Bravo hefur spilað með Real Sociedad í átta ár en hann gerir fjögurra ára samning við Barcelona-liðið. Barcelona borgar tólf milljónir evra fyrir leikmanninn.
Claudio Bravo er annar markvörðurinn sem Barcelona fær til sín í sumar en fyrr í sumar keyptu Börsungar Marc-Andre ter Stegen frá þýska liðinu Borussia Mönchengladbach.
Þeir Bravo og Stegen koma í staðinn fyrir Víctor Valdés og José Manuel Pinto sem eru á förum. Pinto fékk ekki nýjan samning og Valdés tilkynnti fyrir ári síðan að hann myndi ekki skrifa undir nýjan samning.
Bravo kom til Real Sociedad árið 2006 og hefur spilað 229 leiki fyrir liðið í spænsku úrvalsdeildinni.
Claudio Bravo fékk á sig þrjú mörk í þremur leikjum í riðlakeppni HM en hann hélt aftur á móti marki sínui hreinu í sigrinum eftirminnilega á Spáni.

