Reynir segir ráðherra hafa farið fram á að blaðamenn yrðu reknir Bjarki Ármannsson skrifar 3. ágúst 2014 14:24 Reynir fullyrðir að Hanna Birna hafi óskað eftir því að tveir blaðamenn DV yrðu reknir. Vísir/Stefán Reynir Traustason, ritstjóri DV, segir Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra hafa farið fram á það í símtali þeirra í byrjun árs að tveir blaðamenn DV yrðu reknir. „Hún hringdi og var alveg rosalega reið,“ segir Reynir. „Hún hraunaði yfir þessa blaðamenn, sagði að þeir væru í einhverjum samtökum, sem ég vissi nú ekkert hver væru eða hvaðan hún hefði, og að það væri óbærilegt að ég hefði þá í vinnu. Það varð ekki skilið öðruvísi en svo að ég ætti að láta þá fara.“ Blaðamennirnir sem um ræðir eru þeir Jóhann Páll Jóhannsson og Jón Bjarki Magnússon, sem mikið hafa fjallað um lekamálið að undanförnu. Í viðtali í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun sagði Hanna Birna að fréttaflutningur blaðsins af málinu væri „meiðandi“ og „ósanngjarn.“ Reynir segir fréttaflutning DV ekki hafa gengið of langt. „Ég hef lagt alveg gríðarlega áherslu á það við strákana að þeir passi sig mjög vel og fari ekki of langt, heldur haldi sig við það sem er satt og rétt,“ segir Reynir. „Í einu tilviki hafa menn gert mistök, þau voru þau að lesa út úr Hæstaréttardómi að „starfsmaður b“ væri Þórey Vilhjálmsdóttir en ekki Gísli [Freyr Valdórsson, hinn aðstoðarmaður Hönnu Birnu]. Við báðumst afsökunar á þessu og þar við situr. Það er eina sem ég veit til að við höfum gert einhver mistök.“ Hanna Birna talaði jafnframt um símtal Reynis og Þóreyjar þar sem Reynir á að hafa hótað að „fara í“ Hönnu Birnu og starfsmenn ráðuneytisins. Reynir svarar því að símtalið hafi komið í kjölfar þess að Þórey fullyrti í útvarpsviðtali að DV færi með rangfærslur. „Ég bað hana um að biðjast afsökunar á því og sagði að annars yrði ég að mæta henni af hörku,“ segir Reynir. „Ég ætlaði ekkert að berja hana, það dettur ekki nokkrum manni í hug. Ég ætlaði bara að mæta henni á opinberum vettvangi.“Erfiðasta mál ferilsins Reynir kallar lekamálið erfiðasta mál sem hann hefur átt við á ferlinum vegna þess hve „heiftugar“ árásir séu á blaðið og blaðamenn þess. Hann segir jafnframt að erfitt sé fyrir tvo unga blaðamenn eins og Jóhann Pál og Jón Bjarka að sitja undir ásökunum ráðherra. „Það er endalaust hægt að deila um það, eru of margar fréttir eða of fáar. En staðreyndin er þessi, það blasir við í dag að það var framið mjög alvarlegt trúnaðarbrot úr ráðuneytinu. Það blasir líka við að DV hefur haldið málinu við. Mín afstaða í málinu er alveg klár. Ég mun standa með þessum strákum fram í rauðan dauðann.“ Lekamálið Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Erlent Fleiri fréttir Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Sjá meira
Reynir Traustason, ritstjóri DV, segir Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra hafa farið fram á það í símtali þeirra í byrjun árs að tveir blaðamenn DV yrðu reknir. „Hún hringdi og var alveg rosalega reið,“ segir Reynir. „Hún hraunaði yfir þessa blaðamenn, sagði að þeir væru í einhverjum samtökum, sem ég vissi nú ekkert hver væru eða hvaðan hún hefði, og að það væri óbærilegt að ég hefði þá í vinnu. Það varð ekki skilið öðruvísi en svo að ég ætti að láta þá fara.“ Blaðamennirnir sem um ræðir eru þeir Jóhann Páll Jóhannsson og Jón Bjarki Magnússon, sem mikið hafa fjallað um lekamálið að undanförnu. Í viðtali í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun sagði Hanna Birna að fréttaflutningur blaðsins af málinu væri „meiðandi“ og „ósanngjarn.“ Reynir segir fréttaflutning DV ekki hafa gengið of langt. „Ég hef lagt alveg gríðarlega áherslu á það við strákana að þeir passi sig mjög vel og fari ekki of langt, heldur haldi sig við það sem er satt og rétt,“ segir Reynir. „Í einu tilviki hafa menn gert mistök, þau voru þau að lesa út úr Hæstaréttardómi að „starfsmaður b“ væri Þórey Vilhjálmsdóttir en ekki Gísli [Freyr Valdórsson, hinn aðstoðarmaður Hönnu Birnu]. Við báðumst afsökunar á þessu og þar við situr. Það er eina sem ég veit til að við höfum gert einhver mistök.“ Hanna Birna talaði jafnframt um símtal Reynis og Þóreyjar þar sem Reynir á að hafa hótað að „fara í“ Hönnu Birnu og starfsmenn ráðuneytisins. Reynir svarar því að símtalið hafi komið í kjölfar þess að Þórey fullyrti í útvarpsviðtali að DV færi með rangfærslur. „Ég bað hana um að biðjast afsökunar á því og sagði að annars yrði ég að mæta henni af hörku,“ segir Reynir. „Ég ætlaði ekkert að berja hana, það dettur ekki nokkrum manni í hug. Ég ætlaði bara að mæta henni á opinberum vettvangi.“Erfiðasta mál ferilsins Reynir kallar lekamálið erfiðasta mál sem hann hefur átt við á ferlinum vegna þess hve „heiftugar“ árásir séu á blaðið og blaðamenn þess. Hann segir jafnframt að erfitt sé fyrir tvo unga blaðamenn eins og Jóhann Pál og Jón Bjarka að sitja undir ásökunum ráðherra. „Það er endalaust hægt að deila um það, eru of margar fréttir eða of fáar. En staðreyndin er þessi, það blasir við í dag að það var framið mjög alvarlegt trúnaðarbrot úr ráðuneytinu. Það blasir líka við að DV hefur haldið málinu við. Mín afstaða í málinu er alveg klár. Ég mun standa með þessum strákum fram í rauðan dauðann.“
Lekamálið Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Erlent Fleiri fréttir Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Sjá meira