Slitastjórnin Ólafur Stephensen skrifar 25. febrúar 2014 08:43 Nú er algjörlega skýrt að tal stjórnarflokkanna beggja fyrir kosningar um að þjóðin fengi að taka ákvörðun í atkvæðagreiðslu um framhald aðildarviðræðnanna við Evrópusambandið var tómt fals, til þess ætlað að slá ryki í augu kjósenda. Báðir flokkar ályktuðu á landsfundi að hætti ætti viðræðum og ekki halda áfram nema eftir þjóðaratkvæðagreiðslu. Formenn beggja flokka gáfu hins vegar líka til kynna fyrir kosningar að sú atkvæðagreiðsla yrði á fyrrihluta kjörtímabilsins. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sagði þannig aðspurður í Fréttablaðinu 24. apríl í fyrra, þremur dögum fyrir kosningar, að atkvæðagreiðsla gæti jafnvel orðið snemma á kjörtímabilinu. Þetta var enn skýrara í tilviki Sjálfstæðisflokksins, þar sem í kosningabæklingum og -auglýsingum flokksins stóð: „Kjósendur ákveði í þjóðaratkvæðagreiðslu á kjörtímabilinu hvort aðildarviðræðum skuli haldið áfram.“ Bjarni Benediktsson, formaður flokksins, sagði: „Við viljum opna fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu og ég tel rétt að stefna að henni á fyrri hluta kjörtímabilsins.“ Þessi aðlögun á stefnu landsfundar var ekki tilviljun; Bjarni vissi að út á hana fengi hann atkvæði sjálfstæðisfólks, sem vildi ekki loka dyrunum að ESB-aðild. Hann lét því sem hann ætlaði að hafa á þeim rifu. Nú telur hann þjóðina ekki eiga að hafa neitt um málið segja. Það á að skella í lás. Umfjöllun Fréttablaðsins 24. apríl 2013 snerist um að sú staða gæti komið upp að Sjálfstæðis- og Framsóknarflokkur stýrðu lokaspretti viðræðna við ESB þvert á eigin stefnu, ef þjóðin samþykkti í atkvæðagreiðslu að ljúka viðræðunum. Á þessum tíma voru Sigmundur og Bjarni sammála um að það væri vissulega flókið, en hvorugur hélt því fram sem er nýja mantran; að það gangi bara alls ekki að flokkar sem eru andvígir ESB-aðild framkvæmdu þannig þjóðarviljann. Þvert á móti sagði Bjarni: „Við höfum haft það sem hluta af okkar stefnu að opna fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu til að útkljá þetta mál og við munum standa við það.“ Nú heitir það hjá honum að það væri „súrrealískt“ að ætlast til að ráðherrarnir tækju mark á því ef þjóðin vildi halda áfram viðræðum. Margir skildu stjórnarsáttmálann þannig í upphafi að þjóðaratkvæðagreiðsla yrði haldin. Þegar sáttmálinn var kynntur sagði forsætisráðherrann að það kæmi „að sjálfsögðu“ til atkvæðagreiðslu, en það þyrfti að ræða tímasetninguna. Í sáttmálanum stendur líka að úttekt á stöðu aðildarviðræðna verði „lögð fyrir Alþingi til umfjöllunar og kynnt fyrir þjóðinni“. Raunin er að umræðu um þá úttekt var ekki einu sinni lokið á Alþingi þegar stjórnin lagði fram tillöguna um að slíta aðildarviðræðum. Loforðið um að stjórnin kynni þjóðinni skýrsluna verður líka svikið, enda er sú kynning tilgangslaus úr þessu. Sumir stjórnarliðar bera nú fyrir sig að fyrri ríkisstjórn hafi ekki orðið við kröfum um þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort sækja ætti um aðild að ESB. Munurinn er sá að síðasta stjórn lofaði engum þjóðaratkvæði og sveik fyrir vikið ekkert loforð. Vinnubrögðin í þessu máli eru bæði óvönduð og óheiðarleg. Ríkistjórnin hefur ekki bara ákveðið að slíta aðildarviðræðunum, heldur slítur hún líka trúnað við kjósendur sem tóku mark á því sem sagt var fyrir kosningar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun Hvert fer kílómetragjaldið mitt? Jokka G Birnudóttir, #2459 Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson Skoðun Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er framtíðin og sóknarfærið er ungt fólk Sybil Gréta Kristinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Hvert fer kílómetragjaldið mitt? Jokka G Birnudóttir, #2459 skrifar Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eyðileggjandi umræða Guðný Pálsdóttir,Súsanna Margrét Gestsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið sigrar Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar Skoðun Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar Skoðun Aðalvandamálið við máltileinkun innflytjenda! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Lítil breyting sem getur skipt sköpum! Arnar Steinn Þórarinsson skrifar Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn styður Úkraínu Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kjarkur og kraftur til að breyta Áslaug Hulda Jónsdóttir,Eydís Arna Líndal skrifar Skoðun Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góður fyrsti aldarfjórðungur Jón Guðni Ómarsson skrifar Skoðun Af hverju stríð? Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Stækkum Sjálfstæðisflokkinn Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Karlveldið hefur enn ansi mörg andlit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stjórnarskráin Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun „Þetta er atriðið þar sem þið takið til fótanna…” Marta Wieczorek skrifar Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar Sjá meira
Nú er algjörlega skýrt að tal stjórnarflokkanna beggja fyrir kosningar um að þjóðin fengi að taka ákvörðun í atkvæðagreiðslu um framhald aðildarviðræðnanna við Evrópusambandið var tómt fals, til þess ætlað að slá ryki í augu kjósenda. Báðir flokkar ályktuðu á landsfundi að hætti ætti viðræðum og ekki halda áfram nema eftir þjóðaratkvæðagreiðslu. Formenn beggja flokka gáfu hins vegar líka til kynna fyrir kosningar að sú atkvæðagreiðsla yrði á fyrrihluta kjörtímabilsins. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sagði þannig aðspurður í Fréttablaðinu 24. apríl í fyrra, þremur dögum fyrir kosningar, að atkvæðagreiðsla gæti jafnvel orðið snemma á kjörtímabilinu. Þetta var enn skýrara í tilviki Sjálfstæðisflokksins, þar sem í kosningabæklingum og -auglýsingum flokksins stóð: „Kjósendur ákveði í þjóðaratkvæðagreiðslu á kjörtímabilinu hvort aðildarviðræðum skuli haldið áfram.“ Bjarni Benediktsson, formaður flokksins, sagði: „Við viljum opna fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu og ég tel rétt að stefna að henni á fyrri hluta kjörtímabilsins.“ Þessi aðlögun á stefnu landsfundar var ekki tilviljun; Bjarni vissi að út á hana fengi hann atkvæði sjálfstæðisfólks, sem vildi ekki loka dyrunum að ESB-aðild. Hann lét því sem hann ætlaði að hafa á þeim rifu. Nú telur hann þjóðina ekki eiga að hafa neitt um málið segja. Það á að skella í lás. Umfjöllun Fréttablaðsins 24. apríl 2013 snerist um að sú staða gæti komið upp að Sjálfstæðis- og Framsóknarflokkur stýrðu lokaspretti viðræðna við ESB þvert á eigin stefnu, ef þjóðin samþykkti í atkvæðagreiðslu að ljúka viðræðunum. Á þessum tíma voru Sigmundur og Bjarni sammála um að það væri vissulega flókið, en hvorugur hélt því fram sem er nýja mantran; að það gangi bara alls ekki að flokkar sem eru andvígir ESB-aðild framkvæmdu þannig þjóðarviljann. Þvert á móti sagði Bjarni: „Við höfum haft það sem hluta af okkar stefnu að opna fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu til að útkljá þetta mál og við munum standa við það.“ Nú heitir það hjá honum að það væri „súrrealískt“ að ætlast til að ráðherrarnir tækju mark á því ef þjóðin vildi halda áfram viðræðum. Margir skildu stjórnarsáttmálann þannig í upphafi að þjóðaratkvæðagreiðsla yrði haldin. Þegar sáttmálinn var kynntur sagði forsætisráðherrann að það kæmi „að sjálfsögðu“ til atkvæðagreiðslu, en það þyrfti að ræða tímasetninguna. Í sáttmálanum stendur líka að úttekt á stöðu aðildarviðræðna verði „lögð fyrir Alþingi til umfjöllunar og kynnt fyrir þjóðinni“. Raunin er að umræðu um þá úttekt var ekki einu sinni lokið á Alþingi þegar stjórnin lagði fram tillöguna um að slíta aðildarviðræðum. Loforðið um að stjórnin kynni þjóðinni skýrsluna verður líka svikið, enda er sú kynning tilgangslaus úr þessu. Sumir stjórnarliðar bera nú fyrir sig að fyrri ríkisstjórn hafi ekki orðið við kröfum um þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort sækja ætti um aðild að ESB. Munurinn er sá að síðasta stjórn lofaði engum þjóðaratkvæði og sveik fyrir vikið ekkert loforð. Vinnubrögðin í þessu máli eru bæði óvönduð og óheiðarleg. Ríkistjórnin hefur ekki bara ákveðið að slíta aðildarviðræðunum, heldur slítur hún líka trúnað við kjósendur sem tóku mark á því sem sagt var fyrir kosningar.
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir Skoðun
Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar
Skoðun Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar
Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar
Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir Skoðun
Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun