Segir líf Palestínumanna lítils metin í vestrænu pressunni Jakob Bjarnar skrifar 3. júlí 2014 12:02 Palenstínskur maður virðir fyrir sér skemmdir eftir að Ísraelski herinn sendi flugskeyti á Gaza-borg nú snemma í morgun. Sveinn Rúnar segir ástandið skelfilegt. ap/arnþór Sveinn Rúnar Hauksson, heimilislæknir og formaður félagsins Ísland-Palestína, gagnrýnir harðlega fréttaflutning vestrænna miðla, þar með taldir eru þeir hinir íslensku; og segir hann að svo virðist sem líf Palestínumanna séu lítils metin í samanburði við þau hin ísraelsku. Palestínumenn undirbúa sig nú fyrir jarðarför Abu Khdair, 17 ára unglings sem var numinn á brott í Austur-Jerúsalem og þá myrtur. Mikil spenna ríkir nú á Gazasvæðinu. Morðið hefur verið fordæmt af leiðtogum Palestínumanna sem og Ísraela. Morðið er engu að síður talið geta hrundið af stað átökum, en menn hafa sett það í samhengi við morð á þremur ísraelskum ungmennum sem jarðsett voru á miðvikudag -- og talið hefndarmorð. Benjamin Netanyahu kennir Hamas-samtökunum um þau morð. Palestínumenn og Ísraelar hafa skipst á flugskeytum í morgun. Sveinn Rúnar Hauksson læknir gerþekkir ástandið á Gazasvæðinu. Morðið á Abu Khdair má rekja til ástands sem á sér sögu. „Þetta er ástand sem hefur versnað, hefur verið svona lengi, í marga mánuði og í mörg ár raunar og hefur farið stöðugt versnandi á Vesturbakkanum. Og þá er ég að tala um árásir landtökufólksins, með aðstoð hersins, gagnvart íbúum á herteknu svæðunum,“ segir Sveinn Rúnar. Hann segir hvergi nokkurs staðar frið og fólk hvergi óhult. „Það sem hefur svo gerst í kjölfar þess að þrír ungir ísraelskir menn hurfu úr landtökubyggð í grennd við Hebron er skelfilegt. Enginn veit enn hvað gerðist, það hefur ekkert verið upplýst um hvernig þeir voru drepnir, voru þeir vopnaðir, hverjir bera ábyrgð á þessu... enginn hefur lýst ábyrgð á hendur sér. Við vitum hins vegar hver ber ábyrgð á viðbrögðunum. Það er Netanyahu og Ísraelsstjórn,“ segir Sveinn Rúnar. Hann segir að gripið hafi verið til hóprefsingar gagnvart Palestínumönnum og enginn óhultur. „Það hefur verið ráðist inn á hvert heimilið á fætur öðru, fólk handtekið, það er búið að handtaka um sex hundruð manns. Og það eru ekki bara þingmenn Hamas-samtakanna sem hafa verið handteknir. Auk þess er búið að drepa 12 manns. Fimm ára drengur var drepinn, 14 ára unglingur... fólk á öllum aldrei hefur orðið fyrir hernum.“ Sveinn Rúnar segir svo að til sé á öryggismyndavél það hvernig atvikaðist að Abu Khdair var hirtur fyrir framan heimili sitt og fannst stuttu síðar látinn. „Það er sagt frá morðunum á ísraelsku ungmennunum, sem eru að sönnu hörmuleg, þetta er það sem er mest áberandi, en ekki drápunum á Palestínumönnum. Það er eins og mannslífin Palestínsku séu ekki jafn gild þeim ísraelsku þegar kemur að fjölmiðlunum hér,“ segir Sveinn Rúnar. Gasa Tengdar fréttir Fordæma morð á palestínsku ungmenni Bandaríkin og Sameinuðu þjóðirnar hafa fordæmt rán og morð hins sautján ára Mohammed Abu Kdhair í Ísrel. 2. júlí 2014 23:22 „Hamas er ábyrgt og Hamas mun borga“ Forsetisráðherra Ísrael hótar hefndum gegn Hamas samtökunum 30. júní 2014 19:47 Netanyahu hótar hefndaraðgerðum Mikil reiði í Ísrael vegna morða á þremur ungmennum á Vesturbakkanum. 2. júlí 2014 07:20 Drengirnir fundust látnir á akri Jarðarför ísraelsku táninganna sem var rænt fyrir tveimur vikum og þeir í kjölfarið myrtir fór fram í gær. 2. júlí 2014 12:00 Tugir þúsunda fylgdu piltunum til grafar Þrír ísraelskir piltar fundust látnir í gær og yfirvöld hyggja á hefndir. 1. júlí 2014 17:45 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Fleiri fréttir Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Sjá meira
Sveinn Rúnar Hauksson, heimilislæknir og formaður félagsins Ísland-Palestína, gagnrýnir harðlega fréttaflutning vestrænna miðla, þar með taldir eru þeir hinir íslensku; og segir hann að svo virðist sem líf Palestínumanna séu lítils metin í samanburði við þau hin ísraelsku. Palestínumenn undirbúa sig nú fyrir jarðarför Abu Khdair, 17 ára unglings sem var numinn á brott í Austur-Jerúsalem og þá myrtur. Mikil spenna ríkir nú á Gazasvæðinu. Morðið hefur verið fordæmt af leiðtogum Palestínumanna sem og Ísraela. Morðið er engu að síður talið geta hrundið af stað átökum, en menn hafa sett það í samhengi við morð á þremur ísraelskum ungmennum sem jarðsett voru á miðvikudag -- og talið hefndarmorð. Benjamin Netanyahu kennir Hamas-samtökunum um þau morð. Palestínumenn og Ísraelar hafa skipst á flugskeytum í morgun. Sveinn Rúnar Hauksson læknir gerþekkir ástandið á Gazasvæðinu. Morðið á Abu Khdair má rekja til ástands sem á sér sögu. „Þetta er ástand sem hefur versnað, hefur verið svona lengi, í marga mánuði og í mörg ár raunar og hefur farið stöðugt versnandi á Vesturbakkanum. Og þá er ég að tala um árásir landtökufólksins, með aðstoð hersins, gagnvart íbúum á herteknu svæðunum,“ segir Sveinn Rúnar. Hann segir hvergi nokkurs staðar frið og fólk hvergi óhult. „Það sem hefur svo gerst í kjölfar þess að þrír ungir ísraelskir menn hurfu úr landtökubyggð í grennd við Hebron er skelfilegt. Enginn veit enn hvað gerðist, það hefur ekkert verið upplýst um hvernig þeir voru drepnir, voru þeir vopnaðir, hverjir bera ábyrgð á þessu... enginn hefur lýst ábyrgð á hendur sér. Við vitum hins vegar hver ber ábyrgð á viðbrögðunum. Það er Netanyahu og Ísraelsstjórn,“ segir Sveinn Rúnar. Hann segir að gripið hafi verið til hóprefsingar gagnvart Palestínumönnum og enginn óhultur. „Það hefur verið ráðist inn á hvert heimilið á fætur öðru, fólk handtekið, það er búið að handtaka um sex hundruð manns. Og það eru ekki bara þingmenn Hamas-samtakanna sem hafa verið handteknir. Auk þess er búið að drepa 12 manns. Fimm ára drengur var drepinn, 14 ára unglingur... fólk á öllum aldrei hefur orðið fyrir hernum.“ Sveinn Rúnar segir svo að til sé á öryggismyndavél það hvernig atvikaðist að Abu Khdair var hirtur fyrir framan heimili sitt og fannst stuttu síðar látinn. „Það er sagt frá morðunum á ísraelsku ungmennunum, sem eru að sönnu hörmuleg, þetta er það sem er mest áberandi, en ekki drápunum á Palestínumönnum. Það er eins og mannslífin Palestínsku séu ekki jafn gild þeim ísraelsku þegar kemur að fjölmiðlunum hér,“ segir Sveinn Rúnar.
Gasa Tengdar fréttir Fordæma morð á palestínsku ungmenni Bandaríkin og Sameinuðu þjóðirnar hafa fordæmt rán og morð hins sautján ára Mohammed Abu Kdhair í Ísrel. 2. júlí 2014 23:22 „Hamas er ábyrgt og Hamas mun borga“ Forsetisráðherra Ísrael hótar hefndum gegn Hamas samtökunum 30. júní 2014 19:47 Netanyahu hótar hefndaraðgerðum Mikil reiði í Ísrael vegna morða á þremur ungmennum á Vesturbakkanum. 2. júlí 2014 07:20 Drengirnir fundust látnir á akri Jarðarför ísraelsku táninganna sem var rænt fyrir tveimur vikum og þeir í kjölfarið myrtir fór fram í gær. 2. júlí 2014 12:00 Tugir þúsunda fylgdu piltunum til grafar Þrír ísraelskir piltar fundust látnir í gær og yfirvöld hyggja á hefndir. 1. júlí 2014 17:45 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Fleiri fréttir Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Sjá meira
Fordæma morð á palestínsku ungmenni Bandaríkin og Sameinuðu þjóðirnar hafa fordæmt rán og morð hins sautján ára Mohammed Abu Kdhair í Ísrel. 2. júlí 2014 23:22
„Hamas er ábyrgt og Hamas mun borga“ Forsetisráðherra Ísrael hótar hefndum gegn Hamas samtökunum 30. júní 2014 19:47
Netanyahu hótar hefndaraðgerðum Mikil reiði í Ísrael vegna morða á þremur ungmennum á Vesturbakkanum. 2. júlí 2014 07:20
Drengirnir fundust látnir á akri Jarðarför ísraelsku táninganna sem var rænt fyrir tveimur vikum og þeir í kjölfarið myrtir fór fram í gær. 2. júlí 2014 12:00
Tugir þúsunda fylgdu piltunum til grafar Þrír ísraelskir piltar fundust látnir í gær og yfirvöld hyggja á hefndir. 1. júlí 2014 17:45