Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Njarðvík 120-95 | Grindvíkingar sýndu afhverju þeir eru ríkjandi Íslandsmeistarar. Árni Jóhannsson í Röstinni skrifar 17. apríl 2014 18:30 Vísir/Daníel Grindavík tryggði sér sæti í úrslitaviðureigninni á móti KR um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta karla með því að leggja Njarðvík að velli í oddaleik fyrr í kvöld. Leikar fóru 120-95 í leik sem ekki stóðst væntingarnar sem gerðar voru fyrir hann. Grindvíkingar voru fljótir að ná undirtökunum og létu þau ekki af hendi allar 40 mínúturnar. Það var allt annað upp á teningnum í kvöld í fyrri hálfleik varðandi stigaskor liðanna í kvöld. Grindvíkingar byrjuðu af ógurlegum krafti og til dæmis um það voru þeir búnir að skora 18 stig á móti níu stigum gestanna þegar fyrsti leikhluti var hálfnaður. Þeir stigu ekki af bensíngjöfinni og hleyptu grönnum sínum úr Njarðvík ekki inn í leikinn af neinu viti. Sóknaraðgerðir gestanna gengu ekki upp og þegar fyrsta leikhluta var lokið voru heimamenn með 19 stiga forskot, 38-19. Lewis Clinch Jr. fann fjölina sína í leikhlutanum og hélt sig við hana enda var hann með fjórar þriggja stiga tilraunir sem rötuðu allar rétta leið. Njarðvíkingar byrjuðu annan fjórðung af auknum krafti en náðu ekki að naga forskot heimamanna niður fyrir tíu stiga markið. Þeir komust næst því í stöðunni 51-38 þagar rúmar þrjár mínútur voru eftir af hálfleiknum. Grindvíkingar bættu við 11 stigum á móti þremur gestanna það sem eftir lifði hálfleiksins og var því mikið verk í hálfleik fyrir Njarðvíkinga að koma sér aftur inn í leikinn. Stigahæstir í hálfleik voru Lewis Clinch Jr. fyrir heimamenn með 23 stig þar sem fimm af fimm af sex þriggja stiga tilraunum hans fóru ofan í. Hjá gestunum var Logi Gunnarsson með mesta lífsmarkið en hann skoraði 10 stig. Grindvíkingar hófu seinni hálfleikinn eins og þeir spiluðu þann fyrri, af dæmalausum krafti. Þeir skoruðu fyrstu fimm stig hálfleiksins og þegar þriðji leikhluti var hálfnaður höfðu gulklæddir heimamenn skorað 22 stig á móti 11 þeirra grænklæddu og var staðan orðin 84-53 og munurinn orðinn meiri en 30 stig. Þar með var brekka Njarðvíkinga orðin ansi brött og lítið sem þeir gátu gert við stórleik Grindvíkinga. Þriðja leikhluta lauk í stöðunni 96-67 fyrir heimamenn. Fjórði leikhluti var í raun einungis formsatriði að klára. Njarðvíkingar gáfust þó ekki upp og reyndu að byggja upp spretti sem að hefðu komið þeim inn í leikinn en Grindvíkingar voru alltaf með svör sem drápu þá spretti í fæðingu. Minni spámenn liðana kláruðu leikinn og geta búið að þeirri reynslu í framtíðinni. Lewis Clinch Jr. fór fyrir sínum mönnum í Grindavík og skoraði 31 stig ásamt því að senda tíu stoðsendingar. Það virtist ekki vera að hann myndi klúðra skoti í allt kvöld. Kappinn hitti úr þremur af fjórum tveggja stiga skotum sínum og sjö af tíu þriggja stiga og réður Njarðvíkingar ekkert við hann. Elvar Már Friðriksson skilaði góðum leik fyrir gestina og skoraði 26 stig.Earnest Lewis Clinch Jr.: Erfitt að stöðva okkur þegar allir eru á sömu blaðsíðu Besti maður vallarins var Earnest Lewis Clinch Jr. hjá Grindavík. Hann var spurður hvað það hafi verið sem færði Grindvíkingum sigurinn í kvöld. „Það var blanda af hugarfarinu okkar og því að spila körfubolta eins og Grindvíkingar eiga að sér. Við erum með mjög hæfileikaríkt lið og mjög góða breidd og þegar við spilum góða vörn og allir eru á sömu blaðsíðunni þá er erfitt að stöðva okkur.Góð vörn leiðir oftast af sér góðan sóknarleik og byrjaði ég leikinn vel og gefur það liðsfélögum mínum aukinn kraft og leyfir okkur að spila leikinn vel og skilaði það sigrinum í kvöld.“ „Það var auðvitað planið að leyfa Njarðvíkingum ekki að spila sinn körfubolta. Við undirbjuggum okkur vel með því að horfa á leikina okkar við þá. Þeir hreyfa boltann mjög auðveldlega á milli sín og það sem við gerðum var að gera þeim erfitt fyrir að grípa körfuboltann í sókninni og þrýsta þeim frá körfunni. Þannig eyðilögðum við hrynjandann í liðinu þeirra og ef við náum því þá gerir það okkur kleyft að ná góðum sprettum.“ Blaðamaður spurði Clinch Jr. um frammistöðu hans í kvöld og hvort hann finni það á sér þegar eitthvað er í vændum fyrir leik. „Ég var ekki ánægður með frammistöðu mína í seinasta leik og án þess að reyna að afsaka mig þá var bakið á mér að angra mig. En körfubolti snýst um undirbúning, bæði andlegan og líkamlegan. Ég hélt bara áfram að vinna í skotinu mínu milli leikja og þegar það er gert þá veistu að þú munir spila vel og hitta vel úr skotunum. Undirbúningur fyrst og fremst og svo vildi ég vinna þennan leik.“Sverrir Þór Sverrisson: Hugarfarið stærsta breytingin milli leikja Þjálfari Grindvíkinga var að vonum ánægður með leik sinna manna í kvöld. „Við létum þetta líta út fyrir að vera létt þar sem allir voru að vinna vinnuna sína allan tímann og var frábær barátta í liðinu, það voru allir tilbúnir og sýndu að þeir vildu komast í úrslitaseríuna. Við höfðum tvo daga fyrir æfingar og fórum aðeins yfir hlutina en þessi lið hafa mæst svo oft í vetur og þekkja hvort annað vel þannig að það var ekki mikið sem þurfti að breyta milli leikja. Við hinsvegar þurftum að skerpa á ákveðnum hlutum og við fórum yfir það og menn mættu tilbúnir í kvöld.“ Sverrir var spurður hvort hugarfar leikmanna hafi verið eitthvað sem þurfti að skerpa á. „Algjörlega, það er stærsti þátturinn fannst mér vera. Hugarfarsbreyting frá síðasta leik og ekki vera að pæla of mikið í hlutunum, heldur vinna vinnuna sína á meðan þú ert á gólfinu og það var það sem að gerðist hjá okkur í kvöld.“ „Við ætlum náttúrulega að halda þessu hugarfari á móti KR. Við þurfum nú að fara að kíkja yfir leik KR-inga, Njarðvík og KR eru ólík lið. Það er bara mánudagurinn, þá mætum við tilbúnir í að mæta KR.“Einar Árni Jóhannsson: Svekktur fyrir hönd stuðningsmanna „Grindvíkingar eru mennskir og verðum við með tíð og tíma að líta í eigin barm og sjá hvað fór miður hjá okkur“, voru fyrstu viðbrögð þjálfara Njarðvíkinga eftir leik. „Við spiluðum ekki nægjanlega góða vörn og hleypum þeim of langt fram úr okkur í fyrsta leikhluta. Þannig að þetta var orðið ansi erfitt strax eftir fyrsta leikhluta og það virtist ekki skipta máli hver var að taka skot fyrir þá, það fór allt ofan í. Það náttúrulega drepur rosalega í okkur. Grindvíkingar eiga mikið hrós skilið fyrir frammistöðu sína í kvöld.“ „Ég á eftir að finna það á næstu dögum að ég er mjög stoltur af strákunum okkar sem hafa tekið þessi skref sem þeir hafa tekið í vetur heldur líka að fara alla leið á móti Grindavík. Gleymum því ekki að það hafði enginn trú á því að við gætum unnið liðin fyrir ofan okkur, þar sem við vorum ekki búnir að gera það í allan vetur. Menn sýndu það heldur betur í þessu einvígi að við gátum það. Þetta er kannski mest svekkjandi fyrir stuðningsmenn okkar, þar sem þeir voru frábærir í úrslitakeppninni og er ég svekktur fyrir þeirra hönd að ná ekki að halda áfram.“ Einar mun láta af störfum sem þjálfari Njarðvíkinga og var spurður hvort hann teldi tilraun Njarðvíkinga að byggja upp lið á ungum heimamönnum væri að takast. „Það er engin spurning að það sem við höfum gert á þremur árum sýnir að það er alveg hægt að gera þetta á innviðinu. Nú erum við að berjast við gríðarlega sterk lið eins og Grindavík og KR og til þess að saxa á þau, þá erum við að tala um dálítið skrýtna hluti. Við erum að missa frá okkur 19 ára dreng sem þið vissuð ekkert um fyrir þremur árum og þurfum kannski að styrkja liðið í framhaldinu af því.“ „Ég er samt rosalega bjartsýnn fyrir hönd UMFN, mannauðurinn er gríðarlegur og býr yfir miklum vilja og með toppmann í brúnni með þennan efnivið þá er mikil bjartsýni fyrir framhaldið.“4. leikhluti | 120-95: Leiknum er lokið með stórsigri heimamanna sem höfðu völdin á vellinum allan tímann. Svekkjandi endir á annars góðu tímabili Njarðvíkinga.4. leikhluti | 118-93: Bæði lið eru búin að hleypa inn minni spámönnum. 1 mín. eftir.4. leikhluti | 118-91: Elvar er búinn að vera mjög góður ásamt Loga. Elvar bætir við þremur. 1:55 eftir.4. leikhluti | 118-88: Njarðvíkingar mega eiga það að þeir eru enn að reyna þegar 2:49 eru eftir. Þristur frá Loga en Siggi Þorsteinss. brunar upp völlinn og skorar og fær villu að auki. Vítið ratar heim.4. leikhluti | 113-82: Clinch Jr. fær dæmda á sig óíþróttamannslega villu og Logi Gunnarsson skorar úr tveimur vítum. Njarðvíkingar nýta sér það ekki að fá boltann aftur og Grindvíkingar bæta við þremur stigum. 3:35 eftir.4. leikhluti | 110-78: Jón Axel Guðmundsson skoraði þriggja stiga körfu og kom muninum í 31 stig og stal síðan boltanum. Flottur kafli hjá drengnum sem endar með því að hann færi högg í magann. Siggi Þorsteinsson setur niður eitt víti. 4:13 eftir.4. leikhluti | 104-77: Það er alveg sama hvaða afbrigði af varnarleik Njarðvíkingar reyna, Grindavík finnur alltaf skot sem að rata rétta leið. 5:20 eftir.4. leikhluti | 102-72: Jón Axel Guðmundsson komst á vítalínuna og skoraði úr báðum vítunum. 30 stiga munur þegar 6:32 eru eftir.4. leikhluti | 100-72: Logi Gunnarsson skorar þriggja stiga körfu en aftur svara Ómar fyrir Grindavík og heimamenn eru komnir í 100 stig þegar 8 mín. eru eftir.4. leikhluti | 98-69: Smith Jr. opnaði leikhlutann fyrir gestina en Ómar Sævarsson var ekki lengi að svara. 9:15 eftir.3. leikhluti | 96-67: Þriðja leikhluta er lokið. Ég hélt að eitthvað kæruleysi væri komið í Grindavík, gestirnir náðu 0-7 sprett en Óli Óla. dúndraði niður þrist og drap þann sprett áður en hann náði lengra. Svakaleg brekka í fjórða leikhluta fyrir Njarðvík.3. leikhluti | 93-62: Til marks um ákafann í vörn heimamanna þá sá Elvar Már þann kost bestann að reyna þriggja stiga skot meter fyrir aftan línuna, það fór reyndar í en Njarðvíkingar komast ekki neitt inn í teiginn. 1:45 eftir.3. leikhluti | 88-59: Þetta er farið að verða ansi erfitt fyrir gestina, Baginski setur niður þriggja stiga körfu þó og reynir að kveikja í Njarðvíkurstuðningsmönnum sem eru orðnir mjög daufir. Grindvíkingar ná alltaf samt að svara. 3 mín. eftir.3. leikhluti | 84-53: 31 stiga munur!! Jóhann Árni Ólafsson með rýting í sína gömlu félaga, aftur þristur.3. leikhluti | 81-53: Clinch Jr. með enn einn þristinn hann er kominn með sjö í átta tilraunum. Ég held við getum farið að kalla þetta stórleik. Leikhlé tekið þegar 4:45 eftir.3. leikhluti | 74-50: Elvar Már bætir við þremur stigum fyrir gestina en Jóhann Árni Ólafsson svarar í sömu mynt. Grindvíkingar eru með svör við öllu því sem gestirnir henda að þeim. 6:23 eftir.3. leikhluti | 71-47: Liðin skiptast á körfum þessar fyrstu tvær mínútur. En Grindvíkingar hafa klárlega undirtökin. 8:04 eftir.3. leikhluti | 67-41: Clinch Jr. heldur áfram þaðan sem frá var horfið. Hann skorar fyrstu stig seinni hálfleiks með þriggja stiga körfu og leggur síðan upp viðstöðulausa troðslu fyrir Óla Ólafss. 9 mín. eftir.3. leikhluti | 62-41: Jæja þá er þetta hafið aftur. Við skulum ekki halda að þetta sé komið, það eru enn 20 mín. eftir af körfubolta. 9:59 eftir.2. leikhluti | 62-41: Hálfleikur. Bæði lið náðu að bæta við stigum af vítalínunni en gestirnir reyndu lokaskot sem geigaði. Það eru heimamenn sem hafa öll völd á vellinum.2. leikhluti | 60-40: Heimamenn eru komnir með 60 stig í fyrri hálfleik. Njarðvíkingar eru ekkert að ráða við þá. Þeir þurfa heldur betur að stíga leik sinn upp í seinni hálfleik ef ekki á illa að fara. 1:24 eftir.2. leikhluti | 56-38: Brotið á Clinch Jr. í þriggja stiga skoti og fékk hann þrjú skot. Það fóru tvö víti ofan í. 2:06 eftir.2. leikhluti | 54-38: Tveir þristar í röð frá gestunum en Clinch Jr. er í feyknafjöri og svaraði með einum í viðbót frá sér. 2:46 eftir.2. leikhluti | 51-32: Sóknarleikur heimamanna gengur svo sannarlega betur í fyrri hálfleik heldur en hann gerði í síðasta leik. Þeir eru komnir yfir 50 stiga múrinn á meðan Njarðvíkingar eru í svipuðum málum. 3:52 eftir.2. leikhluti | 49-32: Gestirnir bæta við tveimur stigum en þá bæta heimamenn við fjórum, það er tekið leikhlé þegar 4:29 eru eftir.2. leikhluti | 45-30: Njarðvíkingar prófa pressuvörn en hún virkar ekki. Sigurður Þorsteinss. bætir við tveimur. 5:45 eftir.2. leikhluti | 43-30: Leikhlé þegar 6:08 eru eftir.2. leikhluti | 43-28: Jóhann Árni Ólafsson með þrist, það var búið að vera meira um baráttu en fallegan sóknarleik áður en þessi karfa kom. 6:53 eftir.2. leikhluti | 40-26: Já já, það eru stympingar á vellinum. Grindvíkingar fá dæmda á sig villu og leikmennirnir höfðu eitthvað um það að segja við hvorn annan. 7:56 eftir.2. leikhluti | 40-24: Njarðvíkingar ætla sér klárlega að spila ákafari varnarleik en eru að fá dæmdar á sig villur. Liðins skiptast á körfum. 8:56 eftir.2. leikhluti | 38-17: Annar leikhluti er byrjaður og bæði liðin eru búin að missa boltann og ekki nema 14 sek. liðnar. 9:46 eftir.1. leikhluti | 38-19: Leikhlutanum er lokið og Grindavík hafa öll völd á vellinum. Clinch Jr. er 4/4 í þriggja stiga skotum. Ótrúlegt.1. leikhluti | 36-17: Rosalegur varnarleikur heimamanna er að koma gestunum í opna skjöldu og það skilar sér í 19 stiga mun. Njarðvíkingar komast bara ekki að hérna í fyrsta leikhluta. 26 sek eftir.1. leikhluti | 31-15: Haugur af sóknarfráköstum hjá heimamönnum og ná þeir að nýta sér það að ná í þau. 1:55 eftir.1. leikhluti | 29-15: Clinch Jr. er sjóðandi heitur, hann var rétt í þssu að dúndra niður þrist u.þ.b. meter fyrir aftan línuna. Grindavík stal síðan boltanum og dæmd var óíþróttamannsleg villa á Njarðvík og Siggi Þorsteinss. bætti við einu stigi. 2:21 eftir.1. leikhluti | 25-13: Munurinn er kominn í 12 stig þegar 3:05 eru eftir. Sóknarleikur heimamanna gengur eins og smurð vél.1. leikhluti | 23-13: Elvar minnkar muninn í 5 stig af vítalínunni en Grindvíkingar fljótir að auka hann aftur upp í 10 stig. 4:05 eftir.1. leikhluti | 18-12: Einn þristur í viðbót í sarpinn hjá Njarðvík og Grindavík tapar síðan boltanum og það er tekið leikhlé þegar 5:02 eru eftir.1. leikhluti | 18-9: Heimamönnum gengur betur að finna körfuna og eru því komnir níu stig í forskot þegar 5:16 eru eftir af fyrsta leikhluta.1. leikhluti | 13-6: Ágúst Orrason negldi niður þrist fyrir Njarðvík en Clinch Jr. var ekki lengi að svara í sömu mynt. Grindavík byrjar mun betur. 7 mín. eftir.1. leikhluti | 8-3: Sigðurður Þorsteinsson hefur farið mikinn á upphafsmínútunum, hann er kominn með 6 af 8 stigum heimamanna. 7:51 eftir.1. leikhluti | 4-1: Elvar Már kom gestunum á blað af vítalínunni en Sigurður Þorsteinsson bætti við fyrir Grindavík. 9:03 eftir.1. leikhluti | 2-0: Leikurinn er hafinn og það eru heimamenn sem ná valdi á boltanum eftir uppkastið og skora fyrstu körfuna. 9:53 eftir.Fyrir leik: Liðin eru nú kynnt til leiks og það styttist óðfluga í veisluna sem verður borin á borð fyrir körfuboltaaðdáendur í kvöld.Fyrir leik: Vallarþulurinn er búinn að biðja áhorfendur um að þjappa sér tvisvar, slík er mannmergðin. Það gæti farið svo að áhorfendur verði beðnir um að standa ef það bætast fleiri við. Svona á þetta að vera.Fyrir leik: Það er tæpur hálftími í leik, stúkan er orðin þéttsetin, liðin hita upp af krafti og Gummi Ben. og Benni Gumm. eru tilbúnir að lýsa því sem fer hér fram í kvöld á Stöð 2 Sport. Það er mjög góður andi í húsinu og þó hitamælirinn segi aðins 22°C þá get ég lofað því að hitastigið verður hærra inn á vellinum þegar boltanum verður kastað upp.Fyrir leik: Í leiknum á mánudaginn fóru Tracy Smith Jr. og Elvar Már Friðriksson fyrir sínum mönnum í Njarðvík. Smith Jr. skoraði 25 stig og var með fínan leik á meðan Elvar hótaði tvöfaldri þrennu með 21 stig skorað, 9 stoðsendingar og 8 fráköst hirt. Hjá Grindvíkingum voru það Sigurður Gunnar Þorsteinsson og Earnest Lewis Clinch Jr. sem voru í aðalhlutverkum. Báðir skiluðu tvöfaldri tvennu, Sigurður með 15 stig skoruð og 10 fráköst tekin á meðan Clinch Jr. skilaði 13 stigum og fann félaga sína með 10 stoðsendingum.Fyrir leik: Seinasti leikur liðanna fór 77-68 fyrir Njarðvík í Ljónagryfjunni, á mánudaginn síðasta. Þar var sóknarleikurinn ekki í fyrirrúmi eins og sést á lokatölum eða kannski helst hálfleikstölum. Þær voru 26-30 fyrir Grindavík. Það gæti farið svo að það sama verði upp á teningnum í kvöld enda mikið í húfi fyrir liðin.Fyrir leik: Sælir lesendur góðir, við eins og meginþorri aðdáenda erum mættir snemma í Röstina í Grindavík til að verða vitni að oddaleik í undanúrslitum Íslandsmótsins í körfuknattleik. Það er Suðurnesjaslagur framundan en Grindavík og Njarðvík munu berjast til síðasta blóðdropa um sæti í úrslitaeinvíginu á móti KR. Dominos-deild karla Mest lesið Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Enski boltinn „Eitthvað annað og stærra en ég hef nokkurn tímann upplifað“ Fótbolti „Karfan er æði en lífið er skítt“ Körfubolti Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Fótbolti Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir Körfubolti Karius mættur í þýsku B-deildina Fótbolti Ásdís Karen orðin samherji Hildar í Madríd Fótbolti Danir skoruðu 47 mörk í fyrsta leik sínum á HM Handbolti Nökkvi í höfn í Rotterdam og getur aftur labbað á kaffihús Fótbolti Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Enski boltinn Fleiri fréttir „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Kært vegna rasisma í Garðabæ Reynsluboltar taka við þjálfun Keflavíkur Unnu þriðja leikhluta 28-0 og jöfnuðu stærstu endurkomu sögunnar Átök í stúdíóinu: „LeBron er að eyðileggja Lakers“ Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Sjá meira
Grindavík tryggði sér sæti í úrslitaviðureigninni á móti KR um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta karla með því að leggja Njarðvík að velli í oddaleik fyrr í kvöld. Leikar fóru 120-95 í leik sem ekki stóðst væntingarnar sem gerðar voru fyrir hann. Grindvíkingar voru fljótir að ná undirtökunum og létu þau ekki af hendi allar 40 mínúturnar. Það var allt annað upp á teningnum í kvöld í fyrri hálfleik varðandi stigaskor liðanna í kvöld. Grindvíkingar byrjuðu af ógurlegum krafti og til dæmis um það voru þeir búnir að skora 18 stig á móti níu stigum gestanna þegar fyrsti leikhluti var hálfnaður. Þeir stigu ekki af bensíngjöfinni og hleyptu grönnum sínum úr Njarðvík ekki inn í leikinn af neinu viti. Sóknaraðgerðir gestanna gengu ekki upp og þegar fyrsta leikhluta var lokið voru heimamenn með 19 stiga forskot, 38-19. Lewis Clinch Jr. fann fjölina sína í leikhlutanum og hélt sig við hana enda var hann með fjórar þriggja stiga tilraunir sem rötuðu allar rétta leið. Njarðvíkingar byrjuðu annan fjórðung af auknum krafti en náðu ekki að naga forskot heimamanna niður fyrir tíu stiga markið. Þeir komust næst því í stöðunni 51-38 þagar rúmar þrjár mínútur voru eftir af hálfleiknum. Grindvíkingar bættu við 11 stigum á móti þremur gestanna það sem eftir lifði hálfleiksins og var því mikið verk í hálfleik fyrir Njarðvíkinga að koma sér aftur inn í leikinn. Stigahæstir í hálfleik voru Lewis Clinch Jr. fyrir heimamenn með 23 stig þar sem fimm af fimm af sex þriggja stiga tilraunum hans fóru ofan í. Hjá gestunum var Logi Gunnarsson með mesta lífsmarkið en hann skoraði 10 stig. Grindvíkingar hófu seinni hálfleikinn eins og þeir spiluðu þann fyrri, af dæmalausum krafti. Þeir skoruðu fyrstu fimm stig hálfleiksins og þegar þriðji leikhluti var hálfnaður höfðu gulklæddir heimamenn skorað 22 stig á móti 11 þeirra grænklæddu og var staðan orðin 84-53 og munurinn orðinn meiri en 30 stig. Þar með var brekka Njarðvíkinga orðin ansi brött og lítið sem þeir gátu gert við stórleik Grindvíkinga. Þriðja leikhluta lauk í stöðunni 96-67 fyrir heimamenn. Fjórði leikhluti var í raun einungis formsatriði að klára. Njarðvíkingar gáfust þó ekki upp og reyndu að byggja upp spretti sem að hefðu komið þeim inn í leikinn en Grindvíkingar voru alltaf með svör sem drápu þá spretti í fæðingu. Minni spámenn liðana kláruðu leikinn og geta búið að þeirri reynslu í framtíðinni. Lewis Clinch Jr. fór fyrir sínum mönnum í Grindavík og skoraði 31 stig ásamt því að senda tíu stoðsendingar. Það virtist ekki vera að hann myndi klúðra skoti í allt kvöld. Kappinn hitti úr þremur af fjórum tveggja stiga skotum sínum og sjö af tíu þriggja stiga og réður Njarðvíkingar ekkert við hann. Elvar Már Friðriksson skilaði góðum leik fyrir gestina og skoraði 26 stig.Earnest Lewis Clinch Jr.: Erfitt að stöðva okkur þegar allir eru á sömu blaðsíðu Besti maður vallarins var Earnest Lewis Clinch Jr. hjá Grindavík. Hann var spurður hvað það hafi verið sem færði Grindvíkingum sigurinn í kvöld. „Það var blanda af hugarfarinu okkar og því að spila körfubolta eins og Grindvíkingar eiga að sér. Við erum með mjög hæfileikaríkt lið og mjög góða breidd og þegar við spilum góða vörn og allir eru á sömu blaðsíðunni þá er erfitt að stöðva okkur.Góð vörn leiðir oftast af sér góðan sóknarleik og byrjaði ég leikinn vel og gefur það liðsfélögum mínum aukinn kraft og leyfir okkur að spila leikinn vel og skilaði það sigrinum í kvöld.“ „Það var auðvitað planið að leyfa Njarðvíkingum ekki að spila sinn körfubolta. Við undirbjuggum okkur vel með því að horfa á leikina okkar við þá. Þeir hreyfa boltann mjög auðveldlega á milli sín og það sem við gerðum var að gera þeim erfitt fyrir að grípa körfuboltann í sókninni og þrýsta þeim frá körfunni. Þannig eyðilögðum við hrynjandann í liðinu þeirra og ef við náum því þá gerir það okkur kleyft að ná góðum sprettum.“ Blaðamaður spurði Clinch Jr. um frammistöðu hans í kvöld og hvort hann finni það á sér þegar eitthvað er í vændum fyrir leik. „Ég var ekki ánægður með frammistöðu mína í seinasta leik og án þess að reyna að afsaka mig þá var bakið á mér að angra mig. En körfubolti snýst um undirbúning, bæði andlegan og líkamlegan. Ég hélt bara áfram að vinna í skotinu mínu milli leikja og þegar það er gert þá veistu að þú munir spila vel og hitta vel úr skotunum. Undirbúningur fyrst og fremst og svo vildi ég vinna þennan leik.“Sverrir Þór Sverrisson: Hugarfarið stærsta breytingin milli leikja Þjálfari Grindvíkinga var að vonum ánægður með leik sinna manna í kvöld. „Við létum þetta líta út fyrir að vera létt þar sem allir voru að vinna vinnuna sína allan tímann og var frábær barátta í liðinu, það voru allir tilbúnir og sýndu að þeir vildu komast í úrslitaseríuna. Við höfðum tvo daga fyrir æfingar og fórum aðeins yfir hlutina en þessi lið hafa mæst svo oft í vetur og þekkja hvort annað vel þannig að það var ekki mikið sem þurfti að breyta milli leikja. Við hinsvegar þurftum að skerpa á ákveðnum hlutum og við fórum yfir það og menn mættu tilbúnir í kvöld.“ Sverrir var spurður hvort hugarfar leikmanna hafi verið eitthvað sem þurfti að skerpa á. „Algjörlega, það er stærsti þátturinn fannst mér vera. Hugarfarsbreyting frá síðasta leik og ekki vera að pæla of mikið í hlutunum, heldur vinna vinnuna sína á meðan þú ert á gólfinu og það var það sem að gerðist hjá okkur í kvöld.“ „Við ætlum náttúrulega að halda þessu hugarfari á móti KR. Við þurfum nú að fara að kíkja yfir leik KR-inga, Njarðvík og KR eru ólík lið. Það er bara mánudagurinn, þá mætum við tilbúnir í að mæta KR.“Einar Árni Jóhannsson: Svekktur fyrir hönd stuðningsmanna „Grindvíkingar eru mennskir og verðum við með tíð og tíma að líta í eigin barm og sjá hvað fór miður hjá okkur“, voru fyrstu viðbrögð þjálfara Njarðvíkinga eftir leik. „Við spiluðum ekki nægjanlega góða vörn og hleypum þeim of langt fram úr okkur í fyrsta leikhluta. Þannig að þetta var orðið ansi erfitt strax eftir fyrsta leikhluta og það virtist ekki skipta máli hver var að taka skot fyrir þá, það fór allt ofan í. Það náttúrulega drepur rosalega í okkur. Grindvíkingar eiga mikið hrós skilið fyrir frammistöðu sína í kvöld.“ „Ég á eftir að finna það á næstu dögum að ég er mjög stoltur af strákunum okkar sem hafa tekið þessi skref sem þeir hafa tekið í vetur heldur líka að fara alla leið á móti Grindavík. Gleymum því ekki að það hafði enginn trú á því að við gætum unnið liðin fyrir ofan okkur, þar sem við vorum ekki búnir að gera það í allan vetur. Menn sýndu það heldur betur í þessu einvígi að við gátum það. Þetta er kannski mest svekkjandi fyrir stuðningsmenn okkar, þar sem þeir voru frábærir í úrslitakeppninni og er ég svekktur fyrir þeirra hönd að ná ekki að halda áfram.“ Einar mun láta af störfum sem þjálfari Njarðvíkinga og var spurður hvort hann teldi tilraun Njarðvíkinga að byggja upp lið á ungum heimamönnum væri að takast. „Það er engin spurning að það sem við höfum gert á þremur árum sýnir að það er alveg hægt að gera þetta á innviðinu. Nú erum við að berjast við gríðarlega sterk lið eins og Grindavík og KR og til þess að saxa á þau, þá erum við að tala um dálítið skrýtna hluti. Við erum að missa frá okkur 19 ára dreng sem þið vissuð ekkert um fyrir þremur árum og þurfum kannski að styrkja liðið í framhaldinu af því.“ „Ég er samt rosalega bjartsýnn fyrir hönd UMFN, mannauðurinn er gríðarlegur og býr yfir miklum vilja og með toppmann í brúnni með þennan efnivið þá er mikil bjartsýni fyrir framhaldið.“4. leikhluti | 120-95: Leiknum er lokið með stórsigri heimamanna sem höfðu völdin á vellinum allan tímann. Svekkjandi endir á annars góðu tímabili Njarðvíkinga.4. leikhluti | 118-93: Bæði lið eru búin að hleypa inn minni spámönnum. 1 mín. eftir.4. leikhluti | 118-91: Elvar er búinn að vera mjög góður ásamt Loga. Elvar bætir við þremur. 1:55 eftir.4. leikhluti | 118-88: Njarðvíkingar mega eiga það að þeir eru enn að reyna þegar 2:49 eru eftir. Þristur frá Loga en Siggi Þorsteinss. brunar upp völlinn og skorar og fær villu að auki. Vítið ratar heim.4. leikhluti | 113-82: Clinch Jr. fær dæmda á sig óíþróttamannslega villu og Logi Gunnarsson skorar úr tveimur vítum. Njarðvíkingar nýta sér það ekki að fá boltann aftur og Grindvíkingar bæta við þremur stigum. 3:35 eftir.4. leikhluti | 110-78: Jón Axel Guðmundsson skoraði þriggja stiga körfu og kom muninum í 31 stig og stal síðan boltanum. Flottur kafli hjá drengnum sem endar með því að hann færi högg í magann. Siggi Þorsteinsson setur niður eitt víti. 4:13 eftir.4. leikhluti | 104-77: Það er alveg sama hvaða afbrigði af varnarleik Njarðvíkingar reyna, Grindavík finnur alltaf skot sem að rata rétta leið. 5:20 eftir.4. leikhluti | 102-72: Jón Axel Guðmundsson komst á vítalínuna og skoraði úr báðum vítunum. 30 stiga munur þegar 6:32 eru eftir.4. leikhluti | 100-72: Logi Gunnarsson skorar þriggja stiga körfu en aftur svara Ómar fyrir Grindavík og heimamenn eru komnir í 100 stig þegar 8 mín. eru eftir.4. leikhluti | 98-69: Smith Jr. opnaði leikhlutann fyrir gestina en Ómar Sævarsson var ekki lengi að svara. 9:15 eftir.3. leikhluti | 96-67: Þriðja leikhluta er lokið. Ég hélt að eitthvað kæruleysi væri komið í Grindavík, gestirnir náðu 0-7 sprett en Óli Óla. dúndraði niður þrist og drap þann sprett áður en hann náði lengra. Svakaleg brekka í fjórða leikhluta fyrir Njarðvík.3. leikhluti | 93-62: Til marks um ákafann í vörn heimamanna þá sá Elvar Már þann kost bestann að reyna þriggja stiga skot meter fyrir aftan línuna, það fór reyndar í en Njarðvíkingar komast ekki neitt inn í teiginn. 1:45 eftir.3. leikhluti | 88-59: Þetta er farið að verða ansi erfitt fyrir gestina, Baginski setur niður þriggja stiga körfu þó og reynir að kveikja í Njarðvíkurstuðningsmönnum sem eru orðnir mjög daufir. Grindvíkingar ná alltaf samt að svara. 3 mín. eftir.3. leikhluti | 84-53: 31 stiga munur!! Jóhann Árni Ólafsson með rýting í sína gömlu félaga, aftur þristur.3. leikhluti | 81-53: Clinch Jr. með enn einn þristinn hann er kominn með sjö í átta tilraunum. Ég held við getum farið að kalla þetta stórleik. Leikhlé tekið þegar 4:45 eftir.3. leikhluti | 74-50: Elvar Már bætir við þremur stigum fyrir gestina en Jóhann Árni Ólafsson svarar í sömu mynt. Grindvíkingar eru með svör við öllu því sem gestirnir henda að þeim. 6:23 eftir.3. leikhluti | 71-47: Liðin skiptast á körfum þessar fyrstu tvær mínútur. En Grindvíkingar hafa klárlega undirtökin. 8:04 eftir.3. leikhluti | 67-41: Clinch Jr. heldur áfram þaðan sem frá var horfið. Hann skorar fyrstu stig seinni hálfleiks með þriggja stiga körfu og leggur síðan upp viðstöðulausa troðslu fyrir Óla Ólafss. 9 mín. eftir.3. leikhluti | 62-41: Jæja þá er þetta hafið aftur. Við skulum ekki halda að þetta sé komið, það eru enn 20 mín. eftir af körfubolta. 9:59 eftir.2. leikhluti | 62-41: Hálfleikur. Bæði lið náðu að bæta við stigum af vítalínunni en gestirnir reyndu lokaskot sem geigaði. Það eru heimamenn sem hafa öll völd á vellinum.2. leikhluti | 60-40: Heimamenn eru komnir með 60 stig í fyrri hálfleik. Njarðvíkingar eru ekkert að ráða við þá. Þeir þurfa heldur betur að stíga leik sinn upp í seinni hálfleik ef ekki á illa að fara. 1:24 eftir.2. leikhluti | 56-38: Brotið á Clinch Jr. í þriggja stiga skoti og fékk hann þrjú skot. Það fóru tvö víti ofan í. 2:06 eftir.2. leikhluti | 54-38: Tveir þristar í röð frá gestunum en Clinch Jr. er í feyknafjöri og svaraði með einum í viðbót frá sér. 2:46 eftir.2. leikhluti | 51-32: Sóknarleikur heimamanna gengur svo sannarlega betur í fyrri hálfleik heldur en hann gerði í síðasta leik. Þeir eru komnir yfir 50 stiga múrinn á meðan Njarðvíkingar eru í svipuðum málum. 3:52 eftir.2. leikhluti | 49-32: Gestirnir bæta við tveimur stigum en þá bæta heimamenn við fjórum, það er tekið leikhlé þegar 4:29 eru eftir.2. leikhluti | 45-30: Njarðvíkingar prófa pressuvörn en hún virkar ekki. Sigurður Þorsteinss. bætir við tveimur. 5:45 eftir.2. leikhluti | 43-30: Leikhlé þegar 6:08 eru eftir.2. leikhluti | 43-28: Jóhann Árni Ólafsson með þrist, það var búið að vera meira um baráttu en fallegan sóknarleik áður en þessi karfa kom. 6:53 eftir.2. leikhluti | 40-26: Já já, það eru stympingar á vellinum. Grindvíkingar fá dæmda á sig villu og leikmennirnir höfðu eitthvað um það að segja við hvorn annan. 7:56 eftir.2. leikhluti | 40-24: Njarðvíkingar ætla sér klárlega að spila ákafari varnarleik en eru að fá dæmdar á sig villur. Liðins skiptast á körfum. 8:56 eftir.2. leikhluti | 38-17: Annar leikhluti er byrjaður og bæði liðin eru búin að missa boltann og ekki nema 14 sek. liðnar. 9:46 eftir.1. leikhluti | 38-19: Leikhlutanum er lokið og Grindavík hafa öll völd á vellinum. Clinch Jr. er 4/4 í þriggja stiga skotum. Ótrúlegt.1. leikhluti | 36-17: Rosalegur varnarleikur heimamanna er að koma gestunum í opna skjöldu og það skilar sér í 19 stiga mun. Njarðvíkingar komast bara ekki að hérna í fyrsta leikhluta. 26 sek eftir.1. leikhluti | 31-15: Haugur af sóknarfráköstum hjá heimamönnum og ná þeir að nýta sér það að ná í þau. 1:55 eftir.1. leikhluti | 29-15: Clinch Jr. er sjóðandi heitur, hann var rétt í þssu að dúndra niður þrist u.þ.b. meter fyrir aftan línuna. Grindavík stal síðan boltanum og dæmd var óíþróttamannsleg villa á Njarðvík og Siggi Þorsteinss. bætti við einu stigi. 2:21 eftir.1. leikhluti | 25-13: Munurinn er kominn í 12 stig þegar 3:05 eru eftir. Sóknarleikur heimamanna gengur eins og smurð vél.1. leikhluti | 23-13: Elvar minnkar muninn í 5 stig af vítalínunni en Grindvíkingar fljótir að auka hann aftur upp í 10 stig. 4:05 eftir.1. leikhluti | 18-12: Einn þristur í viðbót í sarpinn hjá Njarðvík og Grindavík tapar síðan boltanum og það er tekið leikhlé þegar 5:02 eru eftir.1. leikhluti | 18-9: Heimamönnum gengur betur að finna körfuna og eru því komnir níu stig í forskot þegar 5:16 eru eftir af fyrsta leikhluta.1. leikhluti | 13-6: Ágúst Orrason negldi niður þrist fyrir Njarðvík en Clinch Jr. var ekki lengi að svara í sömu mynt. Grindavík byrjar mun betur. 7 mín. eftir.1. leikhluti | 8-3: Sigðurður Þorsteinsson hefur farið mikinn á upphafsmínútunum, hann er kominn með 6 af 8 stigum heimamanna. 7:51 eftir.1. leikhluti | 4-1: Elvar Már kom gestunum á blað af vítalínunni en Sigurður Þorsteinsson bætti við fyrir Grindavík. 9:03 eftir.1. leikhluti | 2-0: Leikurinn er hafinn og það eru heimamenn sem ná valdi á boltanum eftir uppkastið og skora fyrstu körfuna. 9:53 eftir.Fyrir leik: Liðin eru nú kynnt til leiks og það styttist óðfluga í veisluna sem verður borin á borð fyrir körfuboltaaðdáendur í kvöld.Fyrir leik: Vallarþulurinn er búinn að biðja áhorfendur um að þjappa sér tvisvar, slík er mannmergðin. Það gæti farið svo að áhorfendur verði beðnir um að standa ef það bætast fleiri við. Svona á þetta að vera.Fyrir leik: Það er tæpur hálftími í leik, stúkan er orðin þéttsetin, liðin hita upp af krafti og Gummi Ben. og Benni Gumm. eru tilbúnir að lýsa því sem fer hér fram í kvöld á Stöð 2 Sport. Það er mjög góður andi í húsinu og þó hitamælirinn segi aðins 22°C þá get ég lofað því að hitastigið verður hærra inn á vellinum þegar boltanum verður kastað upp.Fyrir leik: Í leiknum á mánudaginn fóru Tracy Smith Jr. og Elvar Már Friðriksson fyrir sínum mönnum í Njarðvík. Smith Jr. skoraði 25 stig og var með fínan leik á meðan Elvar hótaði tvöfaldri þrennu með 21 stig skorað, 9 stoðsendingar og 8 fráköst hirt. Hjá Grindvíkingum voru það Sigurður Gunnar Þorsteinsson og Earnest Lewis Clinch Jr. sem voru í aðalhlutverkum. Báðir skiluðu tvöfaldri tvennu, Sigurður með 15 stig skoruð og 10 fráköst tekin á meðan Clinch Jr. skilaði 13 stigum og fann félaga sína með 10 stoðsendingum.Fyrir leik: Seinasti leikur liðanna fór 77-68 fyrir Njarðvík í Ljónagryfjunni, á mánudaginn síðasta. Þar var sóknarleikurinn ekki í fyrirrúmi eins og sést á lokatölum eða kannski helst hálfleikstölum. Þær voru 26-30 fyrir Grindavík. Það gæti farið svo að það sama verði upp á teningnum í kvöld enda mikið í húfi fyrir liðin.Fyrir leik: Sælir lesendur góðir, við eins og meginþorri aðdáenda erum mættir snemma í Röstina í Grindavík til að verða vitni að oddaleik í undanúrslitum Íslandsmótsins í körfuknattleik. Það er Suðurnesjaslagur framundan en Grindavík og Njarðvík munu berjast til síðasta blóðdropa um sæti í úrslitaeinvíginu á móti KR.
Dominos-deild karla Mest lesið Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Enski boltinn „Eitthvað annað og stærra en ég hef nokkurn tímann upplifað“ Fótbolti „Karfan er æði en lífið er skítt“ Körfubolti Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Fótbolti Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir Körfubolti Karius mættur í þýsku B-deildina Fótbolti Ásdís Karen orðin samherji Hildar í Madríd Fótbolti Danir skoruðu 47 mörk í fyrsta leik sínum á HM Handbolti Nökkvi í höfn í Rotterdam og getur aftur labbað á kaffihús Fótbolti Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Enski boltinn Fleiri fréttir „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Kært vegna rasisma í Garðabæ Reynsluboltar taka við þjálfun Keflavíkur Unnu þriðja leikhluta 28-0 og jöfnuðu stærstu endurkomu sögunnar Átök í stúdíóinu: „LeBron er að eyðileggja Lakers“ Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Sjá meira