70 prósent minni hæfileikar? Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar 28. desember 2013 07:00 Vorið 2009 stóð Félag kvenna í atvinnulífinu (FKA) að því ásamt Viðskiptaráði, Samtökum atvinnulífsins og CreditInfo að skrifa undir samstarfssamning til fjögurra ára um að nauðsynlegt væri að auka hlut kvenna í stjórnun íslensks atvinnulífs enda yrði íslenska þjóðin að nýta mannauð sinn til fulls.Margir lögðu hönd á plóg Á þessum fjórum árum átti að hvetja til þess og leggja á það ríka áherslu að konum í íslensku viðskiptalífi yrði fjölgað þannig að hlutfall hvors kyns væri ekki undir 40 prósentum í lok árs 2013. Nú eru þessi fjögur ár liðin og allir þessir aðilar stóðu saman að umræðu, greinaskrifum og ráðstefnum um málefnið. Margt hefur breyst á þessum árum og margir lögðu hönd á plóg, en það sem breyttist ekki var hlutfall kvenna í stjórnun íslensks atvinnulífs.Misjafnar skoðanir Vorið 2010 voru samþykkt á þingi lög sem gera meðal annars ráð fyrir því að í stjórnum opinberra hlutafélaga og einkahlutafélaga með fleiri en þrjá stjórnarmenn skuli hlutfall hvors kyns í stjórninni vera að minnsta kosti 40 prósent í lok árs 2013. Mjög misjafnar skoðanir hafa verið um lagasetningu á kynjakvóta en segja verður að ekki breyttist mikið þessi fjögur ár annað en að málefnið komst á dagskrá.Gamlar goðsagnir eiga ekki lengur við Kynjakvótinn virðist vera sá þrýstingur sem nauðsynlegur er til að koma þessari samfélagslegu breytingu á skrið. Nú stöndum við á tímamótum, nýju lögin hafa tekið gildi og nýir tímar eru fram undan. Ekki verður sagt að konur hafi neitt minni hæfileika og klárlega hafa þær ekki 70 prósent minni hæfileika en karlmenn í viðskiptum eins og tölfræðin hefur verið í stjórnun íslensks atvinnulífs. Ljóst er að þær hafa bæði menntun og reynslu til að bera. Gamlar goðsagnir um hæfileika eiga því ekki lengur við.Fjölmiðlar spegill samfélagsins Á þessum tímamótum hefur FKA ákveðið að leiða nýtt fjögurra ára verkefni sem snýr að ásýnd kvenna í fjölmiðlum. Staðan er 30/70 í ljósvakamiðlum samkvæmt tölum sem CreditInfo tók saman fyrir FKA. Þann 5. nóvember síðastliðinn hófst verkefnið formlega og mun það verða unnið í samstarfi við fjölmiðla, CreditInfo og háskólasamfélagið. Áhrif og ábyrgð fjölmiðla eru mikil og verða þeir að endurspegla lífið í landinu og samfélagið í heild. Til að svo verði þarf átak, áhuga og vilja til verka. FKA-konur hafa tekið kyndilinn og stíga nú fram sem leiðandi afl í þessum samfélagslegu breytingum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Mest lesið 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Sjá meira
Vorið 2009 stóð Félag kvenna í atvinnulífinu (FKA) að því ásamt Viðskiptaráði, Samtökum atvinnulífsins og CreditInfo að skrifa undir samstarfssamning til fjögurra ára um að nauðsynlegt væri að auka hlut kvenna í stjórnun íslensks atvinnulífs enda yrði íslenska þjóðin að nýta mannauð sinn til fulls.Margir lögðu hönd á plóg Á þessum fjórum árum átti að hvetja til þess og leggja á það ríka áherslu að konum í íslensku viðskiptalífi yrði fjölgað þannig að hlutfall hvors kyns væri ekki undir 40 prósentum í lok árs 2013. Nú eru þessi fjögur ár liðin og allir þessir aðilar stóðu saman að umræðu, greinaskrifum og ráðstefnum um málefnið. Margt hefur breyst á þessum árum og margir lögðu hönd á plóg, en það sem breyttist ekki var hlutfall kvenna í stjórnun íslensks atvinnulífs.Misjafnar skoðanir Vorið 2010 voru samþykkt á þingi lög sem gera meðal annars ráð fyrir því að í stjórnum opinberra hlutafélaga og einkahlutafélaga með fleiri en þrjá stjórnarmenn skuli hlutfall hvors kyns í stjórninni vera að minnsta kosti 40 prósent í lok árs 2013. Mjög misjafnar skoðanir hafa verið um lagasetningu á kynjakvóta en segja verður að ekki breyttist mikið þessi fjögur ár annað en að málefnið komst á dagskrá.Gamlar goðsagnir eiga ekki lengur við Kynjakvótinn virðist vera sá þrýstingur sem nauðsynlegur er til að koma þessari samfélagslegu breytingu á skrið. Nú stöndum við á tímamótum, nýju lögin hafa tekið gildi og nýir tímar eru fram undan. Ekki verður sagt að konur hafi neitt minni hæfileika og klárlega hafa þær ekki 70 prósent minni hæfileika en karlmenn í viðskiptum eins og tölfræðin hefur verið í stjórnun íslensks atvinnulífs. Ljóst er að þær hafa bæði menntun og reynslu til að bera. Gamlar goðsagnir um hæfileika eiga því ekki lengur við.Fjölmiðlar spegill samfélagsins Á þessum tímamótum hefur FKA ákveðið að leiða nýtt fjögurra ára verkefni sem snýr að ásýnd kvenna í fjölmiðlum. Staðan er 30/70 í ljósvakamiðlum samkvæmt tölum sem CreditInfo tók saman fyrir FKA. Þann 5. nóvember síðastliðinn hófst verkefnið formlega og mun það verða unnið í samstarfi við fjölmiðla, CreditInfo og háskólasamfélagið. Áhrif og ábyrgð fjölmiðla eru mikil og verða þeir að endurspegla lífið í landinu og samfélagið í heild. Til að svo verði þarf átak, áhuga og vilja til verka. FKA-konur hafa tekið kyndilinn og stíga nú fram sem leiðandi afl í þessum samfélagslegu breytingum.
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun