Osasuna kom öllum að óvörum í óvæntum 3-0 sigri á Atletico Madrid í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld.
Atletico þurfti á sigri að halda til að halda í við nágrannana í Real Madrid eftir sigur þeirra gegn Elche í gær. Liðin mætast á heimavelli Atletico um næstu helgi.
Osasuna náði forskotinu þegar Alvaro Carmona skoraði fyrsta mark leiksins á sjöttu mínútu. Emiliano Armenteros bætti við öðru marki Osasuna um miðbik hálfleiksins áður en Roberto Torres gekk endanlega frá Madrídarmönnum rétt fyrir lok fyrri hálfleiks.
Þrátt fyrir að spila mun betur í seinni hálfleik gekk Atletico illa að skapa sér færi og gerðist það ekki fyrr en á lokamínútum leiksins sem þeir fengu almennilegt færi en Diego Costa skaut hátt yfir markið úr þröngu færi.
Leiknum lauk því með 3-0 sigri Osasuna sem fullkomnaði helgi leikmanna Real Madrid. Cristiano Ronaldo og félagar í Real Madrid eru á toppi spænsku úrvalsdeildarinnar eftir tap Barcelona í gær gegn Real Sociedad og tap Atletico í kvöld.
Atletico tapaði gegn Osasuna | Fullkomin helgi fyrir Real Madrid
Kristinn Páll Teitsson skrifar

Mest lesið

Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan?
Íslenski boltinn

„Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“
Íslenski boltinn

Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn
Íslenski boltinn


Trafford segist hundrað sinnum betri í dag
Enski boltinn

Njarðvík á toppinn
Íslenski boltinn

Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur
Íslenski boltinn


