Orðum fylgir ábyrgð Sabine Leskopf skrifar 28. maí 2014 15:29 Undanfarna daga hefur öfgafull umræða átt sér stað sem oddviti Framsóknarinnar kveikti með orðum sínum. Orðið rasismi hefur fallið oftar en einu sinni, en það á ekki við hér, því umræðan snýst ekki um ákveðinn kynþátt heldur ótta við hið ókunna, sem er ein af frumhvötum mannsins. Við erum hrædd við það sem við þekkjum ekki eða höfum mjög óljósar hugmyndir um. Þessa hvöt hyggst Framsóknarflokkurinn nú nýta sér í örvæntingu sinni og kjördagurinn leiðir í ljós hvort fólk lætur afvegaleiða sig á þennan hátt. En það er eitt sem kemur ofar í hugann en atkvæðin á laugardaginn og það eru afleiðingar þessarar umræðu. Hvað þýðir það að fólk talar um málefni múslíma og þar af leiðandi málefni innflytjenda almennt á þennan hátt í kaffistofum landsins, við kvöldmatarborðið fyrir framan börnin sín? Hvaða áhrif hefur þetta á börn sem heyra foreldra sína tala svona, fullir af áhyggjum og ótta? Hvernig taka þessi börn svo á móti börnum af erlendum uppruna í skólanum næsta dag? Rannsóknir hér á landi hafa sýnt að börn af erlendum uppruna verða nú þegar fyrir einelti í meiri mæli en önnur börn. Er oddviti Framsóknarflokksins virkilega tilbúinn að kaupa sér atkvæði á kostnað þeirra? Þann 10. maí var haldið upp á Fjölmenningardag Reykjavíkurborgar þar sem við fögnuðum fjölbreytileikanum, þetta er borg eins og við viljum hafa hana, borg sem er litrík og skemmtileg, sem ber virðingu fyrir öllu því jákvæða sem fólk flytur með sér alls staðar að úr heiminum. En einn dagur á ári er ekki nóg. Samfylkingin vill gera alla daga ársins að fjölmenningardögum og bjóða öllum börnum samfélag sem skiptir þeim ekki í fyrsta og annan flokk. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Sabine Leskopf Mest lesið Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem skrifar Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Sjá meira
Undanfarna daga hefur öfgafull umræða átt sér stað sem oddviti Framsóknarinnar kveikti með orðum sínum. Orðið rasismi hefur fallið oftar en einu sinni, en það á ekki við hér, því umræðan snýst ekki um ákveðinn kynþátt heldur ótta við hið ókunna, sem er ein af frumhvötum mannsins. Við erum hrædd við það sem við þekkjum ekki eða höfum mjög óljósar hugmyndir um. Þessa hvöt hyggst Framsóknarflokkurinn nú nýta sér í örvæntingu sinni og kjördagurinn leiðir í ljós hvort fólk lætur afvegaleiða sig á þennan hátt. En það er eitt sem kemur ofar í hugann en atkvæðin á laugardaginn og það eru afleiðingar þessarar umræðu. Hvað þýðir það að fólk talar um málefni múslíma og þar af leiðandi málefni innflytjenda almennt á þennan hátt í kaffistofum landsins, við kvöldmatarborðið fyrir framan börnin sín? Hvaða áhrif hefur þetta á börn sem heyra foreldra sína tala svona, fullir af áhyggjum og ótta? Hvernig taka þessi börn svo á móti börnum af erlendum uppruna í skólanum næsta dag? Rannsóknir hér á landi hafa sýnt að börn af erlendum uppruna verða nú þegar fyrir einelti í meiri mæli en önnur börn. Er oddviti Framsóknarflokksins virkilega tilbúinn að kaupa sér atkvæði á kostnað þeirra? Þann 10. maí var haldið upp á Fjölmenningardag Reykjavíkurborgar þar sem við fögnuðum fjölbreytileikanum, þetta er borg eins og við viljum hafa hana, borg sem er litrík og skemmtileg, sem ber virðingu fyrir öllu því jákvæða sem fólk flytur með sér alls staðar að úr heiminum. En einn dagur á ári er ekki nóg. Samfylkingin vill gera alla daga ársins að fjölmenningardögum og bjóða öllum börnum samfélag sem skiptir þeim ekki í fyrsta og annan flokk.
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun