Sport

Sveinbjörg náði tvennum verðlaunum í Kaupmannahöfn

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Daníel
Sveinbjörg Zophaníasdóttir vann tvenn bronsverðlaun á Norðurlandamóti 20-22 ára í frjálsíþróttum en mótið fór fram í Kaupmannahöfn um helgina.

Sveinbjörg fékk brons í langstökki í gær er hún stökk 6,09 m en hún leiddi framan af og var aðeins fjórum sentímetrum frá gullinu.

Hún keppti svo í kúluvarpi og 100 m grindahlaupi í gær og varð þriðja í fyrrnefndu greininni með kast upp á 14,01 m. Hún hljóp svo 14,38 í grindahlaupinu og varð sjötta.

Hlynur Andrésson keppti í 1500 m hlaupi í dag og varð áttundi á 3:58,12 mínútum. Þá keppti Ívar Kristinn Jasonarson í 200 m hlaupi en hann hafnaði í 11. sæti á 22,64 sekúndum.

Frekari úrslit má nálgast á heimasíðu Frjálsíþróttasambandsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×