„Trúi því ekki að þetta sé tilviljun“ Birta Björnsdóttir skrifar 27. apríl 2014 20:00 Á Hönnunarmars árið 2011 kynnti Ragnheiður Ösp til sögunnar púðann Notknot. Hann fékk í kjölfarið talsverða athygli á erlendum hönnunarvefsíðum og er seldur víða í Evrópu. Einu og hálfu ári síðar fékk hún fregnir af því að danska efnaverslunin Stof og stil væri að auglýsa efnivið og uppskrift af púðum sem flestir hljóta að vera sammála um að eru sláandi líkir hönnun Ragnheiðar. „Fólk hafði samband við mig og spurði hvort ég væri komin í samstarf við þennan aðila." Ragnheiður hafði tafarlaust samband við verslunina, en þar á bæ var lítið gefið fyrir athugasemdir hennar og því haldið fram að hönnuðir verslunarinnar hefðu fengið sömu hugmynd á sama tíma. „Það eina í stöðunni er í rauninni að hafa samband við lögfræðing en það er auðvitað kostnaðarsamt og tímafrekt," segir Ragnheiður. Stof og stil selja ekki púðana sjálfa, heldur efni til að gera þá. Ragnheiður segist vonast til að umfjöllun um málið hjálpi til við að veita versluninni aðhald. „Þeir eru í raun að stunda ólöglega markaðssetningu. Þeir mega ekki auglýsa vöru sem er svo sláandi lík annarri, að neytandinn ruglist á eftirlíkingunni og fyrirmyndinni," segir Ragnheiður. Eins og sjá má á meðfylgjandi myndskeiði eru líkindin sláandi. „Ég trú því ekki að þetta sé tilviljun," segir Ragnheiður, sem er ekki eini hönnuðurinn sem hefur þessa sögu að segja. „Ég hef talað við tvo danska hönnuði sem lent hafa í þessu. Annar þeirra tók strax eftir útstillingu í verslun Stof og stil á vöru sem var sláandi lík öðru sem hún hafði hannað. Hún gerði athugasemdir og þetta var samstundis tekið niður. Svo ég held að þeir viti upp á sig sökina," segir Ragnheiður. HönnunarMars Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Vaktin: „Kjarnorkuákvæðinu“ beitt á veiðigjöldin Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Halda áfram að ræða veiðigjöldin Innlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Fleiri fréttir Forseti ávarpar þingheim við upphaf fundar Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Sjá meira
Á Hönnunarmars árið 2011 kynnti Ragnheiður Ösp til sögunnar púðann Notknot. Hann fékk í kjölfarið talsverða athygli á erlendum hönnunarvefsíðum og er seldur víða í Evrópu. Einu og hálfu ári síðar fékk hún fregnir af því að danska efnaverslunin Stof og stil væri að auglýsa efnivið og uppskrift af púðum sem flestir hljóta að vera sammála um að eru sláandi líkir hönnun Ragnheiðar. „Fólk hafði samband við mig og spurði hvort ég væri komin í samstarf við þennan aðila." Ragnheiður hafði tafarlaust samband við verslunina, en þar á bæ var lítið gefið fyrir athugasemdir hennar og því haldið fram að hönnuðir verslunarinnar hefðu fengið sömu hugmynd á sama tíma. „Það eina í stöðunni er í rauninni að hafa samband við lögfræðing en það er auðvitað kostnaðarsamt og tímafrekt," segir Ragnheiður. Stof og stil selja ekki púðana sjálfa, heldur efni til að gera þá. Ragnheiður segist vonast til að umfjöllun um málið hjálpi til við að veita versluninni aðhald. „Þeir eru í raun að stunda ólöglega markaðssetningu. Þeir mega ekki auglýsa vöru sem er svo sláandi lík annarri, að neytandinn ruglist á eftirlíkingunni og fyrirmyndinni," segir Ragnheiður. Eins og sjá má á meðfylgjandi myndskeiði eru líkindin sláandi. „Ég trú því ekki að þetta sé tilviljun," segir Ragnheiður, sem er ekki eini hönnuðurinn sem hefur þessa sögu að segja. „Ég hef talað við tvo danska hönnuði sem lent hafa í þessu. Annar þeirra tók strax eftir útstillingu í verslun Stof og stil á vöru sem var sláandi lík öðru sem hún hafði hannað. Hún gerði athugasemdir og þetta var samstundis tekið niður. Svo ég held að þeir viti upp á sig sökina," segir Ragnheiður.
HönnunarMars Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Vaktin: „Kjarnorkuákvæðinu“ beitt á veiðigjöldin Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Halda áfram að ræða veiðigjöldin Innlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Fleiri fréttir Forseti ávarpar þingheim við upphaf fundar Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Sjá meira