Leikarinn Ingvar E. Sigurðsson hlaut tvenn verðlaun á Eddunni í kvöld, annars fyrir besta aukaleikara og hins vegar fyrir besta aðalleikara.
Ingvar komst ekki til að taka við verðlaununum þar sem hann er að leika í Hollywood-stórmynd Baltasars Kormáks, Everest.
Leikstjórinn Friðrik Þór Friðriksson tók við seinni verðlaununum fyrir hans hönd þó að hann væri með flensu.
