Telur óþarfi að auglýsa sendiherrastöður Randver Kári Randversson skrifar 31. júlí 2014 16:52 Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi utanríkisráðherra. Vísir/GVA „Ég er í prinsippinu ekki á móti því að skipa stjórnmálamenn, ef að þeir hafa reynslu og þekkingu á sviði utanríkismála. Ég kaus hins vegar að fara aðra leið sem utanríkisráðherra, enda var þá nýbúið að stútfylla utanríkisþjónustuna af sendiherrum sem teknir voru utan ráðuneytis,“ segir Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, aðspurður hvort hann telji heppilegt að skipa stjórnmálamenn í sendiherrastöður. Frá árinu 2008 og fram að skipun þeirra Geirs H. Haarde og Árna Þórs Sigurðssonar komu allir þeir níu einstaklingar sem skipaðir voru í embætti sendiherra úr röðum starfsmanna utanríkisþjónustunnar. Í ráðherratíð sinni skipaði Össur Skarphéðinsson sjö sendiherra, þau Önnu Jóhannsdóttur, Auðun Atlason, Einar Gunnarsson, Maríu Erlu Marelsdóttur, Martin Eyjólfsson, Högna Kristjánsson, og Pétur Ásgeirsson. Þá skipaði Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra, þá Hermann Örn Ingólfsson og Jörund Valtýsson í embætti sendiherra nú í vor. Með skipun þeirra Árna og Geirs eru nú í fyrsta skipti í sex ár skipaðir núverandi eða fyrrverandi stjórnmálamenn í stöðu sendiherra. Að sögn Össurar fer ráðningarferli í stöðu sendiherra þannig fram að þegar starfsmanni innan ráðuneytisins væri lyft í raðir sendiherra væri þeim starfsmanni einfaldlega boðin staðan. Það sé svo undir viðkomandi komið hvort hann þiggi stöðuna eða ekki. Það komi fyrir að menn hafni því af ýmsum ástæðum. Össur er ekki þeirrar skoðunar að auglýsa eigi stöður sendiherra því erfitt sé að velja menn með þá eiginleika sem til þurfi að hafa með því að auglýsa starfið laust til umsóknar. „Ég velti því fyrir mér á sínum tíma. Ég taldi til dæmis að það gæti verið heppilegt að geta valið í slíka stöðu menn sem að hvorki tengjast stjórnmálum eða stjórnmálaflokkum en hefðu sannað sig á öðrum velli í samfélaginu,“ segir Össur. Nefnir Össur til dæmis menn sem hafa yfirgripsmikla þekkingu og reynslu af utanríkisviðskiptum eða þá fólk með brennandi ástríðu og reynslu af listum og menningu. „Slíkt fólk tel ég að eigi mjög vel heima í utanríkisþjónustunni. Ég tala nú ekki um ef þetta hvoru tveggja fer saman. Ég tel að slíkir menn séu eftirsóknarverðir, en ég er ekki viss um að það sé hægt að velja þá með auglýsingum,“ segir Össur. Tengdar fréttir Geir H. Haarde skipaður sendiherra Þá var Árni Þór Sigurðsson, alþingismaður og fyrrverandi formaður utanríkismálanefndar, einnig skipaður. 30. júlí 2014 20:00 Líklegast að Geir fari til Washington og Árni til Moskvu Líklegast þykir að Geir H. Haarde verði sendiherra Íslands í Washington og að Árni Þór Sigurðsson verði sendiherra Íslands í Moskvu. 31. júlí 2014 11:08 Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Erlent Fleiri fréttir Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni Sjá meira
„Ég er í prinsippinu ekki á móti því að skipa stjórnmálamenn, ef að þeir hafa reynslu og þekkingu á sviði utanríkismála. Ég kaus hins vegar að fara aðra leið sem utanríkisráðherra, enda var þá nýbúið að stútfylla utanríkisþjónustuna af sendiherrum sem teknir voru utan ráðuneytis,“ segir Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, aðspurður hvort hann telji heppilegt að skipa stjórnmálamenn í sendiherrastöður. Frá árinu 2008 og fram að skipun þeirra Geirs H. Haarde og Árna Þórs Sigurðssonar komu allir þeir níu einstaklingar sem skipaðir voru í embætti sendiherra úr röðum starfsmanna utanríkisþjónustunnar. Í ráðherratíð sinni skipaði Össur Skarphéðinsson sjö sendiherra, þau Önnu Jóhannsdóttur, Auðun Atlason, Einar Gunnarsson, Maríu Erlu Marelsdóttur, Martin Eyjólfsson, Högna Kristjánsson, og Pétur Ásgeirsson. Þá skipaði Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra, þá Hermann Örn Ingólfsson og Jörund Valtýsson í embætti sendiherra nú í vor. Með skipun þeirra Árna og Geirs eru nú í fyrsta skipti í sex ár skipaðir núverandi eða fyrrverandi stjórnmálamenn í stöðu sendiherra. Að sögn Össurar fer ráðningarferli í stöðu sendiherra þannig fram að þegar starfsmanni innan ráðuneytisins væri lyft í raðir sendiherra væri þeim starfsmanni einfaldlega boðin staðan. Það sé svo undir viðkomandi komið hvort hann þiggi stöðuna eða ekki. Það komi fyrir að menn hafni því af ýmsum ástæðum. Össur er ekki þeirrar skoðunar að auglýsa eigi stöður sendiherra því erfitt sé að velja menn með þá eiginleika sem til þurfi að hafa með því að auglýsa starfið laust til umsóknar. „Ég velti því fyrir mér á sínum tíma. Ég taldi til dæmis að það gæti verið heppilegt að geta valið í slíka stöðu menn sem að hvorki tengjast stjórnmálum eða stjórnmálaflokkum en hefðu sannað sig á öðrum velli í samfélaginu,“ segir Össur. Nefnir Össur til dæmis menn sem hafa yfirgripsmikla þekkingu og reynslu af utanríkisviðskiptum eða þá fólk með brennandi ástríðu og reynslu af listum og menningu. „Slíkt fólk tel ég að eigi mjög vel heima í utanríkisþjónustunni. Ég tala nú ekki um ef þetta hvoru tveggja fer saman. Ég tel að slíkir menn séu eftirsóknarverðir, en ég er ekki viss um að það sé hægt að velja þá með auglýsingum,“ segir Össur.
Tengdar fréttir Geir H. Haarde skipaður sendiherra Þá var Árni Þór Sigurðsson, alþingismaður og fyrrverandi formaður utanríkismálanefndar, einnig skipaður. 30. júlí 2014 20:00 Líklegast að Geir fari til Washington og Árni til Moskvu Líklegast þykir að Geir H. Haarde verði sendiherra Íslands í Washington og að Árni Þór Sigurðsson verði sendiherra Íslands í Moskvu. 31. júlí 2014 11:08 Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Erlent Fleiri fréttir Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni Sjá meira
Geir H. Haarde skipaður sendiherra Þá var Árni Þór Sigurðsson, alþingismaður og fyrrverandi formaður utanríkismálanefndar, einnig skipaður. 30. júlí 2014 20:00
Líklegast að Geir fari til Washington og Árni til Moskvu Líklegast þykir að Geir H. Haarde verði sendiherra Íslands í Washington og að Árni Þór Sigurðsson verði sendiherra Íslands í Moskvu. 31. júlí 2014 11:08