Danska ríkisútvarpið, DR, setti af stað kosningu um skrýtnustu búningana í Eurovision í ár og viti menn, íslensku keppendurnir Pollapönk sigruðu með 37% atkvæða. Eins og frægt er orðið klæðast meðlimir Pollapönk Henson göllum í einkennislitum hvers og eins ásamt jakkafötum í sömu litum.
Á eftir Pollapönk í valinu um athyglisverða búninga er keppandi frá Moldóvu sem klæðist kjól sem er gerður úr silki og stáli. Þá er ítalski keppandinn sískiptandi um búninga eins og sjá má í meðfylgjandi myndskeiði.