Dómarinn dæmdi sig vanhæfan Jakob Bjarnar skrifar 28. mars 2014 16:02 Vilhjálmur Bjarnason segir ástandið sjúkt vegna verðtryggingarinnar, fólk sé að drepa sig vegna lánanna, skilja og rífast fyrir framan börn sín. Vísir/Vilhelm Héraðsdómarinn Ásmundur Helgason felldi úrskurð í máli Hagsmunasamtaka heimilanna á hendur Íbúðalánasjóði varðandi verðtryggð lán sem samtökin telja ólögleg. Ásmundur úrskurðaði sjálfan sig vanhæfan til að dæma í málinu.Vilhjálmur Bjarnason ekki fjárfestir, formaður Hagsmunasamtaka heimilanna, var boðaður til að hlýða á úrskurð í máli sem hann rekur á hendur Íbúðalánasjóði. Fyrir liggur frávísunarkrafa en úrskurðurinn gekk út á annað. Og kom Vilhjálmi ekki á óvart í þessu máli sem hann kallar það stærsta Íslandssögunnar.Stærsta mál Íslandssögunnar „Það varð músin úr þessu eins og öllu öðru. Hann segir sig frá málinu dómarinn. Úrskurðurinn er á þá leið að þetta geti haft almenna þýðingu fyrir lántaka hjá stefndu, Íbúðalánasjóði. Dómarinn tók 18 milljóna króna lán hjá Íbúðalánasjóði árið 2007 og eru eftirstöðvar þess uppreiknaðar miðað við vísitölu neysluverðs rúmlega 26 milljónir í dag. Í ljósi þess telur dómari að fyrir hendi séu aðstæður sem séu fallnar til þess að draga óhlutdrægni hans í efa með réttu samkvæmt lögum og því víkur hann sæti í málinu,“ segir Vilhjálmur. Honum er gramt í geði, segir marga vilja sem minnst af málinu vita. Enda sé það svo flókið og stórt í sniðum og hann er ekki bjartsýnn á að það fái eðlilegan framgang. Kerfið muni leggjast gegn því enda muni blasa við annað hrun ef það fer eins og Vilhjálmur telur eðlilegast. „Við byrjuðum með þessi málaferli fyrir ári síðan, eitt stærsta mál Íslandssögunnar og ég er viss um að við höfum rétt fyrir okkur; útfærsla verðtryggingar á neytendalán er ólögleg allt frá 11. janúar 2001, þegar húsnæðislán voru sett undir neytendalán.“Átti að segja sig frá málinu strax Úrskurður dómarans núna kemur Vilhjálmi ekki á óvart og nú fer málið aftur til dómsstjóra. „Dómarinn er búinn að vera í tvo mánuði að átta sig á því að hann væri með verðtryggt lán. Auðvitað átti hann aldrei að taka við málinu. Hann er sem sagt búinn að tefja málið um tvo mánuði. Að mínu viti eru allir Íslendingar tengdir einhverjum sem er með verðtryggt lán og að sama skapi hljóta þá allir dómarar að falla undir það og er þá verið að tala um að það sé enginn dómari hæfur til að dæma í þessu máli?“ spyr Vilhjálmur. Hann útskýrir að dómarinn hafi bara átt að fjalla um frávísunarkröfu Íbúðalánasjóðs. „Íbúðalánasjóður fer fram á frávísun – þeir vilja náttúrlega geta haldið áfram að rukka ólöglegar verðbætur á lánin.“Sjúkt ástand Vilhjálmur segir ástandið sjúkt. „Við ætlum að skora á húsnæðismálaráðherra, Eygló Harðardóttur, að hlutast til um þetta mál og skipa Íbúðalánasjóði að draga til baka frávísunarkröfuna og fá fram efnislega niðurstöðu í málinu sem hlýtur að vera til hagsbóta fyrir alla þjóðina. Þessi óvissa getur ekki hangið lengur yfir heimilunum.“ Vilhjálmur segir allt kerfið hanga á lyginni einni saman og senda eigi börnum þessa lands reikninginn. „Ég á sex börn og ég ætla ekki að bjóða þeim uppá þetta. Fólk er að drepa sig út um allt vegna þessa, skilja og rífast fyrir framan börnin sín,“ segir Vilhjálmur og rekur dæmi um lán sem hafa hækkað uppúr öllu valdi vegna verðtryggingarinnar. Tengdar fréttir Fjölskylda greiðir hálfan milljarð fyrir 26 milljóna lán Íslensk fjölskylda sem tekur 26 milljóna króna húsnæðislán er krafin um 466 milljón króna endurgreiðslu. 4. mars 2014 13:31 Mest lesið Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Fleiri fréttir Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Sjá meira
Héraðsdómarinn Ásmundur Helgason felldi úrskurð í máli Hagsmunasamtaka heimilanna á hendur Íbúðalánasjóði varðandi verðtryggð lán sem samtökin telja ólögleg. Ásmundur úrskurðaði sjálfan sig vanhæfan til að dæma í málinu.Vilhjálmur Bjarnason ekki fjárfestir, formaður Hagsmunasamtaka heimilanna, var boðaður til að hlýða á úrskurð í máli sem hann rekur á hendur Íbúðalánasjóði. Fyrir liggur frávísunarkrafa en úrskurðurinn gekk út á annað. Og kom Vilhjálmi ekki á óvart í þessu máli sem hann kallar það stærsta Íslandssögunnar.Stærsta mál Íslandssögunnar „Það varð músin úr þessu eins og öllu öðru. Hann segir sig frá málinu dómarinn. Úrskurðurinn er á þá leið að þetta geti haft almenna þýðingu fyrir lántaka hjá stefndu, Íbúðalánasjóði. Dómarinn tók 18 milljóna króna lán hjá Íbúðalánasjóði árið 2007 og eru eftirstöðvar þess uppreiknaðar miðað við vísitölu neysluverðs rúmlega 26 milljónir í dag. Í ljósi þess telur dómari að fyrir hendi séu aðstæður sem séu fallnar til þess að draga óhlutdrægni hans í efa með réttu samkvæmt lögum og því víkur hann sæti í málinu,“ segir Vilhjálmur. Honum er gramt í geði, segir marga vilja sem minnst af málinu vita. Enda sé það svo flókið og stórt í sniðum og hann er ekki bjartsýnn á að það fái eðlilegan framgang. Kerfið muni leggjast gegn því enda muni blasa við annað hrun ef það fer eins og Vilhjálmur telur eðlilegast. „Við byrjuðum með þessi málaferli fyrir ári síðan, eitt stærsta mál Íslandssögunnar og ég er viss um að við höfum rétt fyrir okkur; útfærsla verðtryggingar á neytendalán er ólögleg allt frá 11. janúar 2001, þegar húsnæðislán voru sett undir neytendalán.“Átti að segja sig frá málinu strax Úrskurður dómarans núna kemur Vilhjálmi ekki á óvart og nú fer málið aftur til dómsstjóra. „Dómarinn er búinn að vera í tvo mánuði að átta sig á því að hann væri með verðtryggt lán. Auðvitað átti hann aldrei að taka við málinu. Hann er sem sagt búinn að tefja málið um tvo mánuði. Að mínu viti eru allir Íslendingar tengdir einhverjum sem er með verðtryggt lán og að sama skapi hljóta þá allir dómarar að falla undir það og er þá verið að tala um að það sé enginn dómari hæfur til að dæma í þessu máli?“ spyr Vilhjálmur. Hann útskýrir að dómarinn hafi bara átt að fjalla um frávísunarkröfu Íbúðalánasjóðs. „Íbúðalánasjóður fer fram á frávísun – þeir vilja náttúrlega geta haldið áfram að rukka ólöglegar verðbætur á lánin.“Sjúkt ástand Vilhjálmur segir ástandið sjúkt. „Við ætlum að skora á húsnæðismálaráðherra, Eygló Harðardóttur, að hlutast til um þetta mál og skipa Íbúðalánasjóði að draga til baka frávísunarkröfuna og fá fram efnislega niðurstöðu í málinu sem hlýtur að vera til hagsbóta fyrir alla þjóðina. Þessi óvissa getur ekki hangið lengur yfir heimilunum.“ Vilhjálmur segir allt kerfið hanga á lyginni einni saman og senda eigi börnum þessa lands reikninginn. „Ég á sex börn og ég ætla ekki að bjóða þeim uppá þetta. Fólk er að drepa sig út um allt vegna þessa, skilja og rífast fyrir framan börnin sín,“ segir Vilhjálmur og rekur dæmi um lán sem hafa hækkað uppúr öllu valdi vegna verðtryggingarinnar.
Tengdar fréttir Fjölskylda greiðir hálfan milljarð fyrir 26 milljóna lán Íslensk fjölskylda sem tekur 26 milljóna króna húsnæðislán er krafin um 466 milljón króna endurgreiðslu. 4. mars 2014 13:31 Mest lesið Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Fleiri fréttir Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Sjá meira
Fjölskylda greiðir hálfan milljarð fyrir 26 milljóna lán Íslensk fjölskylda sem tekur 26 milljóna króna húsnæðislán er krafin um 466 milljón króna endurgreiðslu. 4. mars 2014 13:31