Það eru aðeins tæpir tveir mánuðir í HM í Brasilíu og stór hluti leikmannahópsins verður á Mestalla-leikvanginum í Valencia í kvöld og þar munu risarnir spila til þrautar um fyrsta stóra titil tímabilsins.
Barcelona-liðið vann tvo deildarleiki liðanna á tímabilinu, fyrst 2-1 á Camp Nou og svo 4-3 á Santiago Bernabeu. Það vakti athygli að Börsungar hituðu upp í rúbbí á einni af síðustu æfingum sínum fyrir leikinn í kvöld.
„Það verður mikill hiti í mönnum og hvorugt liðið mun gefa neitt eftir. Ég vona að þetta verði samt leikur án átaka eða atvika. HM er nú bara handan við hornið," sagði Vicente del Bosque við El Mundo Deportivo.
Stöð 2 Sport mun sýna leikinn beint en leikurinn hefst klukkan 19.30 að íslensum tíma.
