Líkir hernaði Ísraelsmanna við útrýmingarherferð nasista Randver Kári Randversson skrifar 29. júlí 2014 11:25 Sveinn Rúnar Hauksson, formaður félagsins Ísland-Palestína, skorar á Bandaríkjastjórn að stöðva blóðbaðið á Gaza. Vísir/AP/Vilhelm „Ísraelsríki er undir stjórn stríðsglæpamanna sem skella skollaeyrum við öllum mótmælum. Við hljótum því að snúa okkur að Bandaríkjastjórn og þér herra forseti, Barack Obama, og krefjast þess að þú látir af stuðningi við blóðbaðið og stöðvir það þegar í stað,“ segir Sveinn Rúnar Hauksson, formaður félagsins Ísland-Palestína, í opnu bréfi sem hann hefur ritað til Baracks Obama, Bandaríkjaforseta. Þar skorar hann á Bandaríkjastjórn að grípa inn í átökin á Gaza, sem staðið hafa yfir í um þrjár vikur. Rúmlega 1100 Palestínumenn hafa fallið í árásum Ísraelshers á Gaza, stærstur hluti þeirra óbreyttir borgarar. Í bréfinu gagnrýnir Sveinn Rúnar Ísraelsmenn harðlega og segir þá hafa framið stríðsglæpi í hernaði sínum á Gaza, og líkir framferði þeirra við útrýmingarherferð nasista gegn gyðingum. „Netanyahu sagði að Ísrael myndi fara sínu fram án tillits, og það hefur þessi stríðsglæpastjórn gert. Ísraelsstjórn er ekkert heilagt í þessu einhliða stríði sem líkist æ meir útrýmingarherferð nazista, þar sem gyðingar voru lokaðir inni í gettói og síðan var gengið til verks við að myrða þá hvern á fætur öðrum,“ segir Sveinn Rúnar í bréfinu. Hann segir Ísraelsmenn standa í stríði gegn palestínsku þjóðinni, þar sem þeir fremji hryðjuverk og standi fyrir útrýmingarherferð gegn börnum. „Minnst á hryðjuverk, þá er það rétta orðið yfir stríðsrekstur Ísraels sem beinist nær alfarið að palestínskum börnum og fjölskyldufólki og getur ekki haft annan tilgang en að hræða og skapa skelfingu með morðum og sprengjuárásum á heimili fjölskyldna, skóla, bænahús, sjúkrahús, heilsugæslustöðvar, heimili fyrir fatlaða og sjónvarpsstöðvar.“ Sveinn Rúnar segir ekkert annað hægt að gera en að snúa sér til Bandaríkjastjórnar því Ísraelsstjórn hafi skellt skollaeyrum við hverju því sem sagt væri utan Ísraels varðandi stríðsreksturinn. Engu skipti þótt Íslendingar hafi tekið afdráttarlausa afstöðu gegn blóðbaðinu á Gaza. Hann gagnrýnir stuðning Bandaríkjastjórnar við Ísrael og segir Bandaríkjamenn bera þunga ábyrgð í málinu. Þeir geti stöðvað blóðbaðið og hann hvetur þá til að gera grípa inn í átökin á Gaza. „Þung ábyrgð hvílir á þér Obama Bandaríkjaforseti, sem getur stöðvað barnamorðin ef þú kærir þig um í stað þess að klifa á rétti Ísraelsmanna til að verja land sitt. Blóðbaðið heldur áfram og þú herra forseti og Kerry utanríkisráðherra byrja sérhverja ræðu á heilshugar stuðningi við árásarstríð Ísraels. Þið hafið frómar óskir um vopnahlé en gerið ekkert til að fylgja því eftir.“ Gasa Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Sjá meira
„Ísraelsríki er undir stjórn stríðsglæpamanna sem skella skollaeyrum við öllum mótmælum. Við hljótum því að snúa okkur að Bandaríkjastjórn og þér herra forseti, Barack Obama, og krefjast þess að þú látir af stuðningi við blóðbaðið og stöðvir það þegar í stað,“ segir Sveinn Rúnar Hauksson, formaður félagsins Ísland-Palestína, í opnu bréfi sem hann hefur ritað til Baracks Obama, Bandaríkjaforseta. Þar skorar hann á Bandaríkjastjórn að grípa inn í átökin á Gaza, sem staðið hafa yfir í um þrjár vikur. Rúmlega 1100 Palestínumenn hafa fallið í árásum Ísraelshers á Gaza, stærstur hluti þeirra óbreyttir borgarar. Í bréfinu gagnrýnir Sveinn Rúnar Ísraelsmenn harðlega og segir þá hafa framið stríðsglæpi í hernaði sínum á Gaza, og líkir framferði þeirra við útrýmingarherferð nasista gegn gyðingum. „Netanyahu sagði að Ísrael myndi fara sínu fram án tillits, og það hefur þessi stríðsglæpastjórn gert. Ísraelsstjórn er ekkert heilagt í þessu einhliða stríði sem líkist æ meir útrýmingarherferð nazista, þar sem gyðingar voru lokaðir inni í gettói og síðan var gengið til verks við að myrða þá hvern á fætur öðrum,“ segir Sveinn Rúnar í bréfinu. Hann segir Ísraelsmenn standa í stríði gegn palestínsku þjóðinni, þar sem þeir fremji hryðjuverk og standi fyrir útrýmingarherferð gegn börnum. „Minnst á hryðjuverk, þá er það rétta orðið yfir stríðsrekstur Ísraels sem beinist nær alfarið að palestínskum börnum og fjölskyldufólki og getur ekki haft annan tilgang en að hræða og skapa skelfingu með morðum og sprengjuárásum á heimili fjölskyldna, skóla, bænahús, sjúkrahús, heilsugæslustöðvar, heimili fyrir fatlaða og sjónvarpsstöðvar.“ Sveinn Rúnar segir ekkert annað hægt að gera en að snúa sér til Bandaríkjastjórnar því Ísraelsstjórn hafi skellt skollaeyrum við hverju því sem sagt væri utan Ísraels varðandi stríðsreksturinn. Engu skipti þótt Íslendingar hafi tekið afdráttarlausa afstöðu gegn blóðbaðinu á Gaza. Hann gagnrýnir stuðning Bandaríkjastjórnar við Ísrael og segir Bandaríkjamenn bera þunga ábyrgð í málinu. Þeir geti stöðvað blóðbaðið og hann hvetur þá til að gera grípa inn í átökin á Gaza. „Þung ábyrgð hvílir á þér Obama Bandaríkjaforseti, sem getur stöðvað barnamorðin ef þú kærir þig um í stað þess að klifa á rétti Ísraelsmanna til að verja land sitt. Blóðbaðið heldur áfram og þú herra forseti og Kerry utanríkisráðherra byrja sérhverja ræðu á heilshugar stuðningi við árásarstríð Ísraels. Þið hafið frómar óskir um vopnahlé en gerið ekkert til að fylgja því eftir.“
Gasa Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Sjá meira