Portúgalinn Tiago Mendes hefur gert nýjan tveggja ára samning við Spánarmeistara Atletico Madrid.
Tiago, sem er 33 ára, hefur leikið með Braga, Benfica, Chelsea, Lyon og Juventus á löngum ferli, en hann hefur verið orðaður við endurkomu til Lundúna að undanförnu.
Í viðtali á heimasíðu Atletico Madrid sagði Tiago:
"Félagið bauð mér að endurnýja samninginn minn.
"Ég var stoltur því við áttum frábært tímabil, en ég hafði íhugað að breyta um umhverfi," sagði Tiago og bætti við:
"Ég var með tilboð frá ýmsum liðum og tók mér tíma til að hugsa málið, en niðurstaðan var augljós og Atletico var eina liðið sem kom til greina.
Tiago, sem lék 58 leiki fyir Portúgal á sínum tíma, hefur verið í herbúðum Atletico Madrid frá árinu 2010.
