Uppskeruhátíð íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar, Eddan, verður haldin hátíðleg á morgun laugardag í Silfurbergi í Hörpu.
Bein útsending verður á Stöð 2, bæði af rauða dreglinum fyrir framan Silfurbergið og frá verðlaunahátíðinni sjálfri og verður útsendingin send út í opinni dagskrá.
Fimm eru tilnefndir til Eddunnar sem sjónvarpsmenn ársins, Lóa Pind Aldísardóttir, Sölvi Tryggvason, Brynja Þorgeirsdóttir, Bragi Valdimar Skúlason og Bogi Ágústsson.
Hver er uppáhalds sjónvarpsstjarnan þín?
Ellý Ármanns skrifar