Sport

Sindri Hrafn og Hilmar Örn unnu báðir gull á Norðurlandamótinu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sindri Hrafn Guðmundsson og Hilmar Örn Jónsson með gullið.
Sindri Hrafn Guðmundsson og Hilmar Örn Jónsson með gullið. Mynd/Fésbókarsíða FRÍ
Ísland eignaðist tvo Norðurlandameistara á NM 19 ára yngri í frjálsum íþróttum um helgina en keppt var í Kristiansand í Noregi. Ísland vann alls sex verðlaun á mótinu.

Sindri Hrafn Guðmundsson vann spjótkastið með kasti upp á 73,77 metra og Hilmar Örn Jónsson vann sleggjukastið með kasti upp á 75,99 metra.

Kolbeinn Höður Gunnarsson nældi sér í silfur í 400 metra hlaupi með því að klára á 48,45 sekúndum og hin unga Þórdís Eva Steinsdóttir vann brons í sömu grein á nýju aldursflokkameti hjá bæði 14 og 15 ára með því að koma í mark á  55,16 sekúndum.

Jóhann Björn Sigurbjörnsson vann í brons í 200 metra hlaupi. Hann kom í mark á 21,83 sekúndum.

Þórdís Eva Steinsdóttir, Þóranna Ósk Sigurjónsdóttir, Irma Gunnarsdóttir og Ásgerður Jana Ágústsdóttir tryggðu Íslandi síðan brons í 4 x 100 metra boðhlaupi en tvær sveitir voru dæmdar úr leik í úrslitahlaupinu.

Guðni Valur Guðnason bætti sig í kringlukasti (1,75kg) og setti nýtt aldursflokkamet með því að kasta 52,87 metra.

Hilmar Örn Jónsson og Þórdís Eva Steinsdóttir unnu bestu afrek helgarinnar innan íslenska hópsins og fengu bæði veglega gjöf frá mótshöldurum. Þau voru valin af liðsfélögum sínum.

Þórdís Eva Steinsdóttir.Mynd/Fésbókarsíða FRÍ
Kolbeinn Höður Gunnarsson.Mynd/Fésbókarsíða FRÍ
Jóhann Björn SigurbjörnssonMynd/Fésbókarsíða FRÍ
Íslenski hópurinn.Mynd/Fésbókarsíða FRÍ
Hilmar Örn Jónsson og Þórdís Eva Steinsdóttir.Mynd/Fésbókarsíða FRÍ
Þórdís Eva Steinsdóttir, Þóranna Ósk Sigurjónsdóttir, Irma Gunnarsdóttir og Ásgerður Jana Ágústsdóttir unnu saman brons í 4 x 100 metra boðhlaupi.Mynd/Fésbókarsíða FRÍ



Fleiri fréttir

Sjá meira


×