Luis Suárez lofaði á fyrsta blaðamannafundi sínum sem leikmaður Barcelona að hann væri hættur að bíta leikmenn. Suárez afplánar þessa dagana fjögurra mánaða keppnisbann fyrir að bíta Giorgio Chiellini í leik Ítalíu og Úrúgvæ á Heimsmeistaramótinu í sumar.
Var það í þriðja sinn sem Suárez er gripinn við að bíta leikmann á ferlinum en hann beit Otman Bakkal í leik með Ajax árið 2010 og Branislav Ivanovic í leik gegn Chelsea árið 2013.
„Ég tek leikbanni mínu eins og það er og ég sætti mig við það. Ég hef beðist afsökunar og ég hef leitað mér aðstoðar til þess að takast á við þetta vandamál. Ég lofa ykkur stuðningsmönnunum að þetta muni ekki gerast aftur.“
„Barcelona gaf mér tækifæri að leika með liðinu sem mig hefur dreymt um að leika með og ég get ekki beðið eftir að byrja að spila fleiri leiki. Það voru fleiri lið á eftir mér en ég þurfti ekki að hugsa mig um þegar Barcelona kom inn í myndina,“ sagði Suárez sem lék sinn fyrsta leik fyrir Barcelona í gær í æfingarleik gegn Leon en komst ekki á blað.
Suárez hættur að bíta eftir að hafa leitað aðstoðar
Kristinn Páll Teitsson skrifar

Mest lesið


Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna
Körfubolti



Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku
Íslenski boltinn


Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum
Enski boltinn


„Kemur væntanlega risastórt tómarúm“
Körfubolti
