Sölvi Geir: Ætla að vinna sætið mitt aftur Tómas Þór Þórðarson skrifar 30. maí 2014 22:00 Sölvi Geir Ottesen er í góðu formi eftir að spila reglulega í Rússlandi. Vísir/arnþór Sölvi Geir Ottesen, miðvörðurinn öflugi, kom aftur inn í byrjunarlið íslenska landsliðsins í kvöld í jafnteflinu gegn Austurríki í Innsbruck. Honum fannst leikurinn bera þess merki að menn væru búnir að vera í smá fríi eftir að deildarkeppnunum lauk. „Ég var alveg þokkalega ánægður með þetta. Spilamennskan hefur oft verið betri en það eru allir búnir að vera í fríi og það var svona þannig bragur á leiknum. Austurríki er samt mjög sterkt lið og svipað að styrkleika og Tyrkland og Tékkland þannig það var gott að halda í við þá,“ sagði Sölvi í samtali við Vísi eftir leik. „Við sýndum sterkan varnarleik og úrslitin eru góð. Við værum alltaf sáttir við jafntefli við svona lið á útivelli í undankeppni. Taka eitt stig úti og þrjú heima.“ Sölvi missti stöðu sína í landsliðinu í síðustu undankeppni þar sem hann var lítið að spila með sínu félagsliði. Hann skipti frá FCK til Ural í Rússlandi þar sem hann hefur spilað mikið og staðið sig vel.Heimir Hallgrímsson, annar landsliðsþjálfara Íslands, hrósaði Sölva af fyrra bragði í samtali við Vísi eftir leikinn og Víkingurinn var ánægður með eigin spilamennsku. „Ég gat ekkert kvartað í undankeppninni því ég var lítið að spila með mínu félagsliði. En nú er ég að spila reglulega og spila mun betur. Mér fannst ég standa mig mjög vel í kvöld og ég ætla að reyna að vinna sætið mitt aftur í þessu liði,“ sagði Sölvi við Vísi. Sölvi var orðinn mjög þreyttur undir lok leiksins var skipt af velli. Leikurinn var erfiður fyrir varnarmenn íslenska liðsins þar sem það austurríska pressaði stíft, sérstaklega í fyrri hálfleik. „Við vorum að tapa boltanum alltof oft og fá á okkur margar skyndisóknir. Ég var alveg búinn á því í fyrri hálfleik. Við vorum mikið að hlaupa aftur á bak með leikmenn keyrandi á okkur. En við héldum boltanum mun betur í seinni hálfleik og náðum góðum úrslitum sem gefur okkur sjálfstraust,“ sagði Sölvi Geir Ottesen. Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Heimir: Gátum æft það sem við ætluðum Landsliðsþjálfarinn ánægður með seinni hálfleikinn hjá íslenska liðinu. 30. maí 2014 21:27 Umfjöllun: Austurríki - Ísland 1-1 | Kolbeinn tryggði Íslandi jafntefli í Innsbruck Strákarnir okkar mæta Austurríki í vináttulandsleik á Tívolí-vellinum í Innsbruck. 30. maí 2014 16:09 Mest lesið Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Fótbolti Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Handbolti Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Handbolti Cecelía Rán hélt hreinu í góðum sigri Fótbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ Fótbolti „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Fótbolti Fleiri fréttir Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Cecelía Rán hélt hreinu í góðum sigri Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ „Spila oftast best þegar ég er reiður“ „Örugglega hræðilegt að horfa á þetta“ „Við vissum að þetta yrði smá hark“ Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Aron Einar miðvörður í Niksic Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Sjá meira
Sölvi Geir Ottesen, miðvörðurinn öflugi, kom aftur inn í byrjunarlið íslenska landsliðsins í kvöld í jafnteflinu gegn Austurríki í Innsbruck. Honum fannst leikurinn bera þess merki að menn væru búnir að vera í smá fríi eftir að deildarkeppnunum lauk. „Ég var alveg þokkalega ánægður með þetta. Spilamennskan hefur oft verið betri en það eru allir búnir að vera í fríi og það var svona þannig bragur á leiknum. Austurríki er samt mjög sterkt lið og svipað að styrkleika og Tyrkland og Tékkland þannig það var gott að halda í við þá,“ sagði Sölvi í samtali við Vísi eftir leik. „Við sýndum sterkan varnarleik og úrslitin eru góð. Við værum alltaf sáttir við jafntefli við svona lið á útivelli í undankeppni. Taka eitt stig úti og þrjú heima.“ Sölvi missti stöðu sína í landsliðinu í síðustu undankeppni þar sem hann var lítið að spila með sínu félagsliði. Hann skipti frá FCK til Ural í Rússlandi þar sem hann hefur spilað mikið og staðið sig vel.Heimir Hallgrímsson, annar landsliðsþjálfara Íslands, hrósaði Sölva af fyrra bragði í samtali við Vísi eftir leikinn og Víkingurinn var ánægður með eigin spilamennsku. „Ég gat ekkert kvartað í undankeppninni því ég var lítið að spila með mínu félagsliði. En nú er ég að spila reglulega og spila mun betur. Mér fannst ég standa mig mjög vel í kvöld og ég ætla að reyna að vinna sætið mitt aftur í þessu liði,“ sagði Sölvi við Vísi. Sölvi var orðinn mjög þreyttur undir lok leiksins var skipt af velli. Leikurinn var erfiður fyrir varnarmenn íslenska liðsins þar sem það austurríska pressaði stíft, sérstaklega í fyrri hálfleik. „Við vorum að tapa boltanum alltof oft og fá á okkur margar skyndisóknir. Ég var alveg búinn á því í fyrri hálfleik. Við vorum mikið að hlaupa aftur á bak með leikmenn keyrandi á okkur. En við héldum boltanum mun betur í seinni hálfleik og náðum góðum úrslitum sem gefur okkur sjálfstraust,“ sagði Sölvi Geir Ottesen.
Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Heimir: Gátum æft það sem við ætluðum Landsliðsþjálfarinn ánægður með seinni hálfleikinn hjá íslenska liðinu. 30. maí 2014 21:27 Umfjöllun: Austurríki - Ísland 1-1 | Kolbeinn tryggði Íslandi jafntefli í Innsbruck Strákarnir okkar mæta Austurríki í vináttulandsleik á Tívolí-vellinum í Innsbruck. 30. maí 2014 16:09 Mest lesið Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Fótbolti Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Handbolti Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Handbolti Cecelía Rán hélt hreinu í góðum sigri Fótbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ Fótbolti „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Fótbolti Fleiri fréttir Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Cecelía Rán hélt hreinu í góðum sigri Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ „Spila oftast best þegar ég er reiður“ „Örugglega hræðilegt að horfa á þetta“ „Við vissum að þetta yrði smá hark“ Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Aron Einar miðvörður í Niksic Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Sjá meira
Heimir: Gátum æft það sem við ætluðum Landsliðsþjálfarinn ánægður með seinni hálfleikinn hjá íslenska liðinu. 30. maí 2014 21:27
Umfjöllun: Austurríki - Ísland 1-1 | Kolbeinn tryggði Íslandi jafntefli í Innsbruck Strákarnir okkar mæta Austurríki í vináttulandsleik á Tívolí-vellinum í Innsbruck. 30. maí 2014 16:09