Javier Mascherano hefur skrifað undir nýjan fjögurra ára samning við Barcelona sem gildir til ársins 2018.
Mascherano, sem fagnar þrítugsafmæli sínu í dag, gekk í raðir Barcelona frá Liverpool árið 2010. Hann hefur leikið 184 leiki fyrir Katalóníuliðið á undanförnum fjórum árum, flesta í stöðu miðvarðar.
Mascherano, sem hóf ferilinn hjá River Plate í heimalandinu, verður í eldlínunni með Argentínu á HM í Brasilíu sem hefst á fimmtudaginn.
Argentína leikur í F-riðli með Íran, Bosníu og Nígeríu.
Mascherano áfram hjá Barcelona
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið



Lyon krækir í leikmann Liverpool
Enski boltinn


Ómar Björn: Misreiknaði boltann
Fótbolti

Son verður sá dýrasti í sögunni
Enski boltinn

Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki
Íslenski boltinn


Jorge Costa látinn
Fótbolti

Eir og Ísold mæta á EM
Sport