Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík - Grindavík 73-95 | Grindvíkingar sýndu mátt sinn í Ljónagryfjunni Árni Jóhannsson í Ljónagryjfunni skrifar 7. apríl 2014 16:23 Elvar Friðriksson, leikmaður Njarðvíkur. Grindvíkingar náðu að jafna rimmuna við Njarðvíkinga í undanúrslitum Dominos-deildarinnar með því að vinna í Ljónagryfjunni fyrr í kvöld. Gestirnir byrjuðu mun betur og létu ekki af forskotinu sem þeir náðu snemma leiks. Staðan er því 1-1 þegar haldið verður til Grindavíkur á föstudaginn. Gestirnir úr Grindavík byrjuðu leikinn mun betur í kvöld, þeir skoruðu sex fyrstu stigin og með áköfum varnarleik héldu þeir Njarðvíkingum frá körfunni. Heimamenn voru komnir með fjögur stig þegar fjórar mínútur voru eftir af fyrsta leikhluta á meðan gestirnir höfðu skorað 11. Þegar leikhlutanum var lokið voru gulklæddir Grindvíkingar komnir með 25 stig á móti 13 stigum þeirra grænklæddu. Lewis Clinch Jr. fór mikinn í fyrri hálfleiknum og var kominn með 15 stig þegar fyrsti leikhluti var búinn. Sóknarleikur heimamanna gekk mun betur í öðrum fjórðung, Þeir náðu að skora 10 stig á móti fjórum þegar tæpar þrjár mínútur voru liðnar af fjórðungnum og var munurinn helmingaður, 23-29. Grindvíkingar tóku þá við sér og skoruðu sjö stig á móti tveimur og komu muninum í 13 stig þegar þrjár mínútur voru til hálfleiks. Grindvíkingar héldu áfram að spila fantagóða vörn og héldu muninum í tveggja stafa tölu þangað til hálfleiknum lauk. Clinch Jr. var heldur betur heitur í fyrri hálfleiknum og endaði hann með 25 stig og var með 100% nýtingu í þriggja stiga skotum. Fimm reynd og fimm skoruð. Hjá Njarðvík var Smith Jr. með 11 stig ásamt því að rífa niður níu fráköst. Þá var Ómar Sævarsson kominn með myndarlega tvöfalda tvennu í hálfleik, 10 stig og 10 fráköst. Þróun þriðja leikhluta var svipuð og þess annars, það er að segja Njarðvíkingar byrjuðu betur og náðu að naga forskot gestanna úr 11 stigum niður í sjö stig áður en Grindvíkingar tóku við sér. Staðan var 42-49 þegar tæpar tvær mínútur voru liðnar af seinni hálfleik en eftir það tóku Grindvíkingar völdin aftur og létu þau ekki af hendi það sem eftir lifði leiks. Þeir voru búnir að byggja upp 17 stiga forskot þagar þriðja leikhluta var lokið og voru þeir að fá framlag frá fleiri leikmönnum en þeir höfðu gert í fyrri hálfleik. Njarðvíkingar reyndu eins og þeir gátu að komast inn í leikinn í fjórða leikhluta en það var alveg ljóst að Grindvíkingar ætluðu ekki að láta góða forystu af hendi eins og þeir gerðu í fyrsta leiknum. Þeir bættu frekar við og komust mest í 24 stiga forskot og spiluðu eins og þeir sem valdið hafa og endaði leikurinn 73-95 fyrir gulklædda gestina. Atkvæðamestur heimamanna var Tracy Smith Jr. sem skoraði 29 stig ásamt því að rífa niður 12 fráköst. Hjá Grindavík skoraði Lewis Clinch Jr. 34 stig og fékk dygga aðstoð frá Ómari Sævarssyni sem skoraði 18 stig og bætti við 19 fráköstum. Sýningin heldur þá aftur til Grindavíkur fyrir leik númer þrjú á föstudaginn næstkomandi. Það má gera ráð fyrir því að Njarðvíkingar hafi fullan hug á því að leiðrétta fyrir leik sinn í kvöld en Grindvíkingarnir munu reyna allt sem þeir geta til að verja heimavöll sinn.Sigurður Gunnar Þorsteinsson: Vorum brjálaðir eftir fyrsta leikinn Miðherji Grindvíkinga átti fínann leik fyrir Grindvíkinga í kvöld en kappinn skilaði 14 stigum og 18 fráköstum í hús. Hann var spurður að því hvort leikáætlunin hafi verið að leyfa Njarðvíkingum ekki að spila körfubolta í kvöld. „Það var nákvæmlega planið í kvöld. Við vorum dálítið brjálaðir eftir síðasta leik, þar sem við vorum með leikinn í höndunum og klúðruðum því. Þannig að við ákváðum að laga sóknarleik okkar á móti svæðisvörn og ganga frá þeim. Það er líka yfirleitt þannig að liðið sem vinnur frákastabaráttuna vinnur leikinn, ég tala nú ekki um þegar lið tekur eins mörg sóknarfráköst og við gerðum í kvöld“. Um mikilvægi þess að koma strax til baka í rimmunni eftir fúlt tap í fyrsta leik sagði Sigurður: „Það hefði verið erfitt að fara héðan í stöðunni 2-0 og þurfa að vinna þrjá í röð, þannig að það var mjög mikilvægt að jafna seríuna strax. Við munum halda þessu áfram í næsta leik og sé ekki fram á að þurfa að breyta einhverju ef við höldum áfram að hitta eins og við gerðum í kvöld“.Logi Gunnarsson: Vantaði meiri grimmd í okkur Það var frekar leikur Njarðvíkinga sem kom Loga Gunnarssyni á óvart í kvöld heldur en hvernig Grindvíkingar mættu til leiks. „Það kom mér á óvart hversu slakir við vorum í byrjun leiks. Við höfum verið að snúa þessu við í úrslitakeppninni en gerðum það ekki í kvöld. Þeir héldu áfram að hitta rosalega og tóku mikið af sóknarfráköstum og ekkert lið vinnur ef það leyfir andstæðingnum 20 sóknarfráköst. Það er bara 1-1 og maður hefur oft lent í því að tapa með stórum mun og svo vinna með stórum mun þannig“. Um það sem þarf að laga, að frátaldri frákastabaráttunni, hafði Logi að segja „Það þarf náttúrulega að vinna betur í því að gera skotin erfiðari fyrir þá. Sérstaklega hjá Lewis, hann er að skora mikið þegar við erum að skipta á hindrunum, við verðum að vera nær honum. Við reyndum að tvídekka hann í seinni hálfleik og gekk það ágætlega en það eru margir hlutir. Það vantar meiri grimmd í okkur, við megum ekki vera svona passífir“. „Það gerist svo oft í svona rimmum að munurinn á liðunum rokkar um 20 stig í hvora átt að það ætti ekki að hafa nein áhrif á okkur varðandi framhaldið. Við mætum bara á föstudaginn og gerum það sem við gerðum seinast út í Grindavík“.Njarðvík-Grindavík 73-95 (13-25, 23-22, 19-25, 18-23)Njarðvík: Tracy Smith Jr. 29/12 fráköst, Elvar Már Friðriksson 12/4 fráköst, Logi Gunnarsson 9/7 stoðsendingar, Maciej Stanislav Baginski 9, Hjörtur Hrafn Einarsson 8/4 fráköst, Óli Ragnar Alexandersson 2, Egill Jónasson 2, Ólafur Helgi Jónsson 2, Ágúst Orrason 0, Ragnar Helgi Friðriksson 0, Magnús Már Traustason 0, Brynjar Þór Guðnason 0.Grindavík: Earnest Lewis Clinch Jr. 34, Ómar Örn Sævarsson 18/19 fráköst, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 14/18 fráköst, Jóhann Árni Ólafsson 10, Ólafur Ólafsson 8/6 fráköst, Daníel Guðni Guðmundsson 8, Hinrik Guðbjartsson 3, Kjartan Helgi Steinþórsson 0, Jón Axel Guðmundsson 0/5 fráköst, Jens Valgeir Óskarsson 0, Hilmir Kristjánsson 0, Magnús Már Ellertsson 0.Leiklýsing: Njarðvík - Grindavík4. leikhluti | 73-95: Leiknum er lokið. Leikurinn í kvöld var eign Grindvíkinga frá A til Ö. Þeir ætluðu svo sannarlega að bæta fyrir tapið á föstudaginn og gerðu það.4. leikhluti | 71-95: Grindvíkingar bæta við þremur stigum en Njarðvíkingar ná ekki að skora. 1 mín eftir.4. leikhluti | 71-92: 1:53 eftir og ungir leikmenn hjá báðum liðum fá að bragða á úrslitakeppninni. Þessum leik er fyrir löngu lokið í eiginlegum skilningi.4. leikhluti | 69-90: Njarðvíkingar virðast kasta inn hinu svokallaða hvíta handklæði. Ungir leikmenn fá sénsinss þessar seinustu 2:25.4. leikhluti | 69-88: Njarðvíkingar ná ekki að nýta sér það að stela boltanum og Grindvíkingar taka enn eitt sóknarfrákasti en ná ekki að nýta sér það. Smith Jr. skorar fyrir Njarðvík og fær villu að auki. Vítið ratar rétta leið. 3:37 eftir.4. leikhluti | 66-88: 22 stiga munur og það er orðið ansi dauft yfir heimamönnum. Bæði leikmönnum og áhorfendum. 4:34 eftir og það er tekið leikhlé.4. leikhluti | 63-84: Njarðvíkingar hafa bætt við körfu en gestirnir svara með tveimur körfum. Ég hugsa að Grindvíkingar láti ekki af forystunni tvo leiki í röð. 6:06 eftir.4. leikhluti | 61-79: Daníel Guðmundsson með þriggja stiga körfu áður en Smith Jr. bætir við körfu og Grindvíkingar missa boltann útaf sóknarvillu. 7:34 eftir.4. leikhluti | 59-76: Elvar Már Friðriksson bætir við þriggja stiga körfu fyrir Njarðvíkinga áður en hann nær í villu og fer á vítalínuna. Hann nýtir eitt vítaskot. 17 stiga munur. 8:11 eftir.4. leikhluti | 55-74: Seinasti leikhlutinn er byrjaður. Vörn gestanna ætlar að halda áfram að vera leikin af miklum ákafa. Ólafur Ólafsson skorar fyrstur mann. 9:25 eftir.3. leikhluti | 55-72: Clinch Jr. lokaði fjórðungnum með rosalegum þrist, hann var rétt fyrir innan miðjum maðurinn. Njarðvíkingar fengu tækifæri á lokaskotinu en ofan í vildi boltinn ekki. 17 stiga forskot Grindvíkinga fyrir lokafjórðunginn. Það er brekka framundan fyrir heimamenn.3. leikhluti | 55-69: Daníel Guðmundsson bætti við tveimur stigum fyrir Grindavík. Elvar Már fór á vítalínuna og nýtti tvö víti. 30 sek. eftir.3. leikhluti | 53-67: Aftur skrefa Grindvíkingar. Smith Jr. bætti við fjórum stigum. 1:06 eftir.3. leikhluti | 49-67: Nú keyrir Ólafur Ólafsson að körfu heimamanna, skorar og fær villu. Vítið fer rétta leið. 1:44 eftir.3. leikhluti | 49-64: Vítanýting heimamanna er skelfileg, 9/16. Jóhann Árni Ólafsson skorar fyrir Grindvíkinga og fær villu að auki. Hann nýtir vítið. 2:05 eftir.3. leikhluti | 48-61: Dómararnir leyfa dálítinn slátt hérna. Jóhann Árni Ólafsson bætir við tveimur stigum og brýtur síðan á Smith Jr. sem skorar. Vítið fer ekki rétta leið. 2:58 eftir.3. leikhluti | 46-59: Heimamenn taka leikhlé þegar 3:42 eru eftir. Njarðvíkingar eru ekki að ná að byggja á góðri byrjun í hálfleiknum.3. leikhluti | 44-57: Grindvíkingar eru duglegri þessa stundina, eru að fá villur með því að keyra á körfuna og eru að taka sóknarfráköst. 4:24 eftir.3. leikhluti | 44-53: Liðin skiptast á körfum. 5:43 eftir.3. leikhluti | 42-51: Sigurður Þorsteinsson skorar fyrir Grindavík en gestirnir hafa skrefað þrisvar sinnum í byrjun seinni hálfleiks. 7 mín. eftir.3. leikhluti | 42-49: Heimamenn sterkari á upphafsmínútum seinni hálfleiks. Grindvíkingar hafa tapað tveimur boltum með skömmu millibili og Njarðvíkingar hafa bætt við sex stigum. 8:14 eftir.3. leikhluti | 38-49: Grindvíkingar fyrri á blað en heimamenn voru fljótir að svara. 9:33 eftir.3. leikhluti | 36-47: Seinni hálfleikur er hafinn og Njarðvíkingar byrja með boltann. 9:58 eftir.2. leikhluti | 36-47: Hálfleikur. Grindvíkingar bættu við tveimur vítum og Njarðvík fékk lokasóknina. Hún geigaði og Grindvíkingar leiða með 11 stigum þegar gengið er til búningsklefa.2. leikhluti | 36-45: Hjörtur Hrafn Einarsson var að koma sér á blað, hann fékk villu að auki, vítið rataðiekki rétta leið. 24 sek. eftir.2. leikhluti | 32-45: Clinch Jr. hefur farið hamförum hérna í fyrri hálfleik, var að enda við að sökkva þriggja stiga skoti og er kominn með 25 stig. 1 mín eftir.2. leikhluti | 32-42: Liðin skiptast á að skora. Smith Jr. að bæta við einu í þessum töluðu orðum. 1:12 eftir.2. leikhluti | 29-40: Njarðvíkingar skoruðu fjögur stig í röð en Siggi Þorsteinss. var ekki lengi að setja tappa ´sprettinn sem var að myndast. 2 mín. eftir.2. leikhluti | 25-38: 10 stiga munur þegar 3:35 eru eftir. En þegar 3:10 eru eftir dúndrar Clinch Jr. niður þrist og gerir þetta að 13 stiga forskoti gestanna.2. leikhluti | 25-33: Smith Jr. bætir við tveimur af vítalínunni. 4:23 eftir.2. leikhluti | 23-33: Stigin sem eru skoruð núna eru af vítalínunni en það er verið að misnota þessi víti samt sem áður. 4:32 eftir.2. leikhluti | 23-32: Ólafur Ólafsson bætir við einu víti. 5:46 eftir.2. leikhluti | 23-31: Jóhann Árni Ólafsson bætir við sirkúskörfu þegar 6:27 eru eftir af hálfleiknum.2. leikhluti | 23-29: Aftur er Logi á ferðinni, nú eru það gestirnir sem eiga í vandræðum í sókninni. Þetta er ennþá leikur. 7:07 eftir.2. leikhluti | 21-29: Logi Gunnarsson bætir við þremur stigum. 8:19 eftir.2. leikhluti | 18-29: Liðin skiptast á körfum núna en sóknarleikur heimamanna er betri þessar mínúturnar. 8:38 eftir.2. leikhluti | 16-25: Annar leikhluti er hafinn og Baginski skorar þriggja stiga körfu. 9:42 eftir1. leikhluti | 13-25: Njarðvíkingar reyndu lokasóknina, fyrsta skotið geigaði en Baginski náði í sóknarfrákast og skoraði þegar ein sekúnda var eftir af leiktímanum. Vörn gestanna er búin að vera ógnvænleg enda eru þeir með 12 stiga forskot eftir 10.1. leikhluti | 11-25: Logi og Smith Jr. eru komnir með 4 stig fyrir heimamenn. Annars er lítið að gerast í sóknarleik heimamanna. Sigurður Þorsteinsson bætir við tveimur vítum. 24 sek. eftir.1. leikhluti | 9-23: Clinch Jr. er kominn með 15 stig í fyrsta leikhluta. Hann var að bæta við þremur stigum. 1:22 eftir.1. leikhluti | 9-20: Liðin skiptast á körfum. 1:47 eftir.1. leikhluti | 7-18: Clinch Jr. bætir við þrist fyrir gestina og það er orðinn 11 stiga munur þegar. 2:19 eftir.1. leikhluti | 6-13: Aftur er Smith Jr. á ferðinni fyrir Njarðvík en Lewis Clinch Jr. er drjúgur fyrir gestina, kominn með 9 stig. 3:06 eftir.1. leikhluti | 4-11: Ómar Sævarsson bætti við tveimur stigum fyrir Grindavík og Njarðvík tapaði boltanum. Einar Árni tekur leikhlé þegar 4:04 eru eftir.1. leikhluti | 4-9: Smith Jr. lagar stöðuna fyrir heimamenn en sóknarleikur beggja liða er ekki góður þessa stundina. 4:33 eftir. 1. leikhluti | 2-9: Logi Gunnarsson kemur heimamönnum á blað en þeir eru fljótir að svara Grindvíkingarnir með þrist. 6:22 eftir.1. leikhluti | 0-6: Gestirnir byrja mun betur, Njarðvík hefur tapað tveimur boltum á upphafsmínútunum. 7:49 eftir.1. leikhluti | 0-4: Grindvíkingar eru fyrstir á blað. Vinna síðan boltann af Njarðvíkiingum og ná tveimur sóknarfráköstum í sömu sókninni. Sigurður Þorsteinsson sækir síðan villu og fer á línuna. Hann nýtir bæði vítin. 8:54 eftir.1. leikhluti | 0-0: Leikurinn er hafinn og það eru gestirnir sem hefja sókn. 9:58 eftir.Fyrir leik: Liðin eru nú kynnt til leiks og það er stutt í leikinn. Þetta verður svakalegt, ég get lofað því.Fyrir leik: Rúmar 10 mínútur í leik og fólk er beðið um að standa upp og þjappa. Ljónagryfjan er að fyllast og er farin að líkjast sardínudós frekar en íþróttahúsi.Fyrir leik: Atkvæðamestir á föstudaginn voru þeir Tracy Smith Jr. hjá Njarðvíkingum með 19 stig og 18 fráköst og að auki sendi Elvar Már Friðriksson 10 stoðsendingar á félaga sína. Hjá Grindavík var Ólafur Ólafsson stigahæstur með 18 stig, Ómar Sævarsson tók 14 fráköst og Lewis Clinch Jr. þefaði upp félaga sína með 11 stoðsendingum.Fyrir leik: Þegar tölfræði leiksins á föstudagskvöldið er skoðuð kemur í ljós að framlag varamanna Njarðvíkinga var mun meira en hjá Grindavík. Alls komu 24 stig af bekk Njarðvíkinga en aðeins fimm stig hjá Grindvíkingum. Það þarf ekki að fjölyrða um mikilvægi þess að margir leggi hönd á plóg þegar komið er þetta langt í mótið.Fyrir leik: Eins og körfuknattleiksáhugamenn ættu að vita, þá unnu Njarðvíkingar fyrsta leik liðanna í Grindavík síðastliðið föstudagskvöld. Það er talað um að Húnarnir hafi stolið sigrinum og er það rétt orðað. Grindvíkingar höfðu góð tök á leiknum um miðjan þriðja leikhluta en Njarðvíkingar unnu sig aftur inn í leikinn og kláruðu hann 73-81. Það má ætla að Grindvíkingar séu hundfúlir og mæti brjálaðir út á völlinn í kvöld. Við erum hinsvegar í Ljónagryfjunni sem er að fyllast í þessum töluðu orðum, þegar rúmur hálftími er í leik og ekkert gefið að Grindavík nái að jafna seríuna. Það eru því blikur á lofti að þessi leikur verði rosalegur.Fyrir leik: Komiði sæl og blessuð. Hér verður leik Njarðvíkur og Grindavíkur lýst. Dominos-deild karla Mest lesið Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Enski boltinn „Eitthvað annað og stærra en ég hef nokkurn tímann upplifað“ Fótbolti „Karfan er æði en lífið er skítt“ Körfubolti Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Fótbolti Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir Körfubolti Karius mættur í þýsku B-deildina Fótbolti Ásdís Karen orðin samherji Hildar í Madríd Fótbolti Danir skoruðu 47 mörk í fyrsta leik sínum á HM Handbolti Nökkvi í höfn í Rotterdam og getur aftur labbað á kaffihús Fótbolti Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Enski boltinn Fleiri fréttir „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Kært vegna rasisma í Garðabæ Reynsluboltar taka við þjálfun Keflavíkur Unnu þriðja leikhluta 28-0 og jöfnuðu stærstu endurkomu sögunnar Átök í stúdíóinu: „LeBron er að eyðileggja Lakers“ Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Sjá meira
Grindvíkingar náðu að jafna rimmuna við Njarðvíkinga í undanúrslitum Dominos-deildarinnar með því að vinna í Ljónagryfjunni fyrr í kvöld. Gestirnir byrjuðu mun betur og létu ekki af forskotinu sem þeir náðu snemma leiks. Staðan er því 1-1 þegar haldið verður til Grindavíkur á föstudaginn. Gestirnir úr Grindavík byrjuðu leikinn mun betur í kvöld, þeir skoruðu sex fyrstu stigin og með áköfum varnarleik héldu þeir Njarðvíkingum frá körfunni. Heimamenn voru komnir með fjögur stig þegar fjórar mínútur voru eftir af fyrsta leikhluta á meðan gestirnir höfðu skorað 11. Þegar leikhlutanum var lokið voru gulklæddir Grindvíkingar komnir með 25 stig á móti 13 stigum þeirra grænklæddu. Lewis Clinch Jr. fór mikinn í fyrri hálfleiknum og var kominn með 15 stig þegar fyrsti leikhluti var búinn. Sóknarleikur heimamanna gekk mun betur í öðrum fjórðung, Þeir náðu að skora 10 stig á móti fjórum þegar tæpar þrjár mínútur voru liðnar af fjórðungnum og var munurinn helmingaður, 23-29. Grindvíkingar tóku þá við sér og skoruðu sjö stig á móti tveimur og komu muninum í 13 stig þegar þrjár mínútur voru til hálfleiks. Grindvíkingar héldu áfram að spila fantagóða vörn og héldu muninum í tveggja stafa tölu þangað til hálfleiknum lauk. Clinch Jr. var heldur betur heitur í fyrri hálfleiknum og endaði hann með 25 stig og var með 100% nýtingu í þriggja stiga skotum. Fimm reynd og fimm skoruð. Hjá Njarðvík var Smith Jr. með 11 stig ásamt því að rífa niður níu fráköst. Þá var Ómar Sævarsson kominn með myndarlega tvöfalda tvennu í hálfleik, 10 stig og 10 fráköst. Þróun þriðja leikhluta var svipuð og þess annars, það er að segja Njarðvíkingar byrjuðu betur og náðu að naga forskot gestanna úr 11 stigum niður í sjö stig áður en Grindvíkingar tóku við sér. Staðan var 42-49 þegar tæpar tvær mínútur voru liðnar af seinni hálfleik en eftir það tóku Grindvíkingar völdin aftur og létu þau ekki af hendi það sem eftir lifði leiks. Þeir voru búnir að byggja upp 17 stiga forskot þagar þriðja leikhluta var lokið og voru þeir að fá framlag frá fleiri leikmönnum en þeir höfðu gert í fyrri hálfleik. Njarðvíkingar reyndu eins og þeir gátu að komast inn í leikinn í fjórða leikhluta en það var alveg ljóst að Grindvíkingar ætluðu ekki að láta góða forystu af hendi eins og þeir gerðu í fyrsta leiknum. Þeir bættu frekar við og komust mest í 24 stiga forskot og spiluðu eins og þeir sem valdið hafa og endaði leikurinn 73-95 fyrir gulklædda gestina. Atkvæðamestur heimamanna var Tracy Smith Jr. sem skoraði 29 stig ásamt því að rífa niður 12 fráköst. Hjá Grindavík skoraði Lewis Clinch Jr. 34 stig og fékk dygga aðstoð frá Ómari Sævarssyni sem skoraði 18 stig og bætti við 19 fráköstum. Sýningin heldur þá aftur til Grindavíkur fyrir leik númer þrjú á föstudaginn næstkomandi. Það má gera ráð fyrir því að Njarðvíkingar hafi fullan hug á því að leiðrétta fyrir leik sinn í kvöld en Grindvíkingarnir munu reyna allt sem þeir geta til að verja heimavöll sinn.Sigurður Gunnar Þorsteinsson: Vorum brjálaðir eftir fyrsta leikinn Miðherji Grindvíkinga átti fínann leik fyrir Grindvíkinga í kvöld en kappinn skilaði 14 stigum og 18 fráköstum í hús. Hann var spurður að því hvort leikáætlunin hafi verið að leyfa Njarðvíkingum ekki að spila körfubolta í kvöld. „Það var nákvæmlega planið í kvöld. Við vorum dálítið brjálaðir eftir síðasta leik, þar sem við vorum með leikinn í höndunum og klúðruðum því. Þannig að við ákváðum að laga sóknarleik okkar á móti svæðisvörn og ganga frá þeim. Það er líka yfirleitt þannig að liðið sem vinnur frákastabaráttuna vinnur leikinn, ég tala nú ekki um þegar lið tekur eins mörg sóknarfráköst og við gerðum í kvöld“. Um mikilvægi þess að koma strax til baka í rimmunni eftir fúlt tap í fyrsta leik sagði Sigurður: „Það hefði verið erfitt að fara héðan í stöðunni 2-0 og þurfa að vinna þrjá í röð, þannig að það var mjög mikilvægt að jafna seríuna strax. Við munum halda þessu áfram í næsta leik og sé ekki fram á að þurfa að breyta einhverju ef við höldum áfram að hitta eins og við gerðum í kvöld“.Logi Gunnarsson: Vantaði meiri grimmd í okkur Það var frekar leikur Njarðvíkinga sem kom Loga Gunnarssyni á óvart í kvöld heldur en hvernig Grindvíkingar mættu til leiks. „Það kom mér á óvart hversu slakir við vorum í byrjun leiks. Við höfum verið að snúa þessu við í úrslitakeppninni en gerðum það ekki í kvöld. Þeir héldu áfram að hitta rosalega og tóku mikið af sóknarfráköstum og ekkert lið vinnur ef það leyfir andstæðingnum 20 sóknarfráköst. Það er bara 1-1 og maður hefur oft lent í því að tapa með stórum mun og svo vinna með stórum mun þannig“. Um það sem þarf að laga, að frátaldri frákastabaráttunni, hafði Logi að segja „Það þarf náttúrulega að vinna betur í því að gera skotin erfiðari fyrir þá. Sérstaklega hjá Lewis, hann er að skora mikið þegar við erum að skipta á hindrunum, við verðum að vera nær honum. Við reyndum að tvídekka hann í seinni hálfleik og gekk það ágætlega en það eru margir hlutir. Það vantar meiri grimmd í okkur, við megum ekki vera svona passífir“. „Það gerist svo oft í svona rimmum að munurinn á liðunum rokkar um 20 stig í hvora átt að það ætti ekki að hafa nein áhrif á okkur varðandi framhaldið. Við mætum bara á föstudaginn og gerum það sem við gerðum seinast út í Grindavík“.Njarðvík-Grindavík 73-95 (13-25, 23-22, 19-25, 18-23)Njarðvík: Tracy Smith Jr. 29/12 fráköst, Elvar Már Friðriksson 12/4 fráköst, Logi Gunnarsson 9/7 stoðsendingar, Maciej Stanislav Baginski 9, Hjörtur Hrafn Einarsson 8/4 fráköst, Óli Ragnar Alexandersson 2, Egill Jónasson 2, Ólafur Helgi Jónsson 2, Ágúst Orrason 0, Ragnar Helgi Friðriksson 0, Magnús Már Traustason 0, Brynjar Þór Guðnason 0.Grindavík: Earnest Lewis Clinch Jr. 34, Ómar Örn Sævarsson 18/19 fráköst, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 14/18 fráköst, Jóhann Árni Ólafsson 10, Ólafur Ólafsson 8/6 fráköst, Daníel Guðni Guðmundsson 8, Hinrik Guðbjartsson 3, Kjartan Helgi Steinþórsson 0, Jón Axel Guðmundsson 0/5 fráköst, Jens Valgeir Óskarsson 0, Hilmir Kristjánsson 0, Magnús Már Ellertsson 0.Leiklýsing: Njarðvík - Grindavík4. leikhluti | 73-95: Leiknum er lokið. Leikurinn í kvöld var eign Grindvíkinga frá A til Ö. Þeir ætluðu svo sannarlega að bæta fyrir tapið á föstudaginn og gerðu það.4. leikhluti | 71-95: Grindvíkingar bæta við þremur stigum en Njarðvíkingar ná ekki að skora. 1 mín eftir.4. leikhluti | 71-92: 1:53 eftir og ungir leikmenn hjá báðum liðum fá að bragða á úrslitakeppninni. Þessum leik er fyrir löngu lokið í eiginlegum skilningi.4. leikhluti | 69-90: Njarðvíkingar virðast kasta inn hinu svokallaða hvíta handklæði. Ungir leikmenn fá sénsinss þessar seinustu 2:25.4. leikhluti | 69-88: Njarðvíkingar ná ekki að nýta sér það að stela boltanum og Grindvíkingar taka enn eitt sóknarfrákasti en ná ekki að nýta sér það. Smith Jr. skorar fyrir Njarðvík og fær villu að auki. Vítið ratar rétta leið. 3:37 eftir.4. leikhluti | 66-88: 22 stiga munur og það er orðið ansi dauft yfir heimamönnum. Bæði leikmönnum og áhorfendum. 4:34 eftir og það er tekið leikhlé.4. leikhluti | 63-84: Njarðvíkingar hafa bætt við körfu en gestirnir svara með tveimur körfum. Ég hugsa að Grindvíkingar láti ekki af forystunni tvo leiki í röð. 6:06 eftir.4. leikhluti | 61-79: Daníel Guðmundsson með þriggja stiga körfu áður en Smith Jr. bætir við körfu og Grindvíkingar missa boltann útaf sóknarvillu. 7:34 eftir.4. leikhluti | 59-76: Elvar Már Friðriksson bætir við þriggja stiga körfu fyrir Njarðvíkinga áður en hann nær í villu og fer á vítalínuna. Hann nýtir eitt vítaskot. 17 stiga munur. 8:11 eftir.4. leikhluti | 55-74: Seinasti leikhlutinn er byrjaður. Vörn gestanna ætlar að halda áfram að vera leikin af miklum ákafa. Ólafur Ólafsson skorar fyrstur mann. 9:25 eftir.3. leikhluti | 55-72: Clinch Jr. lokaði fjórðungnum með rosalegum þrist, hann var rétt fyrir innan miðjum maðurinn. Njarðvíkingar fengu tækifæri á lokaskotinu en ofan í vildi boltinn ekki. 17 stiga forskot Grindvíkinga fyrir lokafjórðunginn. Það er brekka framundan fyrir heimamenn.3. leikhluti | 55-69: Daníel Guðmundsson bætti við tveimur stigum fyrir Grindavík. Elvar Már fór á vítalínuna og nýtti tvö víti. 30 sek. eftir.3. leikhluti | 53-67: Aftur skrefa Grindvíkingar. Smith Jr. bætti við fjórum stigum. 1:06 eftir.3. leikhluti | 49-67: Nú keyrir Ólafur Ólafsson að körfu heimamanna, skorar og fær villu. Vítið fer rétta leið. 1:44 eftir.3. leikhluti | 49-64: Vítanýting heimamanna er skelfileg, 9/16. Jóhann Árni Ólafsson skorar fyrir Grindvíkinga og fær villu að auki. Hann nýtir vítið. 2:05 eftir.3. leikhluti | 48-61: Dómararnir leyfa dálítinn slátt hérna. Jóhann Árni Ólafsson bætir við tveimur stigum og brýtur síðan á Smith Jr. sem skorar. Vítið fer ekki rétta leið. 2:58 eftir.3. leikhluti | 46-59: Heimamenn taka leikhlé þegar 3:42 eru eftir. Njarðvíkingar eru ekki að ná að byggja á góðri byrjun í hálfleiknum.3. leikhluti | 44-57: Grindvíkingar eru duglegri þessa stundina, eru að fá villur með því að keyra á körfuna og eru að taka sóknarfráköst. 4:24 eftir.3. leikhluti | 44-53: Liðin skiptast á körfum. 5:43 eftir.3. leikhluti | 42-51: Sigurður Þorsteinsson skorar fyrir Grindavík en gestirnir hafa skrefað þrisvar sinnum í byrjun seinni hálfleiks. 7 mín. eftir.3. leikhluti | 42-49: Heimamenn sterkari á upphafsmínútum seinni hálfleiks. Grindvíkingar hafa tapað tveimur boltum með skömmu millibili og Njarðvíkingar hafa bætt við sex stigum. 8:14 eftir.3. leikhluti | 38-49: Grindvíkingar fyrri á blað en heimamenn voru fljótir að svara. 9:33 eftir.3. leikhluti | 36-47: Seinni hálfleikur er hafinn og Njarðvíkingar byrja með boltann. 9:58 eftir.2. leikhluti | 36-47: Hálfleikur. Grindvíkingar bættu við tveimur vítum og Njarðvík fékk lokasóknina. Hún geigaði og Grindvíkingar leiða með 11 stigum þegar gengið er til búningsklefa.2. leikhluti | 36-45: Hjörtur Hrafn Einarsson var að koma sér á blað, hann fékk villu að auki, vítið rataðiekki rétta leið. 24 sek. eftir.2. leikhluti | 32-45: Clinch Jr. hefur farið hamförum hérna í fyrri hálfleik, var að enda við að sökkva þriggja stiga skoti og er kominn með 25 stig. 1 mín eftir.2. leikhluti | 32-42: Liðin skiptast á að skora. Smith Jr. að bæta við einu í þessum töluðu orðum. 1:12 eftir.2. leikhluti | 29-40: Njarðvíkingar skoruðu fjögur stig í röð en Siggi Þorsteinss. var ekki lengi að setja tappa ´sprettinn sem var að myndast. 2 mín. eftir.2. leikhluti | 25-38: 10 stiga munur þegar 3:35 eru eftir. En þegar 3:10 eru eftir dúndrar Clinch Jr. niður þrist og gerir þetta að 13 stiga forskoti gestanna.2. leikhluti | 25-33: Smith Jr. bætir við tveimur af vítalínunni. 4:23 eftir.2. leikhluti | 23-33: Stigin sem eru skoruð núna eru af vítalínunni en það er verið að misnota þessi víti samt sem áður. 4:32 eftir.2. leikhluti | 23-32: Ólafur Ólafsson bætir við einu víti. 5:46 eftir.2. leikhluti | 23-31: Jóhann Árni Ólafsson bætir við sirkúskörfu þegar 6:27 eru eftir af hálfleiknum.2. leikhluti | 23-29: Aftur er Logi á ferðinni, nú eru það gestirnir sem eiga í vandræðum í sókninni. Þetta er ennþá leikur. 7:07 eftir.2. leikhluti | 21-29: Logi Gunnarsson bætir við þremur stigum. 8:19 eftir.2. leikhluti | 18-29: Liðin skiptast á körfum núna en sóknarleikur heimamanna er betri þessar mínúturnar. 8:38 eftir.2. leikhluti | 16-25: Annar leikhluti er hafinn og Baginski skorar þriggja stiga körfu. 9:42 eftir1. leikhluti | 13-25: Njarðvíkingar reyndu lokasóknina, fyrsta skotið geigaði en Baginski náði í sóknarfrákast og skoraði þegar ein sekúnda var eftir af leiktímanum. Vörn gestanna er búin að vera ógnvænleg enda eru þeir með 12 stiga forskot eftir 10.1. leikhluti | 11-25: Logi og Smith Jr. eru komnir með 4 stig fyrir heimamenn. Annars er lítið að gerast í sóknarleik heimamanna. Sigurður Þorsteinsson bætir við tveimur vítum. 24 sek. eftir.1. leikhluti | 9-23: Clinch Jr. er kominn með 15 stig í fyrsta leikhluta. Hann var að bæta við þremur stigum. 1:22 eftir.1. leikhluti | 9-20: Liðin skiptast á körfum. 1:47 eftir.1. leikhluti | 7-18: Clinch Jr. bætir við þrist fyrir gestina og það er orðinn 11 stiga munur þegar. 2:19 eftir.1. leikhluti | 6-13: Aftur er Smith Jr. á ferðinni fyrir Njarðvík en Lewis Clinch Jr. er drjúgur fyrir gestina, kominn með 9 stig. 3:06 eftir.1. leikhluti | 4-11: Ómar Sævarsson bætti við tveimur stigum fyrir Grindavík og Njarðvík tapaði boltanum. Einar Árni tekur leikhlé þegar 4:04 eru eftir.1. leikhluti | 4-9: Smith Jr. lagar stöðuna fyrir heimamenn en sóknarleikur beggja liða er ekki góður þessa stundina. 4:33 eftir. 1. leikhluti | 2-9: Logi Gunnarsson kemur heimamönnum á blað en þeir eru fljótir að svara Grindvíkingarnir með þrist. 6:22 eftir.1. leikhluti | 0-6: Gestirnir byrja mun betur, Njarðvík hefur tapað tveimur boltum á upphafsmínútunum. 7:49 eftir.1. leikhluti | 0-4: Grindvíkingar eru fyrstir á blað. Vinna síðan boltann af Njarðvíkiingum og ná tveimur sóknarfráköstum í sömu sókninni. Sigurður Þorsteinsson sækir síðan villu og fer á línuna. Hann nýtir bæði vítin. 8:54 eftir.1. leikhluti | 0-0: Leikurinn er hafinn og það eru gestirnir sem hefja sókn. 9:58 eftir.Fyrir leik: Liðin eru nú kynnt til leiks og það er stutt í leikinn. Þetta verður svakalegt, ég get lofað því.Fyrir leik: Rúmar 10 mínútur í leik og fólk er beðið um að standa upp og þjappa. Ljónagryfjan er að fyllast og er farin að líkjast sardínudós frekar en íþróttahúsi.Fyrir leik: Atkvæðamestir á föstudaginn voru þeir Tracy Smith Jr. hjá Njarðvíkingum með 19 stig og 18 fráköst og að auki sendi Elvar Már Friðriksson 10 stoðsendingar á félaga sína. Hjá Grindavík var Ólafur Ólafsson stigahæstur með 18 stig, Ómar Sævarsson tók 14 fráköst og Lewis Clinch Jr. þefaði upp félaga sína með 11 stoðsendingum.Fyrir leik: Þegar tölfræði leiksins á föstudagskvöldið er skoðuð kemur í ljós að framlag varamanna Njarðvíkinga var mun meira en hjá Grindavík. Alls komu 24 stig af bekk Njarðvíkinga en aðeins fimm stig hjá Grindvíkingum. Það þarf ekki að fjölyrða um mikilvægi þess að margir leggi hönd á plóg þegar komið er þetta langt í mótið.Fyrir leik: Eins og körfuknattleiksáhugamenn ættu að vita, þá unnu Njarðvíkingar fyrsta leik liðanna í Grindavík síðastliðið föstudagskvöld. Það er talað um að Húnarnir hafi stolið sigrinum og er það rétt orðað. Grindvíkingar höfðu góð tök á leiknum um miðjan þriðja leikhluta en Njarðvíkingar unnu sig aftur inn í leikinn og kláruðu hann 73-81. Það má ætla að Grindvíkingar séu hundfúlir og mæti brjálaðir út á völlinn í kvöld. Við erum hinsvegar í Ljónagryfjunni sem er að fyllast í þessum töluðu orðum, þegar rúmur hálftími er í leik og ekkert gefið að Grindavík nái að jafna seríuna. Það eru því blikur á lofti að þessi leikur verði rosalegur.Fyrir leik: Komiði sæl og blessuð. Hér verður leik Njarðvíkur og Grindavíkur lýst.
Dominos-deild karla Mest lesið Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Enski boltinn „Eitthvað annað og stærra en ég hef nokkurn tímann upplifað“ Fótbolti „Karfan er æði en lífið er skítt“ Körfubolti Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Fótbolti Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir Körfubolti Karius mættur í þýsku B-deildina Fótbolti Ásdís Karen orðin samherji Hildar í Madríd Fótbolti Danir skoruðu 47 mörk í fyrsta leik sínum á HM Handbolti Nökkvi í höfn í Rotterdam og getur aftur labbað á kaffihús Fótbolti Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Enski boltinn Fleiri fréttir „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Kært vegna rasisma í Garðabæ Reynsluboltar taka við þjálfun Keflavíkur Unnu þriðja leikhluta 28-0 og jöfnuðu stærstu endurkomu sögunnar Átök í stúdíóinu: „LeBron er að eyðileggja Lakers“ Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Sjá meira