Tapaði 800 milljónum á tapi Denver Broncos Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. febrúar 2014 23:00 Stuðningsmenn Denver Broncos höfðu litlu að fagna í nótt ef frá eru taldir þeir sem keyptu húsgögn hjá Gallery Future í Houston. Vísir/Getty Jim McIngvale, framkvæmdastjóri Gallery Furniture í Houston, hét viðskiptavinum sem versluðu hjá honum í aðdraganda Super Bowl að þeir fengju peninga sína aftur ef svo færi að Seattle Seahawks stæði uppi sem sigurvegari. Sú varð raunin og reyndar með fáheyrðum yfirburðum. Ekki er þannig að skilja að McIngvale hafi verið svo pottþéttur á sigri Denver Broncos heldur var einfaldlega peningi kastað upp til að ákvarða liðið. Þeir sem vörðu meira en 6000 dölum, jafnvirði um 700 þúsund íslenskra króna, í búðinni og fengu vöruna senda heim áður en leikur hæfist í gær myndu fá kostnaðinn endurgreiddan. Alþekkt er að verslanir bjóði upp á sérstök kaup í kringum stórviðburði. Hins vegar tryggja verslunareigendur sig yfirleitt fyrir stóru tapi líkt og í tilfelli McIngvale. Heildartap hans nam sjö milljónum dala eða um 800 milljónum íslenskra króna. McIngvale segir hins vegar að áhættufíkillinn í honum leyfi sér ekki að kaupa tryggingu. Hann viðurkennir að fjárhagslegt tap sitt auki gildi þeirra var sem hann bjóði til sölu. Umfjöllun fjölmiðla hjálpi búðinni einnig að auglýsa sig. „Við höfum þegar fengið send myndbönd af fólki hoppandi á húsgögnum okkar af gleði. Ég efast ekki um að upphæðirnar sem við töpuðum muni skila sér til okkar á ný,“ segir McIngvale við ESPN. NFL Mest lesið Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Enski boltinn Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Íslenski boltinn Uppgjör: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar björguðu sér á síðustu stundu Körfubolti Uppgjörið: Keflavík-Stjarnan 107-98 | Keflvíkingar eiga enn von Körfubolti „Að fá að gera þetta alla daga er draumur“ Handbolti „Ég er ánægður en á sama tíma er ég brjálaður“ Körfubolti Neymar snýr ekki aftur í brasilíska landsliðið Fótbolti Víkingskonur síðasta liðið í undanúrslitin Fótbolti Sara Björk og félagar hoppuðu upp í þriðja sætið Fótbolti Fleiri fréttir Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð „Að fá að gera þetta alla daga er draumur“ Uppgjör: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar björguðu sér á síðustu stundu Víkingskonur síðasta liðið í undanúrslitin „Ég er ánægður en á sama tíma er ég brjálaður“ „Vorum með bakið upp við vegg og urðum að vinna“ Neymar snýr ekki aftur í brasilíska landsliðið Uppgjörið: Keflavík-Stjarnan 107-98 | Keflvíkingar eiga enn von Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Sara Björk og félagar hoppuðu upp í þriðja sætið Liverpool liðin fengu stóru mánaðarverðlaunin í enska Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Blóðguð Glódís Perla fagnaði sigri á móti Sveindísi Donni: Ekki spilað með helmingnum af þessum strákum Kolbeinn mætir ósigruðum kappa Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ „Ballerínan“ Curry fyrstur í fjögur þúsund þrista Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Mourinho gerir grín að skáldhæfileikum eigin leikmanns og segir hann of þungan Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Síðasti séns Keflvíkinga: „Menn eiga að njóta“ Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út „Engin draumastaða“ Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Sjá meira
Jim McIngvale, framkvæmdastjóri Gallery Furniture í Houston, hét viðskiptavinum sem versluðu hjá honum í aðdraganda Super Bowl að þeir fengju peninga sína aftur ef svo færi að Seattle Seahawks stæði uppi sem sigurvegari. Sú varð raunin og reyndar með fáheyrðum yfirburðum. Ekki er þannig að skilja að McIngvale hafi verið svo pottþéttur á sigri Denver Broncos heldur var einfaldlega peningi kastað upp til að ákvarða liðið. Þeir sem vörðu meira en 6000 dölum, jafnvirði um 700 þúsund íslenskra króna, í búðinni og fengu vöruna senda heim áður en leikur hæfist í gær myndu fá kostnaðinn endurgreiddan. Alþekkt er að verslanir bjóði upp á sérstök kaup í kringum stórviðburði. Hins vegar tryggja verslunareigendur sig yfirleitt fyrir stóru tapi líkt og í tilfelli McIngvale. Heildartap hans nam sjö milljónum dala eða um 800 milljónum íslenskra króna. McIngvale segir hins vegar að áhættufíkillinn í honum leyfi sér ekki að kaupa tryggingu. Hann viðurkennir að fjárhagslegt tap sitt auki gildi þeirra var sem hann bjóði til sölu. Umfjöllun fjölmiðla hjálpi búðinni einnig að auglýsa sig. „Við höfum þegar fengið send myndbönd af fólki hoppandi á húsgögnum okkar af gleði. Ég efast ekki um að upphæðirnar sem við töpuðum muni skila sér til okkar á ný,“ segir McIngvale við ESPN.
NFL Mest lesið Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Enski boltinn Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Íslenski boltinn Uppgjör: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar björguðu sér á síðustu stundu Körfubolti Uppgjörið: Keflavík-Stjarnan 107-98 | Keflvíkingar eiga enn von Körfubolti „Að fá að gera þetta alla daga er draumur“ Handbolti „Ég er ánægður en á sama tíma er ég brjálaður“ Körfubolti Neymar snýr ekki aftur í brasilíska landsliðið Fótbolti Víkingskonur síðasta liðið í undanúrslitin Fótbolti Sara Björk og félagar hoppuðu upp í þriðja sætið Fótbolti Fleiri fréttir Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð „Að fá að gera þetta alla daga er draumur“ Uppgjör: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar björguðu sér á síðustu stundu Víkingskonur síðasta liðið í undanúrslitin „Ég er ánægður en á sama tíma er ég brjálaður“ „Vorum með bakið upp við vegg og urðum að vinna“ Neymar snýr ekki aftur í brasilíska landsliðið Uppgjörið: Keflavík-Stjarnan 107-98 | Keflvíkingar eiga enn von Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Sara Björk og félagar hoppuðu upp í þriðja sætið Liverpool liðin fengu stóru mánaðarverðlaunin í enska Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Blóðguð Glódís Perla fagnaði sigri á móti Sveindísi Donni: Ekki spilað með helmingnum af þessum strákum Kolbeinn mætir ósigruðum kappa Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ „Ballerínan“ Curry fyrstur í fjögur þúsund þrista Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Mourinho gerir grín að skáldhæfileikum eigin leikmanns og segir hann of þungan Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Síðasti séns Keflvíkinga: „Menn eiga að njóta“ Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út „Engin draumastaða“ Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Sjá meira