Gylfi Þór: Seinni hálfleikurinn ekki nógu góður Tómas Þór Þórðarson skrifar 5. mars 2014 23:21 Gylfi Þór með boltann í Cardiff í kvöld. Vísir/EPA „Þetta var bara svona la-la,“ sagði Gylfi Þór Sigurðsson, miðjumaður íslenska landsliðsins í fótbolta, við Vísi um frammistöðu Íslands eftir 3-1 tapið gegn Wales í kvöld.Eins og landsliðsþjálfarinn var hann ánægður með fyrri hálfleikinn en ekki jafnkátur með þann síðari þar sem Wales skoraði tvö mörk og tryggði sér sigurinn. „Það gekk allt mikið mun betur í fyrri hálfleik. Í seinni hálfleik voru menn alltof djúpir og við áttum erfitt með að spila boltanum,“ sagði Gylfi Þór. „Við pressuðum þá aðeins framar í fyrri hálfleik og vorum að vinna boltann á þeirra vallarhelmingi. Við sóttum meira og spiluðum boltanum betur á milli okkar.“ „Það var allt annað í gangí í seinni hálfleik. Þetta var náttúrlega æfingaleikur þannig við gerðum breytingar til að rúlla á liðinu og leyfa mönnum að spila.“ „Persónulega fannst mér þetta ganga betur í fyrri hálfleik þegar ég og Aron vorum á miðjunni. Við náum vel saman. Þá vorum við að spila boltanum betur og sækja meira,“ sagði Gylfi Þór.Gareth Bale fór á kostum í leiknum í kvöld en hann skoraði eitt mark og lagði upp tvö. Hann var í raun munurinn á liðunum tveimur. „Hann gerði gæfumuninn. Án hans væru þeir ekki nærri því jafnsterkir og þeir eru núna. Hann er svo fljótur að það er erfitt að verjast honum ef hann fer af stað,“ sagði Gylfi sem var ekkert sérstaklega kátur með úrslitin í leiknum. „Auðvitað eru ekki úrslitin ekki góð en þau skipta ekki mestu máli. Seinni hálfleikurinn var bara ekki nógu góður hjá okkur. Þjálfararnir voru auðvitað að skoða ýmislegt eins og Theódor í hægri bakverðinum og svo gerðum við breytingar í hálfleik. Þetta er gott tækifæri fyrir þjálfarana til að prófa sig áfram,“ sagði Gylfi Þór Sigurðsson. Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Byrjunarliðið gegn Wales - Elmar í bakverðinum Kolbeinn Sigþórsson og Alfreð Finnbogason byrja saman frammi í vináttuleiknumg gegn Wales í Cardiff. 5. mars 2014 18:19 Heimir: Maður verður vanmáttugur að horfa á svona mann Heimir Hallgrímsson var ánægður með margt í leik Íslands í kvöld þrátt fyrir tap gegn Wales ytra. 5. mars 2014 22:47 Strákarnir okkar fengu bestu sætin á Bale-sýninguna Gareth Bale var munurinn á Wales og Íslandi í 3-1 sigri heimamanna í vináttulandsleik í Cardiff í kvöld. 5. mars 2014 12:24 Mest lesið Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Leik lokið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Íslenski boltinn „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Körfubolti Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Íslenski boltinn Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Handbolti Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Sport „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn Scheffler tók forystuna fyrir lokadaginn Golf Fleiri fréttir Leik lokið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Ísak kórónaði frábært tímabil með marki í lokaumferðinni Gummi Tóta skoraði fyrir armensku meistarana Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Í beinni: Arsenal - Newcastle | Newcastle getur komist upp fyrir Arsenal Íslendingaliðið stríddi PSV en stóð ekki í vegi fyrir sögulegu klúðri Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Magnaður sigur í síðasta leik tímabilsins hjá Hildi og Ásdísi Di María á förum frá Benfica Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Átti Henderson að fá rautt spjald? Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Stórsigur Stólanna í Víkinni Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Sjálfum okkur verstar” Glæsimark frá Úlfu tryggði Stjörnunni stigin þrjú Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Dortmund náði sætinu á síðustu stundu Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni „Verður stærsti dagur ævi minnar“ „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sjá meira
„Þetta var bara svona la-la,“ sagði Gylfi Þór Sigurðsson, miðjumaður íslenska landsliðsins í fótbolta, við Vísi um frammistöðu Íslands eftir 3-1 tapið gegn Wales í kvöld.Eins og landsliðsþjálfarinn var hann ánægður með fyrri hálfleikinn en ekki jafnkátur með þann síðari þar sem Wales skoraði tvö mörk og tryggði sér sigurinn. „Það gekk allt mikið mun betur í fyrri hálfleik. Í seinni hálfleik voru menn alltof djúpir og við áttum erfitt með að spila boltanum,“ sagði Gylfi Þór. „Við pressuðum þá aðeins framar í fyrri hálfleik og vorum að vinna boltann á þeirra vallarhelmingi. Við sóttum meira og spiluðum boltanum betur á milli okkar.“ „Það var allt annað í gangí í seinni hálfleik. Þetta var náttúrlega æfingaleikur þannig við gerðum breytingar til að rúlla á liðinu og leyfa mönnum að spila.“ „Persónulega fannst mér þetta ganga betur í fyrri hálfleik þegar ég og Aron vorum á miðjunni. Við náum vel saman. Þá vorum við að spila boltanum betur og sækja meira,“ sagði Gylfi Þór.Gareth Bale fór á kostum í leiknum í kvöld en hann skoraði eitt mark og lagði upp tvö. Hann var í raun munurinn á liðunum tveimur. „Hann gerði gæfumuninn. Án hans væru þeir ekki nærri því jafnsterkir og þeir eru núna. Hann er svo fljótur að það er erfitt að verjast honum ef hann fer af stað,“ sagði Gylfi sem var ekkert sérstaklega kátur með úrslitin í leiknum. „Auðvitað eru ekki úrslitin ekki góð en þau skipta ekki mestu máli. Seinni hálfleikurinn var bara ekki nógu góður hjá okkur. Þjálfararnir voru auðvitað að skoða ýmislegt eins og Theódor í hægri bakverðinum og svo gerðum við breytingar í hálfleik. Þetta er gott tækifæri fyrir þjálfarana til að prófa sig áfram,“ sagði Gylfi Þór Sigurðsson.
Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Byrjunarliðið gegn Wales - Elmar í bakverðinum Kolbeinn Sigþórsson og Alfreð Finnbogason byrja saman frammi í vináttuleiknumg gegn Wales í Cardiff. 5. mars 2014 18:19 Heimir: Maður verður vanmáttugur að horfa á svona mann Heimir Hallgrímsson var ánægður með margt í leik Íslands í kvöld þrátt fyrir tap gegn Wales ytra. 5. mars 2014 22:47 Strákarnir okkar fengu bestu sætin á Bale-sýninguna Gareth Bale var munurinn á Wales og Íslandi í 3-1 sigri heimamanna í vináttulandsleik í Cardiff í kvöld. 5. mars 2014 12:24 Mest lesið Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Leik lokið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Íslenski boltinn „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Körfubolti Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Íslenski boltinn Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Handbolti Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Sport „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn Scheffler tók forystuna fyrir lokadaginn Golf Fleiri fréttir Leik lokið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Ísak kórónaði frábært tímabil með marki í lokaumferðinni Gummi Tóta skoraði fyrir armensku meistarana Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Í beinni: Arsenal - Newcastle | Newcastle getur komist upp fyrir Arsenal Íslendingaliðið stríddi PSV en stóð ekki í vegi fyrir sögulegu klúðri Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Magnaður sigur í síðasta leik tímabilsins hjá Hildi og Ásdísi Di María á förum frá Benfica Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Átti Henderson að fá rautt spjald? Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Stórsigur Stólanna í Víkinni Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Sjálfum okkur verstar” Glæsimark frá Úlfu tryggði Stjörnunni stigin þrjú Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Dortmund náði sætinu á síðustu stundu Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni „Verður stærsti dagur ævi minnar“ „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sjá meira
Byrjunarliðið gegn Wales - Elmar í bakverðinum Kolbeinn Sigþórsson og Alfreð Finnbogason byrja saman frammi í vináttuleiknumg gegn Wales í Cardiff. 5. mars 2014 18:19
Heimir: Maður verður vanmáttugur að horfa á svona mann Heimir Hallgrímsson var ánægður með margt í leik Íslands í kvöld þrátt fyrir tap gegn Wales ytra. 5. mars 2014 22:47
Strákarnir okkar fengu bestu sætin á Bale-sýninguna Gareth Bale var munurinn á Wales og Íslandi í 3-1 sigri heimamanna í vináttulandsleik í Cardiff í kvöld. 5. mars 2014 12:24