Samkvæmt spænskum fjölmiðlum hefur heilsufari Tito Vilanova, fyrrum þjálfara Barcelona, hrakað mjög að undanförnu.
Vilanova hefur verið að glíma við krabbamein í munnvatnskirtlum síðustu tvö árin og þurfti að láta af störfum hjá Barcelona síðastliðið sumar af þeim sökum.
Spænska blaðið Marca segir að Vilanova hafi verið lagður inn á sjúkrahús á föstudag og hafi gengist undir bráðaaðgerð.
Vilanova er 44 ára gamall og var aðstoðarmaður Pep Guardiola áður en hann tók við stjórninni sjálfur árið 2012. Barcelona varð Spánarmeistari undir hans stjórn vorið 2013.
Vilanova þurfti að fara í neyðaraðgerð

Tengdar fréttir

Nýr þjálfari Barcelona
Gerardo Martino verður nýr þjálfari knattspyrnustórveldisins Barcelona.

Tito Vilanova er hættur með Barcelona
Tito Vilanova er hættur sem knattspyrnustjóri Barcelona vegna erfiðra veikinda sem hafa hrjáð Spánverjann.