Sport

Bolt bætti enn einu gullinu í safnið | Myndir

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Bolt kemur í mark.
Bolt kemur í mark. Vísir/Getty
Spretthlauparinn Usian Bolt bætti enn einni rósinni í hnappagatið þegar hann vann til gullverðlauna í 4x100m boðhlaupi á Samveldisleikunum í Glasgow í gær.

Sveit Jamaíka sem samanstóð, auk Bolt, af Kemar Baily-Cole, Nickel Ashmeade og Jason Livermore, kom í mark á tímanum 37,58 sekúndum, sem er met á Samveldisleikunum. Sveit Englands lenti í öðru sæti og sveit Trínidad og Tóbagó í því þriðja.

Bolt er að komast aftur á skrið eftir hnémeiðsli sem hann varð fyrir í mars, en aðeins eru sex vikur síðan Jamaíkamaðurinn byrjaði að æfa aftur.  

Eftir hlaupið skokkaði Bolt sigurhring og gaf sér tíma fyrir myndatökur, eiginhandaáritanir og spjall við áhorfendur.

Bolt hefur unnið til sex gullverðlauna á Ólympíuleikum og átta gullverðlauna á heimsmeistaramótum. Hann er heimsmethafi í 100m, 200m og 4x100m hlaupi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×