Karim Benzema skoraði eina markið í 1-0 sigri Real Madrid á Espanyol í fyrri viðureign liðanna í 8-liða úrslitum spænsku bikarkeppninnar.
Real Madrid var sterkari aðilinn frá byrjun Benzema skoraði mark liðsins á 25. mínútu. Liðin mætast svo að nýju í næstu viku og þá á heimavelli Madrídinga.
Ef Real Madrid kemst áfram í undanúrslit mætir liðið sigurvegaranum úr rimmu Atletico Madrid og Athletic Bilbao í undanúrslitum.
Barcelona mætir Levante í sinni rimmu í fjórðungsúrslitum en að síðustu eigast við Real Sociedad og Racing Santander.
Karim Benzema skoraði eina markið í 1-0 sigri Real Madrid á Espanyol í fyrri viðureign liðanna í 8-liða úrslitum spænsku bikarkeppninnar.

