Tekið á móti 10 - 15 flóttamönnum frá Sýrlandi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 24. maí 2014 12:21 Hanna Birna Kristjánsdóttir, innanríkisráðherra. vísir/pjetur Innanríkisráðherra segir það gleðiefni að ríkisstjórnin hafi samþykkt að taka á móti flóttafjölskyldum frá Sýrlandi þar sem sérstök áhersla verður lögð á að taka á móti börnum sem hafa slasast eða glíma við önnur veikindi og fjölskyldum þeirra. Um tíu til fimmtán manns munu koma til landsins en ekki hefur verið ákveðið hvar fólkið mun búa. Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í gær tillögu innanríkisráðherra, velferðarráðherra og utanríkisráðherra að taka á móti flóttafjölskyldum frá Sýrlandi. Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna sendi aðildarríkjum neyðarkall nýverið um að þau komi til aðstoðar og taki á móti flóttafólki frá Sýrlandi sem hefur leitað til nágrannaríkjanna til þess að létta á þeim mikla þrýstingi sem þar hefur myndast.En af hverju var þessi ákvörðun tekin? „Verkefnin á þessu svæðið eru þess eðlis og það hefur verið óskað eftir því , flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna sendi aðildarríkum neyðarkall nýverið um að þau koma til aðstoðar og við ákváðum að vera með og teljum það mjög mikilvægt,“ segir Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra og bætir við: „Við erum að tala um í þessu verkefni 10 til 15 manns, við erum að tala um að fókusera á fjölskyldur með börn, sem hafa orðið fyrir einhverjum sérstökum veikindum eða orðið fyrir slysi vegna þess ástands sem ríkir í landinu. Við teljum heilbrigðiskerfið getað aðstoðað þessi börn og hjálpað þeim, þannig að fókusinn verður á fjölskyldur. Við fáum innan tveggja vikna tillögur frá flóttamannanefndinni um hvernig þau teljast farsælast að gera þetta“. Hanna Birna segir ekki ákveðið hvar fólkið muni búa og ekki hvað móttaka flóttamannanna muni kosta íslenska ríkið. Hún segir málið sérstaklega ánægjulegt. „Já, auðvitað, við búum við mjög gott kerfi, búum við gott heilbrigðiskerfi, heilbrigðisþjónustu, velferðarkerfi og það er mikilvægt að geta hjálpað, sérstaklega í tilvikum þar sem staðan er svona brýn eins og hún er á þessu svæði,“ sagði Hanna Birna ennfremur. Mest lesið Ríkisstjórnin greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Innlent Fleiri fréttir Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkisstjórnin greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Ráðning ráðgjafafyrirtækja skekki myndina milli stjórnar og stjórnarandstöðu „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Sjá meira
Innanríkisráðherra segir það gleðiefni að ríkisstjórnin hafi samþykkt að taka á móti flóttafjölskyldum frá Sýrlandi þar sem sérstök áhersla verður lögð á að taka á móti börnum sem hafa slasast eða glíma við önnur veikindi og fjölskyldum þeirra. Um tíu til fimmtán manns munu koma til landsins en ekki hefur verið ákveðið hvar fólkið mun búa. Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í gær tillögu innanríkisráðherra, velferðarráðherra og utanríkisráðherra að taka á móti flóttafjölskyldum frá Sýrlandi. Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna sendi aðildarríkjum neyðarkall nýverið um að þau komi til aðstoðar og taki á móti flóttafólki frá Sýrlandi sem hefur leitað til nágrannaríkjanna til þess að létta á þeim mikla þrýstingi sem þar hefur myndast.En af hverju var þessi ákvörðun tekin? „Verkefnin á þessu svæðið eru þess eðlis og það hefur verið óskað eftir því , flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna sendi aðildarríkum neyðarkall nýverið um að þau koma til aðstoðar og við ákváðum að vera með og teljum það mjög mikilvægt,“ segir Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra og bætir við: „Við erum að tala um í þessu verkefni 10 til 15 manns, við erum að tala um að fókusera á fjölskyldur með börn, sem hafa orðið fyrir einhverjum sérstökum veikindum eða orðið fyrir slysi vegna þess ástands sem ríkir í landinu. Við teljum heilbrigðiskerfið getað aðstoðað þessi börn og hjálpað þeim, þannig að fókusinn verður á fjölskyldur. Við fáum innan tveggja vikna tillögur frá flóttamannanefndinni um hvernig þau teljast farsælast að gera þetta“. Hanna Birna segir ekki ákveðið hvar fólkið muni búa og ekki hvað móttaka flóttamannanna muni kosta íslenska ríkið. Hún segir málið sérstaklega ánægjulegt. „Já, auðvitað, við búum við mjög gott kerfi, búum við gott heilbrigðiskerfi, heilbrigðisþjónustu, velferðarkerfi og það er mikilvægt að geta hjálpað, sérstaklega í tilvikum þar sem staðan er svona brýn eins og hún er á þessu svæði,“ sagði Hanna Birna ennfremur.
Mest lesið Ríkisstjórnin greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Innlent Fleiri fréttir Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkisstjórnin greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Ráðning ráðgjafafyrirtækja skekki myndina milli stjórnar og stjórnarandstöðu „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Sjá meira