Ólöf Nordal berst við óvænt veikindi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. ágúst 2014 16:37 Ólöf Nordal í sal Alþingis. Vísir/Anton „Ég bjóst ekki við þessu enda er best að búast ekki við svona,“ segir Ólöf Nordal í samtali við Vísi. Illkynja æxli var fjarlægt úr líkama hennar á dögunum. Ólöf Nordal, formaður bankaráðs Seðlabankans og fyrrverandi varaformaður Sjálfstæðisflokksins, fékk óvænt tíðindi er hún brá sér til Íslands fyrir nokkrum vikum til að vera viðstödd brúðkaup. Stórvinkona hennar, Ásthildur Sturludóttir sveitarstjóri á Patreksfirði, gekk í það heilaga. Ólöfu fannst hún vera orðin svo mikil um sig miðja auk þess sem hún fann að hún gekk ekki heil til skógar. Ákvað hún því að leita til læknis. „Á örskotsstundu skiptu fyrri plön engu máli, hversdagslegu verkefnin víkja núna fyrir þeirri stærstu áskorun sem ég hef staðið frammi fyrir. Óboðinn gestur hafði nefnilega sest að innra með mér,“ segir Ólöf í skilaboðum til lesenda heimasíðu hennar í dag. Ólöf hefur búið í Genf í Sviss með fjölskyldu sinni en framundan voru flutningar til New York borgar.Flutningi til Bandaríkjanna frestað um ár „Praktísku atriðin voru komin á gott skrið, skólamál, íbúðarmál…allt hefðbundin verkefni sem fylgir því að flytja milli landa. Alpalandið var kvatt með söknuði í bili og við hlökkuðum til að takast á við nýjar áskoranir.“ Ólöf gekkst undir uppskurð á dögunum þar sem illkynja æxlið var fjarlægt. Hún segir í samtali við Vísi að læknar telji aðgerðina hafa gengið vel. Við taki lyfjagjöf en vonir standi til að hún verði orðin stálslegin fyrir jól. Flutningi fjölskyldunnar til Bandaríkjanna hefur verið frestað um árið en fjölskyldan ætlar að takast á við afleiðingar óboðna gestsins hér heima. „Þó það sé gott að búa í útlöndum er alltaf best að vera heima,“ segir Ólöf í samtali við Vísi. Hún segir enga ástæðu til annars en bjartsýni þegar þessum kafla í lífi sínu ljúki. Allt gangi samkvæmt áætlun, hárið sé að fjúka af kolli hennar og ætli hún sjálf að losa sig við afganginn af því í fyrramálið. „Það verður hressandi að láta íslenska síðsumarið leika um kollinn minn,“ segir í bloggfærslu Ólafar. Ólöf segir að eðlilega bregði sér við tíðindi sem þessi. „Ég bjóst ekki við þessu enda er best að búast ekki við svona,“ segir þingkonan fyrrverandi við Vísi. Eigi fólk von á erfiðleikum fari það að lifa lífinu á annan hátt en eðlilegt sé. Svoleiðis eigi það ekki að vera. „Enginn á von á því að svona nokkuð hendi sig. Og það er gott. Ég ætla ekki að velta mér upp úr þessum veikindum en ég ætla hins vegar að sigrast á þeim. Ég finn um leið hvað jákvæðni og stilltur hugur skiptir miklu máli þegar áföll ríða yfir. Að reyna að ná stjórn á hugsunum sínum og laða fram það jákvæða í lífinu hjá mér sjálfri og öllum þeim sem eru í kringum mig.“ Þannig ætli hún að nálgast þetta stóra verkefni sem henni hafi nú verið falið að glíma við. Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Rannsaka mögulega stunguárás Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Fleiri fréttir Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Sjá meira
„Ég bjóst ekki við þessu enda er best að búast ekki við svona,“ segir Ólöf Nordal í samtali við Vísi. Illkynja æxli var fjarlægt úr líkama hennar á dögunum. Ólöf Nordal, formaður bankaráðs Seðlabankans og fyrrverandi varaformaður Sjálfstæðisflokksins, fékk óvænt tíðindi er hún brá sér til Íslands fyrir nokkrum vikum til að vera viðstödd brúðkaup. Stórvinkona hennar, Ásthildur Sturludóttir sveitarstjóri á Patreksfirði, gekk í það heilaga. Ólöfu fannst hún vera orðin svo mikil um sig miðja auk þess sem hún fann að hún gekk ekki heil til skógar. Ákvað hún því að leita til læknis. „Á örskotsstundu skiptu fyrri plön engu máli, hversdagslegu verkefnin víkja núna fyrir þeirri stærstu áskorun sem ég hef staðið frammi fyrir. Óboðinn gestur hafði nefnilega sest að innra með mér,“ segir Ólöf í skilaboðum til lesenda heimasíðu hennar í dag. Ólöf hefur búið í Genf í Sviss með fjölskyldu sinni en framundan voru flutningar til New York borgar.Flutningi til Bandaríkjanna frestað um ár „Praktísku atriðin voru komin á gott skrið, skólamál, íbúðarmál…allt hefðbundin verkefni sem fylgir því að flytja milli landa. Alpalandið var kvatt með söknuði í bili og við hlökkuðum til að takast á við nýjar áskoranir.“ Ólöf gekkst undir uppskurð á dögunum þar sem illkynja æxlið var fjarlægt. Hún segir í samtali við Vísi að læknar telji aðgerðina hafa gengið vel. Við taki lyfjagjöf en vonir standi til að hún verði orðin stálslegin fyrir jól. Flutningi fjölskyldunnar til Bandaríkjanna hefur verið frestað um árið en fjölskyldan ætlar að takast á við afleiðingar óboðna gestsins hér heima. „Þó það sé gott að búa í útlöndum er alltaf best að vera heima,“ segir Ólöf í samtali við Vísi. Hún segir enga ástæðu til annars en bjartsýni þegar þessum kafla í lífi sínu ljúki. Allt gangi samkvæmt áætlun, hárið sé að fjúka af kolli hennar og ætli hún sjálf að losa sig við afganginn af því í fyrramálið. „Það verður hressandi að láta íslenska síðsumarið leika um kollinn minn,“ segir í bloggfærslu Ólafar. Ólöf segir að eðlilega bregði sér við tíðindi sem þessi. „Ég bjóst ekki við þessu enda er best að búast ekki við svona,“ segir þingkonan fyrrverandi við Vísi. Eigi fólk von á erfiðleikum fari það að lifa lífinu á annan hátt en eðlilegt sé. Svoleiðis eigi það ekki að vera. „Enginn á von á því að svona nokkuð hendi sig. Og það er gott. Ég ætla ekki að velta mér upp úr þessum veikindum en ég ætla hins vegar að sigrast á þeim. Ég finn um leið hvað jákvæðni og stilltur hugur skiptir miklu máli þegar áföll ríða yfir. Að reyna að ná stjórn á hugsunum sínum og laða fram það jákvæða í lífinu hjá mér sjálfri og öllum þeim sem eru í kringum mig.“ Þannig ætli hún að nálgast þetta stóra verkefni sem henni hafi nú verið falið að glíma við.
Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Rannsaka mögulega stunguárás Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Fleiri fréttir Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Sjá meira