann hefur trú á mér og það er það jákvæðasta við þetta.“ Viðar Örn segir að sitt markmið hafi verið að komast út eftir sumarið. Það hafi gengið upp enda skoraði hann 13 af 33 mörkum Fylkis. „Það þarf að skora mörg mörk til þess að komast frá Íslandi. Ég vildi komast út fyrr en var bjartsýnn á að það tækist núna,“ segir Viðar en uppgangur hans síðustu ár hefur verið hraður. Átti frábært tímabil í fyrra en var ekki eins áberandi hjá Selfossi sumarið þar á undan þó svo að hann hafi sýnt lipra spretti. „Fyrri umferðin síðasta sumar var erfið en ég skoraði níu mörk í seinni umferðinni er liðið komst í gang. Það var minna að gera í framlínunni fyrri umferðinni.“ Hann lenti í erfiðum meiðslum þegar hann var 19 ára en hann sleit þá krossband. Þau héldu honum frá vellinum í nánast tvö tímabil. „Ég hef lent í ýmsu á ferlinum og það hefur styrkt mig mikið. Ég er meira tilbúinn núna en fyrir fjórum til fimm árum. Þetta er rétti tíminn fyrir mig. Ég hef fulla trú á sjálfum mér og ætla að sýna að ég eigi vel heima í þessari deild,“ segir Viðar Örn Kjartansson. Fótbolti Íslenski boltinn Fótbolti á Norðurlöndum Pepsi Max-deild karla Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Enski boltinn Fleiri fréttir Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Newcastle - Tottenham | Sex stiga leikur í norðrinu Algjör Pina fyrir þær þýsku í seinni og Spánn Þjóðadeildarmeistari Barcelona - Atlético Madrid | Stórslagur á Spáni Trump mætir á HM-dráttinn þar sem fyrstu friðarverðlaunin verða afhent Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Kláruðu leikinn tveimur sólarhringum eftir að hann hófst FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Heiða frá meisturunum til nýliða í Svíþjóð Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Réðust á sína eigin leikmenn Hjálpaði liði sínu að vinna fyrsta titilinn síðan löngu áður en hann fæddist Andre Onana skilinn eftir heima Logi og félagar náðu ekki að hrista af sér vandræðin í Laugardalnum Barcelona-leikmaður í leyfi vegna andlegrar heilsu sinnar Sjá meira
Hinn 23 ára gamli Selfyssingur, Viðar Örn Kjartansson, mun reyna fyrir sér í atvinnumennsku á nýju ári. Hann sló í gegn í Pepsi-deildinni síðasta sumar með Fylki þar sem hann skoraði þrettán mörk rétt eins og Atli Viðar Björnsson og Gary Martin. Viðar fékk að launum silfurskóinn en Atli Viðar fékk gullskóinn þar sem hann lék færri leiki en Viðar og Martin. Þessi flotta frammistaða hans síðasta sumar fór ekki fram hjá erlendum félögum enda verður Viðar búinn að skrifa undir atvinnumannasamning síðar í dag. „Við höfum náð saman um þriggja ára samning og ég er virkilega spenntur fyrir þessu,“ segir Viðar en hann fór til reynslu til félagsins í október og allt síðan þá var mjög líklegt að hann færi til félagsins.Viðar Örn er að uppskera eftir frábært sumar með Fylki og verður gaman að fylgjast með honum í Noregi.Mydn/ArnþórHafa mikla trú á mér „Ég var hjá þeim í tíu daga og gekk mjög vel. Þeir vildu samt ekki gera neitt fyrr en þeir væru búnir að tryggja sér úrvalsdeildarsæti. Það gekk sem betur fer og ég vissi alltaf að þá yrði af þessu.“ Þjálfari liðsins er gamla kempan Kjetil Rekdal. Hann ætlar Viðari Erni stórt hlutverk í liðinu en hann mun leysa Torgeir Børven af hólmi en sá er á leið til Twente í Hollandi. „Menn hafa mikla trú á mér hérna. Þetta er flottur klúbbur og sá eini í Ósló. Það er mikil stemning í kringum félagið. Rekdal er flottur. Svolítið sérstakur sem er alls ekki verra. Hann hefur trú á mér og það er það jákvæðasta við þetta.“ Viðar Örn segir að sitt markmið hafi verið að komast út eftir sumarið. Það hafi gengið upp enda skoraði hann 13 af 33 mörkum Fylkis. „Það þarf að skora mörg mörk til þess að komast frá Íslandi. Ég vildi komast út fyrr en var bjartsýnn á að það tækist núna,“ segir Viðar en uppgangur hans síðustu ár hefur verið hraður. Átti frábært tímabil í fyrra en var ekki eins áberandi hjá Selfossi sumarið þar á undan þó svo að hann hafi sýnt lipra spretti. „Fyrri umferðin síðasta sumar var erfið en ég skoraði níu mörk í seinni umferðinni er liðið komst í gang. Það var minna að gera í framlínunni fyrri umferðinni.“ Hann lenti í erfiðum meiðslum þegar hann var 19 ára en hann sleit þá krossband. Þau héldu honum frá vellinum í nánast tvö tímabil. „Ég hef lent í ýmsu á ferlinum og það hefur styrkt mig mikið. Ég er meira tilbúinn núna en fyrir fjórum til fimm árum. Þetta er rétti tíminn fyrir mig. Ég hef fulla trú á sjálfum mér og ætla að sýna að ég eigi vel heima í þessari deild,“ segir Viðar Örn Kjartansson.
Fótbolti Íslenski boltinn Fótbolti á Norðurlöndum Pepsi Max-deild karla Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Enski boltinn Fleiri fréttir Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Newcastle - Tottenham | Sex stiga leikur í norðrinu Algjör Pina fyrir þær þýsku í seinni og Spánn Þjóðadeildarmeistari Barcelona - Atlético Madrid | Stórslagur á Spáni Trump mætir á HM-dráttinn þar sem fyrstu friðarverðlaunin verða afhent Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Kláruðu leikinn tveimur sólarhringum eftir að hann hófst FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Heiða frá meisturunum til nýliða í Svíþjóð Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Réðust á sína eigin leikmenn Hjálpaði liði sínu að vinna fyrsta titilinn síðan löngu áður en hann fæddist Andre Onana skilinn eftir heima Logi og félagar náðu ekki að hrista af sér vandræðin í Laugardalnum Barcelona-leikmaður í leyfi vegna andlegrar heilsu sinnar Sjá meira