Sextán ára drengur fær hjarta Skarphéðins Kristján Hjálmarsson skrifar 29. janúar 2014 14:05 Skarphéðinn Andri Kristjánsson gaf það sem hann gat. Mynd/Úr einkasafni „Sex koma til með að lifa vegna gjafa Skarphéðins og þar á meðal 16 ára strákur sem fær hjartað hans,“ segir Steinunn Rósa Einarsdóttir. Sonur Steinunnar, Skarphéðinn Andri Kristjánsson, lést á gjörgæslu Landspítalans í gær en hann lenti í bílslysi við Fornahvamm í Norðurárdal þann 12. janúar síðastliðinn. Hann var átján ára. Skarphéðinn hafði sjálfur rætt um það við foreldra sína að ef eitthvað kæmi fyrir myndu aðrir fá að njóta líffæranna. „Þetta var hans ósk. Hann var alveg staðráðinn í því að vilja gefa líffærin úr sér,“ segir Steinunn. Og nú fá sex manns að njóta gjafa Skarphéðins. „Ég veit ekki hvað ég hefði gert ef hann hefði ekki verið búinn að ákveða þetta.“ Steinunn segir að um leið og fjölskyldan hafi vitað í hvað stefndi hafi hún látið lækna vita svo allt yrði tilbúið fyrir líffæraflutninginn. „Tvær manneskjur fá lungun, tvær nýrun, lifrin fer til einnar og svo fer hjartað til sextán ára drengs,“ segir Steinunn. „Okkur þykir sérstaklega vænt um það.“ Að sögn Steinunnar fær fjölskyldan ekki að öðru leyti að vita hverjir fái líffærin. Hún fái þó að vita aldur og kyn þeirra eftir nokkrar vikur. Þegar Steinunn og fjölskylda voru á leið upp á sjúkrahús komu þrír bílar í forgangsakstri á móti þeim. Bílarnir voru á leið út á flugvöll þar sem tvær flugvélar biðu eftir gjöfum Skarphéðins. Þær fóru svo til Oslóar og Stokkhólms. „Það mega bara fjórir tímar líða þar til hjartað er sett í á ný. Ef Reykjavíkurflugvöllur væri ekki þar sem hann er þá hefði verið mjög tæpt með hjartað. Það munaði aðeins hálftíma,“ segir Steinunn. „Þessar gjafir lýsa Skarphéðni vel - að gefa það sem hann gat.“ Mest lesið Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Fleiri fréttir Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Sjá meira
„Sex koma til með að lifa vegna gjafa Skarphéðins og þar á meðal 16 ára strákur sem fær hjartað hans,“ segir Steinunn Rósa Einarsdóttir. Sonur Steinunnar, Skarphéðinn Andri Kristjánsson, lést á gjörgæslu Landspítalans í gær en hann lenti í bílslysi við Fornahvamm í Norðurárdal þann 12. janúar síðastliðinn. Hann var átján ára. Skarphéðinn hafði sjálfur rætt um það við foreldra sína að ef eitthvað kæmi fyrir myndu aðrir fá að njóta líffæranna. „Þetta var hans ósk. Hann var alveg staðráðinn í því að vilja gefa líffærin úr sér,“ segir Steinunn. Og nú fá sex manns að njóta gjafa Skarphéðins. „Ég veit ekki hvað ég hefði gert ef hann hefði ekki verið búinn að ákveða þetta.“ Steinunn segir að um leið og fjölskyldan hafi vitað í hvað stefndi hafi hún látið lækna vita svo allt yrði tilbúið fyrir líffæraflutninginn. „Tvær manneskjur fá lungun, tvær nýrun, lifrin fer til einnar og svo fer hjartað til sextán ára drengs,“ segir Steinunn. „Okkur þykir sérstaklega vænt um það.“ Að sögn Steinunnar fær fjölskyldan ekki að öðru leyti að vita hverjir fái líffærin. Hún fái þó að vita aldur og kyn þeirra eftir nokkrar vikur. Þegar Steinunn og fjölskylda voru á leið upp á sjúkrahús komu þrír bílar í forgangsakstri á móti þeim. Bílarnir voru á leið út á flugvöll þar sem tvær flugvélar biðu eftir gjöfum Skarphéðins. Þær fóru svo til Oslóar og Stokkhólms. „Það mega bara fjórir tímar líða þar til hjartað er sett í á ný. Ef Reykjavíkurflugvöllur væri ekki þar sem hann er þá hefði verið mjög tæpt með hjartað. Það munaði aðeins hálftíma,“ segir Steinunn. „Þessar gjafir lýsa Skarphéðni vel - að gefa það sem hann gat.“
Mest lesið Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Fleiri fréttir Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Sjá meira