Nýjasti atvinnumaður Íslands frá Eyjum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. janúar 2014 09:26 Elísa á æfingu með íslenska landsliðinu. Mikil hlaupageta er einn af hennar styrkleikum. Mynd/KSÍ Elísa Viðarsdóttir, varnarmaður úr Vestmannaeyjum, hefur samið við Kristianstad en liðið leikur í efstu deild sænsku knattspyrnunnar. Elísa staðfesti þetta við Vísi í gærkvöldi. Elísa, sem spilar ýmist sem hægri bakvörður eða miðvörður, rann um áramótin út á samningi við uppeldisfélag sitt ÍBV. Félagið sendi frá sér tilkynningu af því tilefni þar sem fram kom að Elísa yrði ekki áfram í röðum ÍBV. Elísa, sem verður 23 ára á árinu, hefur leikið alla leiki ÍBV í efstu deild síðan liðið vann sér sæti þar haustið 2010. Hún skoraði eitt mark í 18 leikjum liðsins í sumar þegar liðið hafnaði í 3. sæti deildarinnar. Eyjakonan hefur leikið átta sinnum með A-landsliði Íslands og sjö sinnum með 19 ára landsliðinu. Hún var í leikmannahópi Íslands á Evrópumótinu í Svíþjóð síðastliðið sumar. Elísa er enn einn Íslendingurinn sem gengur í raðir Kristianstad sem Elísabet Gunnarsdóttir þjálfar ásamt Birni Sigurbörnssyni. Sif Atladóttir stendur vaktina í vörninni og er fyrirliði liðsins. Þá er Guðný Björk Óðinsdóttir í röðum félagsins en hún var frá síðari hluta síðasta tímabils vegna krossbandsslita. Þá var Margrét Lára Viðarsdóttir með liðinu á síðustu leiktíð en hefur nú tekið sér frí frá knattspyrnu vegna barnseigna. Margrét Lára er eldri systir Elísu og stefnir ótrauð á endurkomu að loknum barnsburði. Elísa er enn einn atvinnumaður Íslands frá Vestmannaeyjum. Ásgeir Sigurvinsson var sá fyrsti til að fara utan er hann samdi við Standard Liege í Belgíu árið 1973. Síðan hafa fjölmargir farið utan og má þar nefna Hermann Hreiðarsson, Tryggva Guðmundsson auk Margrétar Láru. Krisstianstad hóf æfingar í síðustu viku eftir vetrarfrí. Fyrsti leikur liðsins í deildinni er gegn Tyresö þann 13. apríl. Fótbolti Íslenski boltinn Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fótbolti Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Carvalho rændi stigi af Chelsea Fótbolti Mark Sveindísar duggði skammt Fótbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Enski boltinn Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Fótbolti Fleiri fréttir „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Sjá meira
Elísa Viðarsdóttir, varnarmaður úr Vestmannaeyjum, hefur samið við Kristianstad en liðið leikur í efstu deild sænsku knattspyrnunnar. Elísa staðfesti þetta við Vísi í gærkvöldi. Elísa, sem spilar ýmist sem hægri bakvörður eða miðvörður, rann um áramótin út á samningi við uppeldisfélag sitt ÍBV. Félagið sendi frá sér tilkynningu af því tilefni þar sem fram kom að Elísa yrði ekki áfram í röðum ÍBV. Elísa, sem verður 23 ára á árinu, hefur leikið alla leiki ÍBV í efstu deild síðan liðið vann sér sæti þar haustið 2010. Hún skoraði eitt mark í 18 leikjum liðsins í sumar þegar liðið hafnaði í 3. sæti deildarinnar. Eyjakonan hefur leikið átta sinnum með A-landsliði Íslands og sjö sinnum með 19 ára landsliðinu. Hún var í leikmannahópi Íslands á Evrópumótinu í Svíþjóð síðastliðið sumar. Elísa er enn einn Íslendingurinn sem gengur í raðir Kristianstad sem Elísabet Gunnarsdóttir þjálfar ásamt Birni Sigurbörnssyni. Sif Atladóttir stendur vaktina í vörninni og er fyrirliði liðsins. Þá er Guðný Björk Óðinsdóttir í röðum félagsins en hún var frá síðari hluta síðasta tímabils vegna krossbandsslita. Þá var Margrét Lára Viðarsdóttir með liðinu á síðustu leiktíð en hefur nú tekið sér frí frá knattspyrnu vegna barnseigna. Margrét Lára er eldri systir Elísu og stefnir ótrauð á endurkomu að loknum barnsburði. Elísa er enn einn atvinnumaður Íslands frá Vestmannaeyjum. Ásgeir Sigurvinsson var sá fyrsti til að fara utan er hann samdi við Standard Liege í Belgíu árið 1973. Síðan hafa fjölmargir farið utan og má þar nefna Hermann Hreiðarsson, Tryggva Guðmundsson auk Margrétar Láru. Krisstianstad hóf æfingar í síðustu viku eftir vetrarfrí. Fyrsti leikur liðsins í deildinni er gegn Tyresö þann 13. apríl.
Fótbolti Íslenski boltinn Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fótbolti Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Carvalho rændi stigi af Chelsea Fótbolti Mark Sveindísar duggði skammt Fótbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Enski boltinn Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Fótbolti Fleiri fréttir „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Sjá meira