Barcelona náði aðeins jafntefli gegn Levante í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld. Barcelona situr eitt á toppi deildarinnar eftir leikinn en geta misst Atletico Madrid fram úr sér þegar þeir taka á móti Sevilla í kvöld.
Levante náði óvænt forskotinu eftir tíu mínútna leik þegar Loukas Vyntra skallaði hornspyrnu Andreas Ivanschitz í netið. Börsungar voru hinsvegar ekki lengi að svara á sama hátt, Gerard Pique skallaði þá hornspyrnu Xavi í netið.
Þrátt fyrir að hafa verið með boltann meirihluta leiksins gekk Börsungum illa að skapa sér færi. Messi fékk besta færi seinni hálfleiks þegar hann slapp einn gegn markmanni Levante en Keylor Navas í marki Levante sá við honum.
Leiknum lauk því með 1-1 jafntefli og misstu því af mikilvægum stigum í toppbaráttunni. Þetta var fyrsti leikur Barcelona gegn Levante af þremur næstu tíu dagana en liðin mætast í átta liða úrslitum spænska bikarsins.
Barcelona náði aðeins stigi gegn Levante
Kristinn Páll Teitsson skrifar

Mest lesið


Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við
Enski boltinn

„Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“
Körfubolti

Þórir ráðinn til HSÍ
Handbolti


Tímabilinu líklega lokið hjá Orra
Fótbolti



Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum
Enski boltinn
