Real Madrid goðsögnin Alfredo Di Stefano liggur í dái á spítala á Spáni eftir að hafa fengið hjartaáfall.
Di Stefano var lagður inná Gregorio Maranon spítalann í Madrid á laugardaginn.
Marta Santisteban, talskona Real Madrid, sagði að ástand Di Stefano væri alvarlegt.
Di Stefano var valinn besti leikmaður Evrópu í tvígang, 1957 og 1959, en hann gerði garðinn frægan með Real Madrid eins og fyrr segir.
