Barcelona keypti markverði fyrir 3,2 milljarða Tómas Þór Þórðarson skrifar 7. júlí 2014 13:15 Claudio Bravo kynntur til sögunnar í dag. vísir/getty Barcelona tók heldur betur til hendinni í markvarðarkaupum í sumar, en það þurfti að fylla í skörð Víctors Valdés og José Manuel Pinto sem báðir yfirgáfu félagið eftir tímabilið. Börsungar kynntu Sílemanninn ClaudioBravo til leiks í dag sem nýjasta leikmann félagsins, en hann kemur til Barcelona frá Real Sociedad þar sem hann hefur spilað síðan 2006. Þetta er mikill missir fyrir AlfreðFinnbogason og félaga hans hjá baskaliðinu en Bravo, sem er 31 árs gamall, hefur verið einn af betri markvörðum deildarinnar undanfarin ár. Hann er einnig fyrirliði landsliðs Síle og stóð sig vel á HM þar sem liðið komst í 16 liða úrslit. Samkeppnin um aðalmarkvarðarstöðuna hjá Barcelona verður mjög hörð því fyrr í sumar keypti félagið hinn 22 ára gamla Marc-André ter Stegen frá Borussia Mönchengladbach. Þrátt fyrir ungan aldur hefur hann staðið vaktina í þýsku 1. deildinni í þrjú ár. Það virðist ljóst að hvorugur þeirra mun hafa það jafnnáðugt og Valdés hafði með Pinto sem varamann sinn, en það velktist enginn í vafa um hvor væri númer eitt þegar þeir spiluðu saman.Marc-André ter Stegen þarf að berjast fyrir stöðunni sinni.vísir/gettyNýja markvarðarparið kostaði samtals 21 milljón evra (Ter Stegen 12 og Bravo 9) sem er jafnvirði 3,2 milljarða króna. Alvöru fjárfesting í mikilvægri stöðu á vellinum. En þá er spurningin um hvor eigi að byrja. Það verður að sjálfsögðu hausverkur LuísEnrique, nýráðins þjálfara Barcelona, en stuðningsmennirnir hafa kveðið upp sinn dóm. Spænska fótboltavefsíðan setti upp skoðanakönnun fyrir stuðningsmenn Barcelona þar sem þeir áttu að skera úr um hvort ætti að vera aðalmarkvörður; Ter Stegen eða Bravo. Sextíu prósent þeirra sem tóku þátt völdu Sílemanninn Bravo og vilja að hann byrji. Það þarf þó að taka það með í reikninginn að Spánverjarnir hafa fylgst með Bravo í átta ár með Sociedad en líklega minna séð af Ter Stegen. Þá er Þjóðverjinn líka níu árum yngri og á framtíðina fyrir sér. Spænski boltinn Mest lesið Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Dagskráin í dag: Stjörnur eiga leik á HM, NFL og enski Sport Fleiri fréttir Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Sjá meira
Barcelona tók heldur betur til hendinni í markvarðarkaupum í sumar, en það þurfti að fylla í skörð Víctors Valdés og José Manuel Pinto sem báðir yfirgáfu félagið eftir tímabilið. Börsungar kynntu Sílemanninn ClaudioBravo til leiks í dag sem nýjasta leikmann félagsins, en hann kemur til Barcelona frá Real Sociedad þar sem hann hefur spilað síðan 2006. Þetta er mikill missir fyrir AlfreðFinnbogason og félaga hans hjá baskaliðinu en Bravo, sem er 31 árs gamall, hefur verið einn af betri markvörðum deildarinnar undanfarin ár. Hann er einnig fyrirliði landsliðs Síle og stóð sig vel á HM þar sem liðið komst í 16 liða úrslit. Samkeppnin um aðalmarkvarðarstöðuna hjá Barcelona verður mjög hörð því fyrr í sumar keypti félagið hinn 22 ára gamla Marc-André ter Stegen frá Borussia Mönchengladbach. Þrátt fyrir ungan aldur hefur hann staðið vaktina í þýsku 1. deildinni í þrjú ár. Það virðist ljóst að hvorugur þeirra mun hafa það jafnnáðugt og Valdés hafði með Pinto sem varamann sinn, en það velktist enginn í vafa um hvor væri númer eitt þegar þeir spiluðu saman.Marc-André ter Stegen þarf að berjast fyrir stöðunni sinni.vísir/gettyNýja markvarðarparið kostaði samtals 21 milljón evra (Ter Stegen 12 og Bravo 9) sem er jafnvirði 3,2 milljarða króna. Alvöru fjárfesting í mikilvægri stöðu á vellinum. En þá er spurningin um hvor eigi að byrja. Það verður að sjálfsögðu hausverkur LuísEnrique, nýráðins þjálfara Barcelona, en stuðningsmennirnir hafa kveðið upp sinn dóm. Spænska fótboltavefsíðan setti upp skoðanakönnun fyrir stuðningsmenn Barcelona þar sem þeir áttu að skera úr um hvort ætti að vera aðalmarkvörður; Ter Stegen eða Bravo. Sextíu prósent þeirra sem tóku þátt völdu Sílemanninn Bravo og vilja að hann byrji. Það þarf þó að taka það með í reikninginn að Spánverjarnir hafa fylgst með Bravo í átta ár með Sociedad en líklega minna séð af Ter Stegen. Þá er Þjóðverjinn líka níu árum yngri og á framtíðina fyrir sér.
Spænski boltinn Mest lesið Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Dagskráin í dag: Stjörnur eiga leik á HM, NFL og enski Sport Fleiri fréttir Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Sjá meira