Þetta er enn eitt dæmið um kynþáttaníð í knattspyrnuheiminum. Alves stakk upp í rasistana með þessu athæfi sínu. Hann þakkaði síðan fyrir sendinguna, sagði hana hafa gefið sér kraft til þess að leggja upp tvö mörk.
Landi Alves hjá Barcelona, Neymar, tók þetta atvik nærri sér og hann ætlar að berjast af krafti gegn kynþáttaníði.
Neymar birti mynd af sér á Instagram í gær með banana. Með honum á myndinni var ungur hvítur drengur með bananabangsa.
"Við erum öll jöfn, við erum öll apar. Segjum nei við kynþáttaníði," skrifaði Neymar og hvatti síðan alla til þess að taka mynd af sér með banana.