Bíó og sjónvarp

Metsöluhöfundur færir sig á hvíta tjaldið

John Green
John Green Vísir/Getty
Áður en nýjasta kvikmynd sem byggð er á skáldsögu eftir John Green er byrjuð í sýningum, hefur framleiðslufyrirtækið Fox 2000 þegar lagt drög að næstu mynd sem byggð er á skáldsögu eftir sama höfund.

Nú í sumar er kvikmyndaaðlögun á skáldsögunni The Fault in Our Stars væntanleg, en næsta mynd er byggð á skáldsögunni Paper Towns, sem John Green gaf út árið 2008.

Paper Towns fjallar um hinn unga Quentin og nágranna hans, Margo, sem hann gekk fram á lík með nokkru áður. Síðan hafa þau vaxið í sundur, en Margo biður Quentin að hjálpa sér að hefna sín á þeim sem hafa komið illa fram við hana. Margo hverfur svo, og Quentin leggur í leiðangur til þess að finna hana á nýjan leik.

Nat Wolff, einn leikara The Fault in Our Stars, kemur til með að leika hlutverk Quentins í nýju myndinni en handritshöfundar eru Scott Neustadter og Michael H. Weber.

Hér að neðan má sjá sýnishorn úr The Fault in Our Stars.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×