Almenningssamgöngur fyrir alla? Helga Þórðardóttir skrifar 28. apríl 2014 17:45 Ég er mjög hlynnt almenningssamgöngum en samband mitt við strætó hefur gengið mjög brösugt. Oft og iðulega þegar ég hef ætlað mér að taka strætó þá hefur orðið seinkun eða ferðin jafnvel fallið niður vegna vélarbilunar. Þetta er ekki nein ófrávíkjanleg regla, en gerist nægjanlega oft til þess að fjölskyldan mín hefur oft orð á þessum ógöngum mínum. Þessi óheppni mín hefur samt ekki farið mikið í taugarnar á mér, en það hefur hins vegar farið alveg hrikalega í mig hversu snemma strætó hættir að keyra á kvöldin og sömuleiðis að akstur hefjist ekki fyrr en undir hádegi um helgar. Þær eru óteljandi ferðirnar sem ég hef þurft að keyra og sækja börnin mín í og úr vinnu, skóla eða íþróttaæfingum vegna þess að strætó er hættur eða ekki byrjaður að ganga. Sumardagurinn fyrsti var einn þessara strætópirringsdaga. Ég hafði ætlað mér að kúra svolítið, enda frídagur hjá mér, en það var svo sannarlega ekki hægt því það var engin strætóferð fyrr en klukkan ellefu. Dóttirin átti að mæta í skólann þar sem það var auka kennsludagur vegna verkfalls, sonurinn þurfti að mæta til vinnu nokkru seinna svo ég fór tvær skutlferðir þennan morgun. Þegar ég stöðvaði fyrir framan Menntaskólann í Reykjavík og sá alla bílana sem voru í sömu erindagjörðum og ég þá hugsaði ég að það væri eitthvað mikið rangt við þetta samgöngukerfi okkar. Mér finnst hugsunin með almenningssamgöngum hér á höfuðborgarsvæðinu röng. Það virðist sem strætó eigi að vera fyrirtæki sem ætlað er að bera sig fjárhagslega að mestu og vera sem minnst byrði á sjóðum almennings. Fyrir vikið er strætó vængstíft fyrirbæri. Það er kannski tilgangurinn svo að einkabíllinn haldi vinsældum sínum? Það er flestum ljóst að góðar almenningssamgöngur eru þjóðhagslega hagkvæmar. Með góðum almenningssamgöngum meina ég að strætó sé raunverulegur valmöguleiki við einkabílinn. Tíðni ferða á að vera það mikil að notandi þurfi ekki að kunna tímatöfluna utan að, heldur bara að vita hvaða strætó hann á taka. Það þarf að vera hægt að greiða farið án sérstakrar fyrirhafnar, þ.e.a.s. líka með peningum eða greiðslukorti fyrir þá sem nota strætó sjaldan. Auk þess á að sjálfsögðu að vera frítt fyrir börn og framhaldsskólanemendur. Í dag miðast þjónusta strætó við þarfir eigenda í þröngum skilningi, það er eingöngu rýnt í bókhaldið. Strætó á fyrst og fremst að vera þjónusta við almenning. Einnig eru líkur á því að sveitafélögin komi til með að stórgræða með minni notkun á einkabílnum, sem skilar sér í minna sliti á vegum, færri bílastæðum og minni mengun. Þegar Ísland þarf að spara gjaldeyri er það augljós kostur að efla almenningssamgöngur til að þjóðin geti betur staðið í skilum í framtíðinni. Dögun mun berjast fyrir því að almenningssamgöngur verði samgöngur fyrir almenning sem virka og hin jákvæðu áhrif á efnahag og umhverfi verði nýtt öllum til hagsbóta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helga Þórðardóttir Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Sjá meira
Ég er mjög hlynnt almenningssamgöngum en samband mitt við strætó hefur gengið mjög brösugt. Oft og iðulega þegar ég hef ætlað mér að taka strætó þá hefur orðið seinkun eða ferðin jafnvel fallið niður vegna vélarbilunar. Þetta er ekki nein ófrávíkjanleg regla, en gerist nægjanlega oft til þess að fjölskyldan mín hefur oft orð á þessum ógöngum mínum. Þessi óheppni mín hefur samt ekki farið mikið í taugarnar á mér, en það hefur hins vegar farið alveg hrikalega í mig hversu snemma strætó hættir að keyra á kvöldin og sömuleiðis að akstur hefjist ekki fyrr en undir hádegi um helgar. Þær eru óteljandi ferðirnar sem ég hef þurft að keyra og sækja börnin mín í og úr vinnu, skóla eða íþróttaæfingum vegna þess að strætó er hættur eða ekki byrjaður að ganga. Sumardagurinn fyrsti var einn þessara strætópirringsdaga. Ég hafði ætlað mér að kúra svolítið, enda frídagur hjá mér, en það var svo sannarlega ekki hægt því það var engin strætóferð fyrr en klukkan ellefu. Dóttirin átti að mæta í skólann þar sem það var auka kennsludagur vegna verkfalls, sonurinn þurfti að mæta til vinnu nokkru seinna svo ég fór tvær skutlferðir þennan morgun. Þegar ég stöðvaði fyrir framan Menntaskólann í Reykjavík og sá alla bílana sem voru í sömu erindagjörðum og ég þá hugsaði ég að það væri eitthvað mikið rangt við þetta samgöngukerfi okkar. Mér finnst hugsunin með almenningssamgöngum hér á höfuðborgarsvæðinu röng. Það virðist sem strætó eigi að vera fyrirtæki sem ætlað er að bera sig fjárhagslega að mestu og vera sem minnst byrði á sjóðum almennings. Fyrir vikið er strætó vængstíft fyrirbæri. Það er kannski tilgangurinn svo að einkabíllinn haldi vinsældum sínum? Það er flestum ljóst að góðar almenningssamgöngur eru þjóðhagslega hagkvæmar. Með góðum almenningssamgöngum meina ég að strætó sé raunverulegur valmöguleiki við einkabílinn. Tíðni ferða á að vera það mikil að notandi þurfi ekki að kunna tímatöfluna utan að, heldur bara að vita hvaða strætó hann á taka. Það þarf að vera hægt að greiða farið án sérstakrar fyrirhafnar, þ.e.a.s. líka með peningum eða greiðslukorti fyrir þá sem nota strætó sjaldan. Auk þess á að sjálfsögðu að vera frítt fyrir börn og framhaldsskólanemendur. Í dag miðast þjónusta strætó við þarfir eigenda í þröngum skilningi, það er eingöngu rýnt í bókhaldið. Strætó á fyrst og fremst að vera þjónusta við almenning. Einnig eru líkur á því að sveitafélögin komi til með að stórgræða með minni notkun á einkabílnum, sem skilar sér í minna sliti á vegum, færri bílastæðum og minni mengun. Þegar Ísland þarf að spara gjaldeyri er það augljós kostur að efla almenningssamgöngur til að þjóðin geti betur staðið í skilum í framtíðinni. Dögun mun berjast fyrir því að almenningssamgöngur verði samgöngur fyrir almenning sem virka og hin jákvæðu áhrif á efnahag og umhverfi verði nýtt öllum til hagsbóta.
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar