Hengja upp barnaföt fyrir hvert dáið barn á Gasa Heimir Már Pétursson skrifar 6. ágúst 2014 13:44 Fundurinn verður haldinn á Silfurtorgi. vísir/AÐSEND Konur á Ísafirði boða til mótmæla- og minningarfundar á Silfurtorgi í dag um öll þau börn sem fallið hafa í átökunum á Gaza. En fleiri börn hafa fallið á Gaza en sækja Grunnskólann á Ísafirði. Fundurinn hefst á Silfurtorgi í miðbæ Ísafjarðar klukkan fimm mínútur yfir fimm og er haldinn til að mótmæla blóðbaðinu sem átt hefur sér stað á Gaza-svæðinu í Palestínu síðustu vikurnar. Jóna Benediktsdóttir aðstoðarskólastjóri Grunnskólans á Ísafirði er ein þeirra kvenna sem skipuleggja útifundinn. Hún segir eitt skera sig algerlega úr átökunum á Gaza frá mörgum fyrri átökum. „Er það hversu börnin á gazasvæðinu verða hræðilega illa úti. Okkur tekur það svo sárt þannig að við ætlum að hengja upp að minnsta kosti eina flík til minningar um hvert barn sem við höfum tölulegar upplýsingar um að hafi verið drepið í þessum átökum,“ segir Jóna. Snúrur með barnafötunum muni síðan standa á torginu í tvo daga. Jóna segir konurnar sem skipuleggja fundinn séu ekki að taka neina afstöðu í átökum Palestínumanna og Ísraela en sé eins og öðrum gjörsamlega misboðið hvernig saklaus börn hafi orðið úti í átökunum. Nú sé talið að um 300 börn hafi fallið á Gaza. Jóna er aðstoðarskólastjóri Grunnskólans á Ísafirði og kannast við þessa tölu. „Ég kannast við þessa tölu og hún er hærri en fjöldi barna í skólanum hjá okkur. Það er hrikalegt að vera manneskja og horfa upp á þetta og geta ekkert gert,“ segir Jóna. Auk gjörningsins munu Ólína Þorvarðardóttir fyrrverandi þingmaður og Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri flytja stutt ávörp. Þá mun Herdís Hubner, móðir Eiríks Arnar skálds, lesa upp úr nýlegri netbók hans „Viljaverk í Palestínu,“ sem kallast á við ljóð Kristjáns frá Djúpalæk, „Slysaskot í Palestínu.“ Jóna telur mótmælin hafa merkingu þrátt fyrir að nú sé vopnahlé á Gaza, slík vopnahlé hafi margsinnis verið rofin áður. „Svo finnst okkur líka, fyrir okkur og fyrir alþjóðasamfélagið að það þurfi að senda skýr skilaboð. Auðvitað er stríð allataf hörmulegt og á ekki að vera réttlætanlegt. En það að börn séu beinlínis skotmörk í stríði getum við ekki liðið,“ segir Jóna Benediktsdóttir aðstoðarskólastjóri. Gasa Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira
Konur á Ísafirði boða til mótmæla- og minningarfundar á Silfurtorgi í dag um öll þau börn sem fallið hafa í átökunum á Gaza. En fleiri börn hafa fallið á Gaza en sækja Grunnskólann á Ísafirði. Fundurinn hefst á Silfurtorgi í miðbæ Ísafjarðar klukkan fimm mínútur yfir fimm og er haldinn til að mótmæla blóðbaðinu sem átt hefur sér stað á Gaza-svæðinu í Palestínu síðustu vikurnar. Jóna Benediktsdóttir aðstoðarskólastjóri Grunnskólans á Ísafirði er ein þeirra kvenna sem skipuleggja útifundinn. Hún segir eitt skera sig algerlega úr átökunum á Gaza frá mörgum fyrri átökum. „Er það hversu börnin á gazasvæðinu verða hræðilega illa úti. Okkur tekur það svo sárt þannig að við ætlum að hengja upp að minnsta kosti eina flík til minningar um hvert barn sem við höfum tölulegar upplýsingar um að hafi verið drepið í þessum átökum,“ segir Jóna. Snúrur með barnafötunum muni síðan standa á torginu í tvo daga. Jóna segir konurnar sem skipuleggja fundinn séu ekki að taka neina afstöðu í átökum Palestínumanna og Ísraela en sé eins og öðrum gjörsamlega misboðið hvernig saklaus börn hafi orðið úti í átökunum. Nú sé talið að um 300 börn hafi fallið á Gaza. Jóna er aðstoðarskólastjóri Grunnskólans á Ísafirði og kannast við þessa tölu. „Ég kannast við þessa tölu og hún er hærri en fjöldi barna í skólanum hjá okkur. Það er hrikalegt að vera manneskja og horfa upp á þetta og geta ekkert gert,“ segir Jóna. Auk gjörningsins munu Ólína Þorvarðardóttir fyrrverandi þingmaður og Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri flytja stutt ávörp. Þá mun Herdís Hubner, móðir Eiríks Arnar skálds, lesa upp úr nýlegri netbók hans „Viljaverk í Palestínu,“ sem kallast á við ljóð Kristjáns frá Djúpalæk, „Slysaskot í Palestínu.“ Jóna telur mótmælin hafa merkingu þrátt fyrir að nú sé vopnahlé á Gaza, slík vopnahlé hafi margsinnis verið rofin áður. „Svo finnst okkur líka, fyrir okkur og fyrir alþjóðasamfélagið að það þurfi að senda skýr skilaboð. Auðvitað er stríð allataf hörmulegt og á ekki að vera réttlætanlegt. En það að börn séu beinlínis skotmörk í stríði getum við ekki liðið,“ segir Jóna Benediktsdóttir aðstoðarskólastjóri.
Gasa Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira