Barcelona hefur fest kaup á Jeremy Mathieu frá Valencia fyrir 20 milljónir evra. Frakkinn gerði fjögurra ára samning við Katalóníustórveldið.
Hinn þrítugi Mathieu er örvfættur og getur leikið bæði sem miðvörður og vinstri bakvörður.
Hann var fimm ár í herbúðum Valencia (2009-2014) þar sem hann lék 129 leiki og skoraði þrjú mörk.
Mathieu hefur leikið tvo landsleiki fyrir Frakkland.
