Barcelona og Nice gerðu 1-1 jafntefli í æfingaleik í Frakklandi í kvöld.
Argentínumaðurinn Dario Cvitanich kom Nice yfir með marki úr vítaspyrnu á 21. mínútu, en Xavi jafnaði leikinn á 68. mínútu, einnig úr vítaspyrnu.
Byrjunarliðið Barcelona var þannig skipað:
Marc-André ter Stegen; Martín Montoya, Piqué, Jeremy Mathieu, Jordi Alba; Rafinha, Sergio Bosquets, Sergi Roberto; Adama Traoré, Pedro, Andrés Iniesta.
Patric, Marc Bartra, Gerard Deulofeu, Ivan Rakitic, Xavi, Alen Halilovic, Munir El Haddadi, Edgar lé, Alex Grimaldo og Sandro Ramírez komu inn á sem varamenn í leiknum.
Barcelona hefur leik í spænsku úrvalsdeildinni gegn Elche sunnudaginn 24. ágúst.
