Raul Garcia tryggði Atletico Madrid 1-0 sigur á Villarreal í fyrsta leik dagsins í spænsku úrvalsdeildinni.
Markið skoraði hann á fjórtándu mínútu eftir undirbúning Koke. Með sigrinum komst Atletico í 79 stig og því ljóst að liðið heldur toppsæti sínu í deildinni þessa helgina.
Barcelona og Real Madrid koma í næstu sætum á eftir en þau eiga bæði eftir að spila í dag.
