Hafþór hálfri sekúndu frá gullinu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. mars 2014 23:58 Vísir/Getty Hafþór Júlíus Björnsson hafnaði í öðru sæti í keppninni um Sterkasta mann heims sem lauk í Los Angeles í kvöld. Íslenska tröllið var grátlega nálægt gullinu. Hafþór var í öðru sæti fyrir síðustu greinina, Atlas-steinana, þar sem keppendur lyftu stórum og þungum steinum upp á tunnur. Hafþór lauk greininni á 19,46 sekúndum, sem var langbesti tíminn, og aðeins Žydrūnas Savickas, sem hafði 1,5 stiga forskot á Hafþór, átti eftir að ljúka greininni. Ljóst var að næði Litháinn ekki næstbesta tímanum yrði titillinn Hafþórs. Bandaríkjamaðurinn Brian Shaw, sem átti titil að verja, átti næstbesta tímann, 23,94 sekúndur, sem var tíminn sem Savickas þurfti að bæta til að tryggja sér gullið. Litháinn lauk greininni á 23,53 sekúndum, tryggði sér annað sætið í greininni og um leið titilinn Sterkasti maður heims í fjórða skiptið. Hefði hann verið 0,42 sekúndum lengur væri Hafþór Júlíus sá sterkasti. Savickas lauk keppninnimeð 64 stig en Hafþór Júlíus 63,5 stig. Shaw varð þriðji með 61 stig. Þessir þrír voru í sérflokki. Hafþór hefur endað í þriðja sæti í keppninni um sterkasta mann heims undanfarin tvö ár en hann er 25 ára gamall. Hann fór ekki leynt með að markmið sitt fyrir keppnina í ár væri titillinn. Hafþór var með þriggja stiga forskot eftir fyrri daginn í gær og vann þá 2 af 3 greinum og lenti í öðru sæti í þeirri þriðju. Hann bætti við þá forystu með því að ná öðru sæti í fyrstu grein dagsins sem var trukkadráttur. Hafþór varð hinsvegar aðeins í sjöunda sæti í hnébeygjunni, fékk 6,5 stigum minna en Litháinn sem vann greinina og náði 1,5 stigs forskoti á Hafþór. Sterkasti maður í heimi Tengdar fréttir Hafþór setti heimsmet á fyrsta degi og er efstur | Myndband Hafþór Júlíus Björnsson er í flottum málum eftir fyrsta dag í keppninni um Sterkasti maður heims sem fer fram um helgina í Los Angeles borg í Bandaríkjunum. 29. mars 2014 13:37 Hafþór í öðru sæti fyrir lokagreinina - mikil spenna Hafþóri Júlíusi Björnssyni gekk ekki nógu vel í hnébeygjunni og er ekki lengur í forystu þegar ein grein er eftir í keppninni Sterkasta mann heims í Los Angeles. Hafþór er einu og hálfu stigi á eftir Litháanum Zydrūnas Savickas. 29. mars 2014 21:33 Mest lesið Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Íslenski boltinn Vill að Arsenal neiti að standa í heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Sex rallýgoðsagnir teknar inn í nýjustu frægðarhöllina á Íslandi Sport Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Íslenski boltinn Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Syni Tigers mistókst að tryggja sér sæti á Opna bandaríska Golf Fleiri fréttir „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Vill að Arsenal neiti að standa í heiðursvörð fyrir Liverpool Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Dagskráin: Fer Íslandsmeistarbikarinn á loft í Njarðvík? Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Sex rallýgoðsagnir teknar inn í nýjustu frægðarhöllina á Íslandi Fjögur lið á toppnum með fjögur stig „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Íslensku stelpurnar flugu inn í úrslitin Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Syni Tigers mistókst að tryggja sér sæti á Opna bandaríska Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Fleiri sæti í boði fyrir stelpurnar okkar á HM 2031 Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Tæplega fimmtugur Manny Pacquiao ætlar að snúa aftur í hringinn Fékk sleggju í höfuðið og var ljónheppinn að lifa af Salah valinn bestur af blaðamönnum „Er ekki alltaf markmiðið að bæta sig? Annars væri maður ekki að þessu“ Hlakkar til að mæta „fótboltapabba“ sínum í úrslitaleiknum Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Geta unnið glænýjan bíl í Öskjuhlíðinni Sjá meira
Hafþór Júlíus Björnsson hafnaði í öðru sæti í keppninni um Sterkasta mann heims sem lauk í Los Angeles í kvöld. Íslenska tröllið var grátlega nálægt gullinu. Hafþór var í öðru sæti fyrir síðustu greinina, Atlas-steinana, þar sem keppendur lyftu stórum og þungum steinum upp á tunnur. Hafþór lauk greininni á 19,46 sekúndum, sem var langbesti tíminn, og aðeins Žydrūnas Savickas, sem hafði 1,5 stiga forskot á Hafþór, átti eftir að ljúka greininni. Ljóst var að næði Litháinn ekki næstbesta tímanum yrði titillinn Hafþórs. Bandaríkjamaðurinn Brian Shaw, sem átti titil að verja, átti næstbesta tímann, 23,94 sekúndur, sem var tíminn sem Savickas þurfti að bæta til að tryggja sér gullið. Litháinn lauk greininni á 23,53 sekúndum, tryggði sér annað sætið í greininni og um leið titilinn Sterkasti maður heims í fjórða skiptið. Hefði hann verið 0,42 sekúndum lengur væri Hafþór Júlíus sá sterkasti. Savickas lauk keppninnimeð 64 stig en Hafþór Júlíus 63,5 stig. Shaw varð þriðji með 61 stig. Þessir þrír voru í sérflokki. Hafþór hefur endað í þriðja sæti í keppninni um sterkasta mann heims undanfarin tvö ár en hann er 25 ára gamall. Hann fór ekki leynt með að markmið sitt fyrir keppnina í ár væri titillinn. Hafþór var með þriggja stiga forskot eftir fyrri daginn í gær og vann þá 2 af 3 greinum og lenti í öðru sæti í þeirri þriðju. Hann bætti við þá forystu með því að ná öðru sæti í fyrstu grein dagsins sem var trukkadráttur. Hafþór varð hinsvegar aðeins í sjöunda sæti í hnébeygjunni, fékk 6,5 stigum minna en Litháinn sem vann greinina og náði 1,5 stigs forskoti á Hafþór.
Sterkasti maður í heimi Tengdar fréttir Hafþór setti heimsmet á fyrsta degi og er efstur | Myndband Hafþór Júlíus Björnsson er í flottum málum eftir fyrsta dag í keppninni um Sterkasti maður heims sem fer fram um helgina í Los Angeles borg í Bandaríkjunum. 29. mars 2014 13:37 Hafþór í öðru sæti fyrir lokagreinina - mikil spenna Hafþóri Júlíusi Björnssyni gekk ekki nógu vel í hnébeygjunni og er ekki lengur í forystu þegar ein grein er eftir í keppninni Sterkasta mann heims í Los Angeles. Hafþór er einu og hálfu stigi á eftir Litháanum Zydrūnas Savickas. 29. mars 2014 21:33 Mest lesið Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Íslenski boltinn Vill að Arsenal neiti að standa í heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Sex rallýgoðsagnir teknar inn í nýjustu frægðarhöllina á Íslandi Sport Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Íslenski boltinn Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Syni Tigers mistókst að tryggja sér sæti á Opna bandaríska Golf Fleiri fréttir „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Vill að Arsenal neiti að standa í heiðursvörð fyrir Liverpool Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Dagskráin: Fer Íslandsmeistarbikarinn á loft í Njarðvík? Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Sex rallýgoðsagnir teknar inn í nýjustu frægðarhöllina á Íslandi Fjögur lið á toppnum með fjögur stig „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Íslensku stelpurnar flugu inn í úrslitin Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Syni Tigers mistókst að tryggja sér sæti á Opna bandaríska Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Fleiri sæti í boði fyrir stelpurnar okkar á HM 2031 Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Tæplega fimmtugur Manny Pacquiao ætlar að snúa aftur í hringinn Fékk sleggju í höfuðið og var ljónheppinn að lifa af Salah valinn bestur af blaðamönnum „Er ekki alltaf markmiðið að bæta sig? Annars væri maður ekki að þessu“ Hlakkar til að mæta „fótboltapabba“ sínum í úrslitaleiknum Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Geta unnið glænýjan bíl í Öskjuhlíðinni Sjá meira
Hafþór setti heimsmet á fyrsta degi og er efstur | Myndband Hafþór Júlíus Björnsson er í flottum málum eftir fyrsta dag í keppninni um Sterkasti maður heims sem fer fram um helgina í Los Angeles borg í Bandaríkjunum. 29. mars 2014 13:37
Hafþór í öðru sæti fyrir lokagreinina - mikil spenna Hafþóri Júlíusi Björnssyni gekk ekki nógu vel í hnébeygjunni og er ekki lengur í forystu þegar ein grein er eftir í keppninni Sterkasta mann heims í Los Angeles. Hafþór er einu og hálfu stigi á eftir Litháanum Zydrūnas Savickas. 29. mars 2014 21:33