Ásgerður Stefanía Baldursdóttir, fyrirliði Íslandsmeistara Stjörnunnar, og Soffía Arnþrúður Gunnarsdóttir, fyrrum leikmaður Stjörnuliðsins eru báðar í byrjunarliði Íslands sem mætir Þýskalandi í dag í fyrsta leik sínum á Algarve-mótinu.
Ásgerður mun þarna spila sinn fyrsta landsleik en Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska liðsins, kallaði hana fyrst inn í hópinn síðasta haust og núna fær hún sitt fyrsta tækifæri til að spila. Ásgerður spilar á miðjunni ásamt fastamönnunum Söru Björk Gunnarsdóttur og Dagnýju Brynjarsdóttur.
Soffía Arnþrúður Gunnarsdóttir hefur verið lengur í hópnum og var meðal annars í EM-hópnum síðasta sumar. Soffía sem gekk til liðs við sænska liðið Jitex, hefur ekki fengið leik fyrr en nú. Soffía spilar í stöðu vinstri bakvarðar.
Guðbjörg Gunnarsdóttir er í markinu og Harpa Þorsteinsdóttir tekur stöðu Margrétar Láru Viðarsdóttur í fremst víglínu. Alls eru fimm leikmenn í byrjunarliðinu sem urðu Íslandsmeistarar með Stjörnunni síðasta sumar.
Byrjunarlið Íslands gegn Þýskalandi:
Markmaður: Guðbjörg Gunnarsdóttir.
Vörn: Elísa Viðarsdóttir - Glódís Perla Viggósdóttir - Anna Björk Kristjánsdóttir - Soffía Arnþrúður Gunnarsdóttir.
Miðja: Ásgerður S. Baldursdóttir - Sara Björk Gunnarsdóttir - Dagný Brynjarsdóttir.
Kantmenn: Rakel Hönnudóttir - Hallbera G. Gísladóttir.
Framherji: Harpa Þorsteinsdóttir.
Ásgerður og Soffía byrja báðar inná í sínum fyrsta landsleik
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið





Arnar Grétarsson tekinn við Fylki
Fótbolti

Bradley Beal til Clippers
Körfubolti

Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu
Fótbolti


Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana
Körfubolti
