Paul Casey tekur forystuna á Memorial 31. maí 2014 01:23 Paul Casey hefur verið frábær á Memorial mótinu til þessa. Getty. Englendingurinn Paul Casey leiðir á Memorial mótinu sem fram fer á Muirfield vellinum í Ohio en hann er á 12 höggum undir pari eftir 36 holur. Casey hefur leikið hringina tvo á 66 höggum eða sex undir pari og leiðir hann mótið með þremur höggum. Í öðru sæti á níu höggum undir pari er hinn högglangi Bubba Watson en Chris Kirk er í þriðja sæti á átta undir. Það sem vakti mesta athygli í dag var þó frammistaða Rory McIlroy sem leiddi mótið með þremur höggum eftir að hafa leikið fyrsta hring á 63 höggum eða níu undir pari. Hann fór greinilega vitlaust fram úr í morgun en hann lék annan hring á 78 höggum eða sex yfir pari, heilum 15 höggum frá skorinu í gær. McIlroy er jafn í 24. sæti á þremur höggum undir pari en áhugavert verður að sjá í hvernig stuði hann mætir til leiks á morgun.Jordan Spieth er einnig á þremur höggum undir pari eftir 36 holur en Phil Mickelson er á tveimur höggum undir eftir að hafa leikið á 70 höggum eða tveimur undir í dag. Þá er Adam Scott í fínum málum í tíunda sæti á fimm höggum undir pari og gæti með góðum hring á morgun blandað sér í baráttu efstu manna en þriðji hringur verður í beinni útsendingu á Golfstöðinni frá klukkan 16:30. Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Handbolti Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sport Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Enski boltinn Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Íslenski boltinn Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Íslenski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Englendingurinn Paul Casey leiðir á Memorial mótinu sem fram fer á Muirfield vellinum í Ohio en hann er á 12 höggum undir pari eftir 36 holur. Casey hefur leikið hringina tvo á 66 höggum eða sex undir pari og leiðir hann mótið með þremur höggum. Í öðru sæti á níu höggum undir pari er hinn högglangi Bubba Watson en Chris Kirk er í þriðja sæti á átta undir. Það sem vakti mesta athygli í dag var þó frammistaða Rory McIlroy sem leiddi mótið með þremur höggum eftir að hafa leikið fyrsta hring á 63 höggum eða níu undir pari. Hann fór greinilega vitlaust fram úr í morgun en hann lék annan hring á 78 höggum eða sex yfir pari, heilum 15 höggum frá skorinu í gær. McIlroy er jafn í 24. sæti á þremur höggum undir pari en áhugavert verður að sjá í hvernig stuði hann mætir til leiks á morgun.Jordan Spieth er einnig á þremur höggum undir pari eftir 36 holur en Phil Mickelson er á tveimur höggum undir eftir að hafa leikið á 70 höggum eða tveimur undir í dag. Þá er Adam Scott í fínum málum í tíunda sæti á fimm höggum undir pari og gæti með góðum hring á morgun blandað sér í baráttu efstu manna en þriðji hringur verður í beinni útsendingu á Golfstöðinni frá klukkan 16:30.
Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Handbolti Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sport Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Enski boltinn Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Íslenski boltinn Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Íslenski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira