Navas, sem spilaði frábærlega með Kosta Ríka á HM í sumar, spilaði 37 deildarleiki með Levante á síðustu leiktíð. Hann átti hvað stærstan þátt í því að liðið fékk aðeins á sig 43 mörk, en aðeins efstu fjögur lið deildarinnar fengu á sig færri mörk en Levante.
Enginn markvörður varði fleiri skot (160) en Navas í fimm bestu deildum Evrópu á síðustu leiktíð.
Kosta Ríka-maðurinn mun berjast við Iker Casillas og Diego Lopez um markvarðarstöðuna hjá Real Madrid.
Navas verður kynntur til leiks á Santiago Bernabeu á þriðjudaginn kemur.
Welcome to Real Madrid, @NavasKeylor. #WelcomeKeylor #halamadrid pic.twitter.com/JoRu0QCtw1
— Real Madrid C.F. (@realmadriden) August 3, 2014