Heimir: Maður verður vanmáttugur að horfa á svona mann Tómas Þór Þórðarson skrifar 5. mars 2014 22:47 Theodór Elmar byrjaði í hægri bakverðinum gegn Wales. Vísir/EPA „Ég er sár yfir því að tapa en það var margt jákvætt sem taka má með úr leiknum,“ sagði Heimir Hallgrímsson, annar landsliðsþjálfari Íslands í fótbolta, við Vísi eftir 3-1 tapið gegn Wales á Cardiff-vellinum í kvöld. Staðan var 1-1 í hálfleik en heimamenn skoruðu tvö í þeim síðari og tryggðu sér sigurinn. Ísland spilaði vel í fyrri hálfleik en spilamennskan dalaði í þeim síðari. Gareth Bale var allt í öllu hjá heimamönnum og skoraði eitt mark og gaf tvær stoðsendingar. „Fyrri hálfleikurinn fannst mér góður. Sóknarleikurinn var góður og við létum boltann ganga vel á milli manna. Í vörninni lokuðum við vel á Walesverjana og létum þá sparka langt. Ég var bara mjög ánægður með fyrri hálfleikinn,“ sagði Heimir sem var eðlilega ekki jafnkátur með seinni hálfleikinn. „Það er spurning hvað gerist í seinni hálfleik. Menn fóru að þreytast auk þess sem við skiptum mönnum inn á og þá riðlaðist leikurinn aðeins. Ég held það séu svona tvær helstu ástæðurnar. Við virtumst þreytast svolítið á þessari pressu. Svo er það náttúrlega Gareth Bale sem var auðvitað frábær og munurinn á liðunum í kvöld.“ „Það var erfitt að stoppa hann því við lögðum ekkert upp með neinar sérstakar varúðarráðstafanir gegn honum. Við vildum bara spila okkar leik. Það er aðaðlatriðið að þróa okkar leik þannig við vorum ekkert að reyna stöðva hann sérstaklega. Ara Frey var stundum vorkunn að reyna stöðva hann þarna en Ari stóð sig vel í þessum leik. Maður sá samt í kvöld ástæðurnar fyrir því að hann er dýrasti knattspyrnumaður í heimi,“ sagði Heimir.Emil Hallfreðsson reynir skot að marki í kvöld.Vísir/EPAGaman að sjá hvernig Wales spilar upp á Bale En hvernig er það hreinlega að horfa upp á svona leikmann frá hliðarlínunni bjóða upp á aðra eins frammistöðu og hvað þá reyna stöðva hann? „Maður verður bara vanmáttugur að horfa á svona mann. Það er bara frábært þegar svona góðir leikmenn eru til. Það var líka gaman að sjá hvernig velska liðið spilar taktískt upp á hann. Oftast þegar svona menn fá boltann koma samherjar og hjálpa en Walesverjarnir fara bara frá honum þegar Bale fær boltann og gefa honum svæði,“ sagði Heimir. Heimir var í heildina ánægður með hvernig íslenska liðið spilaði hvað varðar hvernig leikurinn var lagður upp þó úrslitin séu ekki skemmtileg. „Við fengum það út úr þessu sem við vildum og erum ánægðir með það. Það var gaman að sjá Theodór Elmar í fyrsta skipti í bakverðinum. Hann kom vel út. Það var líka gaman að sjá Sölva Geir. Hann leit einnig vel út og er greinilega í góðu standi. Það voru margir jákvæðir punktar og eins fannst mér Aron og Gylfi koma vel út þrátt fyrir að hafa ekki spilað mikið undanfarið,“ sagði Heimir. „Í fyrri hálfleik náðum við að halda frumkvæðinu og láta þá sparka langt. Við gátum haldið okkur framarlega en í það fór gríðarleg orka hjá Alfreð og Kolbeini þannig eðlilega tók að draga af mönnum seinni hluta leiksins. Þetta var samt góð æfing fyrir okkur því við gerðum það vel sem við vildum fá út úr leiknum. En það er auðvitað ekki hægt að spila svona í 90 mínútur,“ sagði Heimir Hallgrímsson. Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Byrjunarliðið gegn Wales - Elmar í bakverðinum Kolbeinn Sigþórsson og Alfreð Finnbogason byrja saman frammi í vináttuleiknumg gegn Wales í Cardiff. 5. mars 2014 18:19 Strákarnir okkar fengu bestu sætin á Bale-sýninguna Gareth Bale var munurinn á Wales og Íslandi í 3-1 sigri heimamanna í vináttulandsleik í Cardiff í kvöld. 5. mars 2014 12:24 Mest lesið Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Handbolti Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Handbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Cecelía Rán hélt hreinu í góðum sigri Fótbolti Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Fleiri fréttir Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Scott McTominay sér ekki eftir neinu Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Sjá meira
„Ég er sár yfir því að tapa en það var margt jákvætt sem taka má með úr leiknum,“ sagði Heimir Hallgrímsson, annar landsliðsþjálfari Íslands í fótbolta, við Vísi eftir 3-1 tapið gegn Wales á Cardiff-vellinum í kvöld. Staðan var 1-1 í hálfleik en heimamenn skoruðu tvö í þeim síðari og tryggðu sér sigurinn. Ísland spilaði vel í fyrri hálfleik en spilamennskan dalaði í þeim síðari. Gareth Bale var allt í öllu hjá heimamönnum og skoraði eitt mark og gaf tvær stoðsendingar. „Fyrri hálfleikurinn fannst mér góður. Sóknarleikurinn var góður og við létum boltann ganga vel á milli manna. Í vörninni lokuðum við vel á Walesverjana og létum þá sparka langt. Ég var bara mjög ánægður með fyrri hálfleikinn,“ sagði Heimir sem var eðlilega ekki jafnkátur með seinni hálfleikinn. „Það er spurning hvað gerist í seinni hálfleik. Menn fóru að þreytast auk þess sem við skiptum mönnum inn á og þá riðlaðist leikurinn aðeins. Ég held það séu svona tvær helstu ástæðurnar. Við virtumst þreytast svolítið á þessari pressu. Svo er það náttúrlega Gareth Bale sem var auðvitað frábær og munurinn á liðunum í kvöld.“ „Það var erfitt að stoppa hann því við lögðum ekkert upp með neinar sérstakar varúðarráðstafanir gegn honum. Við vildum bara spila okkar leik. Það er aðaðlatriðið að þróa okkar leik þannig við vorum ekkert að reyna stöðva hann sérstaklega. Ara Frey var stundum vorkunn að reyna stöðva hann þarna en Ari stóð sig vel í þessum leik. Maður sá samt í kvöld ástæðurnar fyrir því að hann er dýrasti knattspyrnumaður í heimi,“ sagði Heimir.Emil Hallfreðsson reynir skot að marki í kvöld.Vísir/EPAGaman að sjá hvernig Wales spilar upp á Bale En hvernig er það hreinlega að horfa upp á svona leikmann frá hliðarlínunni bjóða upp á aðra eins frammistöðu og hvað þá reyna stöðva hann? „Maður verður bara vanmáttugur að horfa á svona mann. Það er bara frábært þegar svona góðir leikmenn eru til. Það var líka gaman að sjá hvernig velska liðið spilar taktískt upp á hann. Oftast þegar svona menn fá boltann koma samherjar og hjálpa en Walesverjarnir fara bara frá honum þegar Bale fær boltann og gefa honum svæði,“ sagði Heimir. Heimir var í heildina ánægður með hvernig íslenska liðið spilaði hvað varðar hvernig leikurinn var lagður upp þó úrslitin séu ekki skemmtileg. „Við fengum það út úr þessu sem við vildum og erum ánægðir með það. Það var gaman að sjá Theodór Elmar í fyrsta skipti í bakverðinum. Hann kom vel út. Það var líka gaman að sjá Sölva Geir. Hann leit einnig vel út og er greinilega í góðu standi. Það voru margir jákvæðir punktar og eins fannst mér Aron og Gylfi koma vel út þrátt fyrir að hafa ekki spilað mikið undanfarið,“ sagði Heimir. „Í fyrri hálfleik náðum við að halda frumkvæðinu og láta þá sparka langt. Við gátum haldið okkur framarlega en í það fór gríðarleg orka hjá Alfreð og Kolbeini þannig eðlilega tók að draga af mönnum seinni hluta leiksins. Þetta var samt góð æfing fyrir okkur því við gerðum það vel sem við vildum fá út úr leiknum. En það er auðvitað ekki hægt að spila svona í 90 mínútur,“ sagði Heimir Hallgrímsson.
Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Byrjunarliðið gegn Wales - Elmar í bakverðinum Kolbeinn Sigþórsson og Alfreð Finnbogason byrja saman frammi í vináttuleiknumg gegn Wales í Cardiff. 5. mars 2014 18:19 Strákarnir okkar fengu bestu sætin á Bale-sýninguna Gareth Bale var munurinn á Wales og Íslandi í 3-1 sigri heimamanna í vináttulandsleik í Cardiff í kvöld. 5. mars 2014 12:24 Mest lesið Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Handbolti Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Handbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Cecelía Rán hélt hreinu í góðum sigri Fótbolti Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Fleiri fréttir Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Scott McTominay sér ekki eftir neinu Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Sjá meira
Byrjunarliðið gegn Wales - Elmar í bakverðinum Kolbeinn Sigþórsson og Alfreð Finnbogason byrja saman frammi í vináttuleiknumg gegn Wales í Cardiff. 5. mars 2014 18:19
Strákarnir okkar fengu bestu sætin á Bale-sýninguna Gareth Bale var munurinn á Wales og Íslandi í 3-1 sigri heimamanna í vináttulandsleik í Cardiff í kvöld. 5. mars 2014 12:24