Í myndbandinu hér neðst í greininni má sjá þegar Haraldur tekur Heiðar úr kjálkalið (1:49) í miðjum fagnaðarlátunum þegar ljóst var að Ísland komst áfram upp úr undanúrslitum Eurovision á þriðjudaginn var.
Rekur olnbogann í félaga sinn
Eins og myndirnar sýna leggst Heiðar á gólfið trylltur af gleði og Haraldur faðmar félaga sinn í gleðikasti. Svo óheppilega vill til að Haraldur rekur olnbogann óvart í andlitið á Heiðari sem fer fyrir vikið úr kjálkalið.
Sjúkraliðarnir mættir
Sjúkraliðar koma hlaupandi að því neðri kjálki Heiðars situr fastur og það í fyrsta skipti. Mönnum stendur ekki á sama, sem er skiljanlegt, því söngvarinn er í sjálfheldu pikkfastur með galopinn munninn en blessunarlega smellur kjálkinn aftur í liðinn og Heiðar nær að loka munninum og fagnar með félögum sínum á milli þess sem hann tyggur viðeigandi verkjalyf.
Fagnaðarlætin brutust út og kjálkar Heiðars eru á sínum stað.Mynd/eurovision.tvFélagarnir faðmast. Gleðin er í hámarki og kjálkarnir eru ennþá í góðu standi.Mynd/eurovision.tvHér lætur Heiðar sig detta í gólfið og faðmlögin halda áfram en olnbogi Haralds lendir óvart harkalega á andliti Heiðars.Mynd/eurovision.tvHér situr Haraldur ofan á Heiðari og þeir fagna saman. En þá sér Haraldur að félagi hans er í vanda - með opinn munninn.Mynd/eurovision.tvÞarna er Haraldur loksins búinn að átta sig á því að Heiðar getur ekki lokað munninum. Þeir liggja í faðmlögum og stuttu síðar komu sjúkraliðarnir.Mynd/eurovision.tvSmelltu á 1:49 í myndbandinu.